Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 23

Ægir - 2019, Blaðsíða 23
23 þarf að vera yfir 4 °C til þess að hún geti lokið lífsferli sín- um. Kynslóðalengd laxalúsar er um 8-9 vikur við 6 °C, 6 vik- ur við 9 °C og 4 vikur við 18 °C. Lífslengd fullorðinna dýra við náttúrulegar aðstæður er ekki þekkt en í tilraunakerjum hafa kvendýrin lifað í um 200 daga. Leitin að hýsli Það er vísindamönnum ennþá ráðgáta hvernig ungviðið fer að því að finna réttan hýsil í óravíddum heimshafanna en eitt er víst að það hefur tekist og á mjög virkan hátt í þús- undir ára. Lirfustigin (naup- lius- og copepodit-stigin) eru ljóssækin þannig að þau koma upp að yfirborði að degi til og síga svo dýpra niður í sjóinn á nóttunni. Nýklaktar lirfur geta ekki lifað við seltu sem er minni en 15 og þroskunin virðist vandkvæðum bundin þegar seltan er minni en 25. Sviflægu þroskastigin virðast skynja þrýstingsbreytingar sem framkallaðar eru af fisk- um og svara þeim með því að synda að þeim og setjast á þá til að meta hvort um réttan hýsil sé að ræða. Þessir eigin- leikar auka líkur laxalúsar- innar til að finna laxfiska sem halda sig í þeirra nánasta um- hverfi. Varnir gegn smiti Síðustu tvo áratugi hafa varnir gegn lúsasmiti í fiskeldi aðallega byggst á lyfjameð- höndlun. Hún er kostnaðar- söm og þá hafa lýsnar þróað viðnám eða ónæmi gegn mörgum lyfjanna. Minnkuð virkni lyfjanna hefur leitt til aukinnar áherslu á þróun og notkun annarra aðferða til af- lúsunar. Þar á meðal er með- höndlum eldislaxsins í volgu vatni og einnig fersku vatni. Þá hefur notkun náttúrulegra varna- eða hreinsifiska til af- lúsunar einnig aukist á sein- ustu árum. Í Noregi var vara- fiskur eða bergsnapi upphaf- lega notaður í þessum tilgangi og var hann þá veiddur í gildrur úti í náttúrunni og svo fluttur lifandi í eldiskvíarnar. Í seinni tíð hafa hrognkelsi einnig komið til sögunnar sem mjög öflugur hreinsifiskur og er þá um að ræða seiði sem klakin eru út í klak- eða til- raunastöðvum. Þess má geta að undanfar- in 5 ár hefur tilraunastöð Haf- rannsóknastofnunar að Stað við Grindavík framleitt hrogn- kelsaseiði (um 250 þúsund seiði 2018) sem seld hafa verið til notkunar við aflúsun í lax- eldi í Færeyjum. Fyrirtækið Stofnfiskur hefur einnig fram- leitt hrognkelsaseiði og selt til Færeyja (um 2,5 milljónir seiða). Í Færeyjum hafa hrognkelsin skipt sköpum í laxeldinu og betri leið til varnar sýkingu virðist ekki fyrir hendi. Færeyingar geta ekki framleitt grásleppuseiði sjálfir og mega ekki flytja þau inn frá Noregi vegna hættu á sjúkdómum. Þess vegna kaupa þeir seiði frá Íslandi. Árið 2017 voru framleiddar í Noregi um 33 milljónir hrognkelsaseiða, að verðmæti um 10 milljarða íslenskra króna, til notkunar við aflúsun. Staðan á Ísland Vegna lágs hitastigs sjávar að vetri hefur ekki verið talin mikil hætta á að laxalúsin kunni að valda verulegum skaða í laxeldi hér við land. Sjávarhiti hefur hins vegar farið hækkandi við landið á undanförnum árum og á sama tíma hefur laxeldi í sjó hér við land einnig aukist. Ef allar áætlanir laxeldisfyrirtækja ganga eftir mun laxeldið nema tugum þúsundum tonna á Vestfjörðum og sömuleiðis stefnir í sambærilegt magn á Austfjörðum. Ef ekki verður gætt ítrustu varúðar og fylgt vinnureglum sem taldar eru geta dregið úr sýkingu af völdum laxalúsar vofir yfir sú hætta að laxalúsin geti orðið vandamál í laxeldi hér á landi líkt og víða annars staðar í heiminum. Samfara því er og hætta á að lúsin berist í nátt- úrulega stofna sem ganga úr ferskvatni til sjávar í fæðuleit og eiga leið framhjá lúsarsmit- uðum laxi í eldiskvíum. Nýlegar tilraunir í Noregi á þroska laxalúsar frá lirfustigi og yfir á copepodit-stig við mismunandi hitastig (3, 5, 7, 10, 15 og 20 °C) leiddu eftirfar- andi í ljós: 1. Samanlagður þroskunartími lirfu- og co- pepodit-stiga var lengstur við 5 (22 dagar) og stystur við 20 °C (9 dagar). 2. Klakprósenta eggja var hæst við 15 og 20 (100%) og lægst við 3 °C (50%). 3. Lúsin hrygndi við lágan hita (3 °C) og um 50% eggja klöktust út en aðeins lítill hluti lirfa þroskaðist yfir á copepo- dit-stig. 4. Smitgeta copepodit- lirfa var engin við 3 °C og mjög lág við 5 °C, náði há- marki við 10 °C (55%) en lækk- aði svo aftur við 20 °C (40%). Þegar þessar niðurstöður eru hugleiddar í samhengi við sjávarhita á Vestfjörðum er ljóst að laxalús getur auðveld- lega lifað við þær aðstæður sem þar er að finna. Á hlýjum sumrum eins og t.d. árin 2016 og 2017 (4. mynd) getur sjáv- arhiti farið yfir 10 °C í um 2 mánuði og við þann hita er smitgeta laxalúsar hvað mest. Því sýnist ljóst að smithætta og sýking af völdum laxalúsar er vissulega til staðar haldist sjávarhiti jafn hár og verið hefur. Í skýrslu dýralæknis fisk- sjúkdóma fyrir árið 2015 kem- ur fram að laxalús hafi látið lítið á sér bera en hins vegar talið að með auknu sjókvíaeldi Fiskirannsóknir ■ 2. mynd. Lífsferill laxalúsar (sjá nánar í megin texta). Aðlagað frá N. Ekaterina (2015), upprunalega frá Krist- ofersen, R. (2014). ■ 3. mynd. Laxalýs sem fundið hafa réttan hýsil. Kvendýrin eru þekkjanleg á löngum eggjastrengjunum sem festir eru við afturbolinn. Ljósm. Lars Are Hamre, Salmon Lice Research Centre, Háskólanum í Bergen.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.