Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 18

Ægir - 2019, Blaðsíða 18
18 þrjú,“ segir Rósa en ein af nýjum vélum í húsinu er flökunarvél fyrir stóran fisk sem mikilvægt þótti að fá inn í vinnsluna til að mæta þeirri þróun hefur verið undangengin ár að þorskurinn hefur sí- fellt orðið vænni. „Sem betur fer erum við þó farin að sjá merki um meiri blöndun og smærri fisk jafnhliða. Það er merki um nýliðun í þorskstofninum. Og sannarlega jákvætt merki um þróun stofnsins.“ Góð yfirsýn lykilatriði Rósa segir það mikið átak fyrir allt starfsfólk vinnslunnar að takast á við þessar breytingar í sinni daglegu vinnu. „Aðdragandinn að þessu var langur en á meðan á undirbúningi og framkvæmdum stóð gættum við þess að halda starfs- fólkinu okkar vel upplýstu, gefa því kost á að spyrja og fylgjast vel með. Ég held að þetta hafi átt sinn þátt í hversu vel okkur hefur gengið að koma nýju vinnsl- unni í gang en eins og ég sagði áðan þá erum við sem stjórnum vinnslunni líka í miklu lærdómsferli. En við förum líka þannig í þetta að taka skref fyrir skref. Síðar í ferlinu mun svo starfsfólkið á gólfinu taka meiri þátt í skráningarferl- um og slíku í vinnslunni, eins og kerfið býður upp á. Þannig reikna ég t.d. með að starfsmaður í móttöku verði með eig- in spjaldtölvu þar sem hann fylgir eftir skráningu afurða inn í vinnslunna og tölvukerfin. Að baki búnaðinum frá Mar- el erum við með Innova skráningarkerfi frá þeim og vinnum einnig með WiseFish kerfið frá Wise þannig að upplýsinga- kerfin að baki vinnslunni gefa okkur stöðuga og góða yfirsýn. Og að sjálf- sögðu færa þessi upplýsingakerfi okkar rekjanleika á framleiðslunni sem mikil- vægt er að geta sýnt kaupendum fram á. Eitt af því sem við höfum lengi gert um- fram margar aðrar vinnslur af þessari stærðargráðu er að við höfum framlegð- arreiknað hvern einasta vinnsludag jafnóðum og þannig haft mjög góða yfir- sýn á hvað skilar okkur mestum ávinn- ingi. Þetta munum við gera áfram og getum haft enn meiri yfirsýn með þess- um upplýsingakerfum. Góð yfirsýn er lykilatriði,“ segir Rósa. Flutningsleiðirnar mikilvægar Árið 2015 var fyrsta árið sem ferskar af- urðir urðu stærri hluti framleiðslu G.Run og sú vinnsla verður í forgangi í nýja húsinu. Stærsti markaðurinn er í Frakk- landi en afurðir fara einnig á Bretland og frystar afurðir til Bandaríkjanna og Þýskalands, líkt og áður. „Við þróuðumst líkt og margar aðrar vinnslur úr klassísku frystihúsi yfir í ferskfiskvinnsluna. Sú vinnsla byggir að stærstum hluta á góðum flutningsleiðum og t.d. nýtum við mikið flutning með Mykenes frá Þorlákshöfn á föstudags- kvöldum. Það þýðir að varan er komin til kaupenda okkar í Frakklandi á mánu- degi. Við sendum líka fisk með Norrænu frá Seyðisfirði, svo dæmi séu tekin. Flutningsleiðirnar eru grundvöllurinn fyrir ferkfiskframleiðslunni og skipa- flutningar ódýrari en flugið,“ segir Rósa. Hún segir breytinguna á sjávarút- veginum síðustu árin sýna hversu spennandi þessi grein er. Því þurfi að koma betur til skila til ungs fólks. „Ég held að okkur takist illa að koma því til ungs fólks hversu áhugaverður iðnaður er yfir höfuð á Íslandi. Það á við um fiskvinnsluna sem og aðrar iðn- greinar. Á tímabili þótti ekkert vit í öðru en fara í bóknám og upp í háskóla frekar en í iðngreinar. Við verðum að meta iðn- menntunina meira og laga þetta sam- félagsmein í hugsun. Fyrir ungt fólk er sjávarútvegur áhugaverður starfsvett- vangur en okkar vandi er sá hversu fljótt er farið í skotgrafirnar í umræð- unni þegar talað erum greinina. Um leið og okkur tekst að komast með greinina upp úr þessum farvegi þá mun sjávarút- vegurinn blómstra enn meir.“ ■ Séð yfir vinnslusalinn. „Hér er allt nýtt, ef frá eru taldar flökunarvélar sem við áttum fyrir og svo við sjálf, starfsfólkið,“ segir Rósa framleiðslustjóri. ■ Samvalsbúnaður fyrir pökkun á ferskum afurðum. Tölvukerfið að baki vinnsl- unni sér til þess að velja saman afurðir af mikilli nákvæmni í þyngdum. Þegar mikið magn er framleitt á árs grundvelli, líkt og í vinnslu G.Run, þá skiptir þessi nákvæmni miklu máli.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.