Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 33

Ægir - 2019, Blaðsíða 33
33 Störfin færast til en stóra málið er að af- kastagetan eykst. Því fer þess vegna fjarri að hægt sé að fullyrða að störf hverfi í fiskiðnaði með aukinni sjálf- virkni og tæknivæðingu. Þegar við- skiptavinir koma til okkar með óskir um tæknibreytingar í sínum húsum eru þeir fyrst og fremst með markmið um aukna nýtingu og betri gæði afurða. Þegar um er að ræða vinnslur með mikið magn vega þessir þættir þyngst og þar af leið- andi er ekki endilega verið að horfa í störfin sjálf. En samt horfa menn mjög til þess að leysa með sjálfvirknivæðingunni af hólmi einhæfð og erfið störf,“ segir Kristján. Sjálfvirkninni tekið fagnandi í Kanada Í starfi sínu hefur Kristján góða yfirsýn á þróun fiskvinnslunnar víða um heim og hann segir að víðast hvar annars staðar en á Íslandi sé erfitt að fá fólk til starfa í fiskiðnaði og þess vegna sé knýj- andi að auka sjálfvirkni. „Þetta hefur enn sem komið er ekki verið vandamál á Íslandi þó við sjáum einhver merki þess að þróunin verði í þessa átt í framtíðinni. Birtingarmynd þessa er einna verst á Nýfundnalandi og í Kanada þar sem varð algjört hrun í þorskstofninum fyrir 15-20 árum. Í kjöl- farið lagðist vinnsla nánast af en núna er þorskurinn að koma upp aftur en þá er fiskvinnsluþekkingin hins vegar töp- uð. Því verða Kanadamenn að byrja á núlli og taka þar af leiðandi sjálfvirkni- möguleikum sem við getum boðið í fisk- vinnslunni opnum örmum. Og þetta er af þeirri stærðargráðu að kanadíska ríkið þarf að hjálpa til þar sem þetta er líka byggðamál og mikilvægt til að koma fót- unum undir fiskiðnað á nýjan leik,“ segir Kristján. Engin takmörk á tæknimöguleikunum Hin eina endanlega og fullkomna tækni verður líkast til aldrei fundin upp og þó talað sé um skref inn í fjórðu iðnbylting- una í fiskvinnslu segir Kristján að alltaf séu mikil tækifæri í sjónmáli. „Tækifærin eru mýmörg og erfitt að leggja mælistiku á hvar við nákvæmlega stöndum í dag gagnvart fjórðu iðnbylt- ingunni, hvort við erum komin 20% eða 50% á veg, svo einhver viðmiðun séu nefnd. Það er auðvitað huglægt mat hvar tæknin endar og hvort hún á sér einhver takmörk. Í þeirri tækni sem er þungamiðja okkar þróunar í dag, þ.e. vatnsskurðar- og röntgentæknin, eru gríðarleg tækifæri ennþá ónýtt og þess utan miklir möguleikar til að nýta ró- bótatækni inn í vinnslunum í afurða- stýringum, pökkun og þess háttar. Ég sé næstu byltingu felast í því að núverandi tækni sé nýtt til að búa til nýjar vörur, ekki þessa hefðbundnu bita sem við þekkjum og höfum þekkt lengi. Tæknin býður okkur upp á að skera fiskinn á hvaða hátt sem er og þannig geta orðið til nýir bitar sem einfaldlega stækka af- urðamarkaðinn og auka þar með verð- mætið. Ég skynja að markaðarnir eru núna að uppgötva hvað hægt er að gera og þá fara að koma fyrirspurnir til fram- leiðenda um vörur sem þeir hafa ekki áður framleitt. Á þessu sviði tel ég fyrir- sjáanlega hvað mestu breytinguna á komandi árum. Þetta er liður í að mæta nútíma neytandanum, unga fólkinu sem vill hentuga, góða og holla vöru til mat- reiðslu,“ segir Kristján. Hráefnisgæði forsenda þess að nýta vinnslutæknina Lykilatriði í vöruþróun eru afurða- og hráefnisgæði sem Kristján segir óum- deilanlega hafa batnað í hvítfiskiðnaðum á Íslandi síðustu ár en halda þurfi mark- visst áfram á sömu braut. „Hvítfiskurinn þarf að ná meiri stöð- ugleika í gæðum, ekki bara á Íslandi heldur um allan heim. Við eigum mikið undir því og getum tekið t.d. laxaafurðir sem fyrirmynd. Skilningur á gildi kæl- ingar til að auka hráefnisgæði hefur stóraukist hér á landi undanfarin ár en ■ Kristján Hallvarðsson, sviðsstjóri sölusviðs Völku ehf. Fiskvinnslan

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.