Ægir - 2019, Blaðsíða 24
24
sé viðbúið að hún geri vart
við sig í frekara mæli. Haustið
2016 og fram á vor 2017 mátti
samfara einmuna hlýindum
greina aukið lúsasmit í laxeldi
á vissum svæðum á Vestfjörð-
um. Í framhaldi heimilaði Mat-
vælastofnun í samráði við
fisksjúkdómanefnd nokkrum
sinnum lyfjameðhöndlun gegn
lúsinni þar sem sýking var
hvað mest. Haustið 2018 voru
síðan hrognkelsaseiði, sem
framleidd voru í tilraunastöð
Hafrannsóknastofnunar að
Stað við Grindavík og einnig
hjá Stofnfiski, notuð af laxeld-
isstöð á Vestfjörðum í fyrsta
sinn í sambandi við tilraunir
til þess að stemma stigu við
lúsinni (5. mynd). Þessi tilraun
er talin hafa gefist vel, afkoma
seiðanna í kvíunum var góð,
þau tóku vel til matar síns og
smitálag minnkaði.
Niðurlag
Eins og að framan segir er
laxalúsin talin einn mesti
skaðvaldur sem laxeldið í
heiminum stendur frammi fyr-
ir. Árið 2016 var útflutnings-
verðmæti laxeldis í Noregi 854
milljarðar íslenskra króna (á
núverandi gengi). Fram-
leiðslutap vegna laxalúsar var
sama ár talið 139 milljarðar
eða um 16% af útflutnings-
verðmæti. Þar er um að ræða
dauðsföll á fiski í kvíum,
aukna vinnu og kostnað við
aflúsun, kostnað við lyfjameð-
ferð, þyngdartap af völdum
streitu o.fl. Aðgerðir gegn lax-
alús eru kostnaðarsamar en
mjög mikið er einnig í húfi. Í
Noregi eru í gildi reglur um
fjölda lúsa sem leyfilegur er á
laxi í eldiskvíum og Norska
matvælastofnunin vinnur
samkvæmt ákveðnum reglum
um hvernig berjast skuli gegn
sníklinum. Þannig mega ekki
vera fleiri 0,5 fullorðin kven-
dýr á hverjum fiski í eldisstöð.
Fiskeldisstöðin ber ábyrgð á
því að fjöldi lúsa sé undir
þessu viðmiði og misbrestur
getur þýtt að slátra verði fiski
í viðkomandi kví eða stöð.
Íslensk löggjöf kveður ekki
á um vöktun lúsar en Mat-
vælastofnun vinnur að því að
útbúa leiðbeiningar um vökt-
un á lús sem hafa það að
markmiði að samræma vinnu-
brögð við talningu og þá mat
á líklegri sýkingu. Þar til slík
samræmd og skipulögð talning
kemur til framkvæmdar er
mikilvægt að eldisstöðvar
fylgist reglubundið með
ástandi í eldiskvíum til þess
að geta gripið til réttra og
bestu varna í tíma.
Laxalús er náttúrlegur íbúi
í vistkerfi sjávar við Ísland. Á
þeim svæðum við landið þar
sem fiskeldið er hvað um-
fangsmest eru umhverfisað-
stæður þær að það er á mörk-
unum að lúsin geti þroskast
eðlilega og fjölgað sér. Um-
hverfisaðstæður við Ísland
eru hins vegar mjög breytileg-
ar og þar skiptast á köld og
heit tímabil. Skilyrði í sjónum
þar sem umfangsmikið eldi er
stundað þurfa því ekki að
breytast mikið til þess að lúsin
nái sér verulega á strik.
Litlar sem engar rannsókn-
ir hafa hins vegar verið gerð-
ar á laxalús í sjónum hér við
land. Aukin þekking á allri líf-
fræði lúsarinnar við íslenskar
aðstæður verður teljast mikil-
væg þegar kemur að baráttu
gegn smiti. Því er ekki úr vegi
að Hafrannsóknastofnun hefji
í samstarfi við stærstu eldis-
fyrirtækin rannsóknaverkefni
þar sem ítarlega væri fylgst
með lífssöguþáttum laxalúsar,
m.a. áhrifum hitastigs á klak,
lífvænleika eggja og ungviðis,
þroskunarferil, afföll, samspil
við hýsilinn í eldiskvíum og
náttúrlegan fisk í nærliggj-
andi umhverfi.
Helstu heimildir
Abolofia, J., Wilen, J. E. 2017. The
Cost of Lice: Quantifying the
Impacts of Parasitic Sea Lice on
Farmed Salmon. Marine Resource
Economics 32, 329-349.
Matvælastofnun. 2017. Ársskýrsla
dýralæknis fisksjúkdóma 2017.
http://www.mast.is/library/
Sk%C3%BDrslur/Arsskyrsla-
dyralaeknis-fisksjukdoma-2017.
pdf
Boxaspen, K. Naess,T. 2000. Deve-
lopment of eggs and the plankto-
nic stages of salmon lice (Lepeop-
htheirus salmonis) at lowtempe-
ratures. Contributions to Zo-
ology, 69, 51–55.
Ekaterina, N. 2015. The role of
“green” licences in defining envi-
ronmental controls in Norwegian
salmon aquaculture. MS thesis in
International Fisheris Manage-
ment. University of Tromsø. 84
bls.
Hamre LA, Eichner C, Caipang
C.M.A, Dalvin S.T, Bron J.E, et al.
(2013) The Salmon Louse Lepeop-
htheirus salmonis (Copepoda:
Caligidae) Life Cycle Has Only
Two Chalimus Stages. PLoS ONE
8(9): e73539. doi:10.1371/journal.
pone.0073539
Heuch, P., Nordhagen, J., Schram,
T. 2000. Egg production in the
salmon louse (Lepeophtheirus
salmonis (Kroyer)) in relation to
origin and water temperature.
Aquaculture Research, 31, 805-
8014.
https://slrc.w.uib.no/about-sea-
lice/the-atlantic-salmon-louse/
https://www.ey.com/The-Nor-
wegian-Norwegian-Aquaculture-
Analysis-2017.pdf.
Kristoffersen, R. (2014). Fish pa-
rasites [PDF file]. Retrieved May
5, 2015, from https://fronter.com/
uit/links/files.
phtml/1710667215$638644855$/
Arkiv/FISH+HEALTH+_
prcent_26+DISEASES/Bio2508_
FishParasites_2014.pdf
Ljungfeldt, L.E.R., Quintela, M.,
Besnier, F., Nilsen F., Glover, K.A.
2017. A pedigree-based experi-
ment reveals variation in sal-
inity and thermal tolerance in
the salmon louse, Lepeophtheirus
salmonis. Evolutionary Applica-
tions, 10, 1007-1019.
Valdimar Gunnarsson. 2014. Lax-
alús og eldi laxfiska í köldum sjó.
Sjávarútvegurinn – Vefrit um
sjávarútvegsmál. 14, 1-5.
Dalvin, S. 2016. Temperaturens
innflytelse pa lakseluselarver.
ISSN 1893-4536. Rapport fra Hav-
forskningen. Nr 3. 2016, 10 pp.
■ 4. mynd. Ársferlar yfirborðshita í sjónum við Æðey í
Ísafjarðardjúpi árin 2015, 2016 og 2017.
■ 5. mynd. Hrognkelsaseiði í tilraunastöð Hafrannsókna-
stofnunar (6 mánaða gömul, 5-7 cm, 20-40 grömm) tilbúin
til þess að takast á við laxalúsina.
Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir, Hafrannsóknastofnun.