Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 22

Ægir - 2019, Blaðsíða 22
22 Laxalús (Lepeophtheirus salmonis) er algengasta sníkjudýrið á eldislaxi og eitt stærsta vandamálið sem laxeldi í heiminum stendur frammi fyrir. Með auknu laxeldi við strendur Íslands hefur umræða um laxalús og skaðsemi hennar orðið meira áberandi. Lítið hefur hins vegar verið ritað um laxalús og líffræði hennar á íslensku og því er hér reynt að bæta þar úr. Skaðsemi Laxalús er flatvaxið utan- áliggjandi sníkjudýr á laxfisk- um (1. mynd). Hún telst til krabbaflóa og er því skyld t.d. rauðátu sem er mikilvægur þáttur í fæðu flestra fiski- stofna sem nýttir eru hér við land. Fæðunám lúsarinnar felst í því að festa sig á fisk- inn (hýsilinn) og éta slím, roð og blóð hans. Þegar sýking er takmörkuð eru lýsnar nánast skaðlausar en valda þó vissum óþægindum eða kláða. Þegar hins vegar fjöldi lúsa á hýslin- um verður mikill valda þær álagi og skaða með áti sínu og skapa síðan skilyrði fyrir önn- ur vandamál eins og t.d. bakt- eríu- og sveppasýkingar og geta haft áhrif á osmótískt jafnvægi hjá fiskinum. Í sam- einingu geta þessi áföll haft áhrif á vöxt laxins, lækkað söluverðmæti og dregið hann til dauða. Við náttúrlegar aðstæður er laxalúsin aðlöguð að lífi í úthafinu þar sem að miklar vegalengdir geta verið milli einstakra hýsla. Þar sem lúsin er háð hýslinum um afkomu sína framleiða kvendýrin sem áföst eru á hýsli nokkur hundruð egg á skömmum tíma til þess að auka lífslíkur af- kvæma sinna (þ.e. lirfanna). Við náttúrulega aðstæður eru það aðeins örfáar af lirfunum sem finna nýjan hýsil og geta fjölgað sér. Í eldiskvíum eru aðstæður hins vegar mjög frá- brugðnar því þar kunna að vera allt að 200 þúsund laxar í hverri kví fyrir lýsnar til þess að festa sig á. Á hverju eldis- svæði geta svo verið átta til tíu slíkar kvíar. Eldisumhverf- ið er í raun umbreytt á þann hátt miðað við náttúrlegt um- hverfi, að það eykur mjög hæfni eða líkur laxalúsar til þess að lifa af. Lífsferill Líkami laxalúsarinnar er um- lukinn harðri kítínskurn eða skel og því þarf hún að geta haft skelskipti til þess að vaxa, en þá losar hún sig við gömlu skelina og myndar aðra stærri. Lífsferill laxalúsar hef- ur átta þroskastig, þ.e. naup- lius-stig I og II, copepodit-stig, chalimus-stig I og II, ókyn- þroska fullorðinsstig I og II og loks kynþroska fullorðinsstig karl og kvendýra (2. mynd). Lífsferill laxalúsar hefst með því að lirfur klekjast úr eggjum sem kvendýr hrygna. Lirfurnar eru sviflægar og synda þær eða rekur um með straumum í efri lögum sjávar. Þær hafa forðanæringu pró- teina og fitu sem gerir þeim kleift að lifa í um 12 daga meðan þær eru leita að hent- ugum hýsli. Þroskun lirfanna er mjög háð hitastigi og eftir um 5 daga við 10 °C hafa þær hamskipti. Við fyrstu tvö hamskiptin verða á lirfunni verulegar útlitsbreytingar og hún þroskast á copepodit-stig. Þá er hún nægjanlega þroskuð til þess að festa sig á hentug- an hýsil en það gerir hún með framlimum sem ummyndaðir eru í sérstaka festikróka. Þeg- ar ungviðið hefur fest sig við hýsilinn er það orðið að sníkli og er algerlega háð hýslinum það sem eftir er. Áður en ungviðið þroskast á chalimus-stig myndar það sérstaka þræði frá framboln- um sem límast við hýsilinn. Þannig er tryggt að dýrið haldist fast á hýslinum þegar það hefur hamskipti og vex frekar. Á síðara chalimus-stigi er undir smásjá í fyrsta sinn unnt að greina sundur hvort einstök dýr séu karl- eða kvendýr. Þegar laxalúsin hef- ur þorskast á ókynþroska full- orðinsstig getur hún hreyft sig um að vild á hýslinum. Það er þá sem lúsin fer að valda laxinum mestum skaða enda hefur hún stækkað og getur einnig nærst á stærra yfir- borði hans. Að loknum síðustu skelskiptunum verða loks til kynþroska kvendýr og karl- dýr. Þá hefur lúsin náð fullum þroska og er fær um að æxl- ast. Fullorðið kvendýr er að jafnaði um 12 mm og karldýr um 6 mm. Kvendýrin bera eggin í tveimur eggjastrengj- um sem festir eru við einn af halaliðunum. Eggjastrengir eru oftast um 30 mm og með um 150-300 eggjum. Lengstu eggjastrengir geta hins vegar verið allt að 50 mm langir og innihaldið allt að 700 egg. Við 10 °C hita getur fullþroska lax- alús þroskað nýja eggjastrengi á 10 daga fresti og alls hrygnt um 10 pörum sem aftur getur þýtt nokkur þúsund afkvæmi á fáeinum mánuðum (3. mynd). Líkt og hjá flestum dýrum með misheitt blóð hefur um- hverfishiti áhrif á þroskun, líkamsstærð og frjósemi laxa- lúsar. Kjörhitasvið laxalúsar er talið vera 7-15 °C og hitinn Laxalús, skaðvaldur í laxeldi Höfundar eru Ólafur S. Ástþórsson og Hafsteinn G. Guðfinns- son starfsmenn Hafrannsóknastofnunar. ■ 1. mynd. Laxalús á yngri þroskastigum. þ.e. copepodit-stig, chalimus-stig I og II, og ókynþroska fullorðinsstig I. Einnig eru sýndir gráleitir og gagnsæir hamir sem lúsin losar sig við þegar hún vex frá einu þroskastigi á annað. Ljósm. Lars Are Hamre, Salmon Lice Research Centre, Háskólanum í Bergen.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.