Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 26

Ægir - 2019, Blaðsíða 26
26 Vísir hf. í Grindavík er eitt þeirra sjávarútvegsfyrir- tækja sem hefur tekið tæknina í sína þjónustu í samvinnu við Marel og ár- angurinn hefur ekki látið á sér standa. Skurðarvélar af gerðinni Flexicut frá Marel voru fyrsta skrefið í upp- byggingu tæknivæddrar nú- tíma fiskvinnslu, sérstök gæðaskoðunarlína, Innova upplýsinga- og skráningar- kerfi og loks pökkunarróbóti frá Marel hafa leitt til þess að afköst hafa tvöfaldast og nú tæki það vinnsluna ekki nema tvo daga að framleiða fiskmáltíð fyrir hvert mannsbarn á Íslandi. Aflinn stærðarflokkaður um borð í Sighvati Ægir leit við hjá Ómari Enoks- syni yfirmanni tækniþróunar hjá Vísi og fór yfir gang mála hjá þeim. Við byrjuðum á veið- unum. Vísir gerir út fimm stóra línubáta og tvær trillur. Sú nýjung er í einum af línu- bátunum, Sighvati GK, að afl- inn er stærðarflokkaður um borð. Fiskurinn kemur því flokkaður í land. „Við getum tengt okkur um borð og séð hvað hann er að fiska, við sjáum þyngdardreif- inguna á fiskinum, lengd og margt fleira. Fyrir vikið get- um við látið söludeildina okk- ar fá þessar upplýsingar til að vinna úr. Sem dæmi um gang mála má nefna að Sighvatur fer á sjó í dag. Hann byrjar að draga á morgun. Hann kemur í land eftir fimm til sex daga. Eftir tvo daga getur söludeild- in fengið upplýsingar um samsetningu aflans og byrjað að selja afurðirnar því það er vitað hvað er að koma í land. Hinir bátarnir koma með Tæknin tvöfaldar afköstin Vísir hf. í Grindavík tekur í notkun róbóta við pökkun á ferskum fiski ■ Ómar Enoksson yfirmaður tækniþróunar hjá Vísi er ánægður með ávinninginn af tæknivæðingunni en telur að enn sé hægt að gera betur.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.