Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 17

Ægir - 2019, Blaðsíða 17
17 hugsun okkar sjálfra mesta hindrunin í því hvað við getum gert með þessari tækni. Það tekur okkur einfaldlega tíma í byrjun að átta okkur á hvaða möguleik- ar öll tæknin í salnum býður okkur upp á,“ segir Rósa. Óskir kaupenda leiða þróunina Aukinn fjölbreytileika í bitaskurði og þar af leiðandi í afurðaflokkum segir Rósa vera þróun sem fyrst og fremst leiði af óskum kaupenda sjálfra. „Viðskiptavin- urinn vill fá fiskinn skorinn fyrir sig á þennan eða hinn háttinn og þær óskir reynum við að uppfylla. Þetta er ekki þannig að við skerum flökin niður á ein- hvern ákveðinn hátt eftir okkar hug- myndum heldur eru það viðskiptavinirn- ir sem hafa ákveðnar þarfir. Þetta geta verið aðilar sem selja fisk í bökkum í smásöluverslunum eða til veitingahúsa og auðvitað skiptir máli að varan sé sé sem líkust í stærð og þyngd, hvort held- ur er í kæliborðinu í versluninni eða á diskum gesta veitingahúsanna. Því það er nú einu sinni þannig að við borðum líka með augunum. Þetta snýst því um vöruvöndun og gæði, númer eitt, tvö og Fiskvinnslan ■ Rósa Guðmundsdóttir framleiðslustjóri G.Run segir vinnsluna gjörbreytta frá því áður var. „Hér eru allir í öðruvísi starfi en þeir voru áður.“ ■ Unnið við pökkunarlínu fyrir ferskar afurðir.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.