Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 28

Ægir - 2019, Blaðsíða 28
28 „Með allri þessari tækni, skurðarvél, gæðaskoðunarlínu og betri stýringu flæðis erum við búin að losa okkur við 80 til 90% af öllum bökkum úr húsinu vegna þess að það er hvergi uppsöfn- un í kerfinu. Það er að segja þegar ákveðið mörg flök eru komin inn á skurðarvélina, hægir hún sjálf á gæðaskoðunarlínunni og sú lína hæg- ir svo sjálfkrafa á flökunarvélunum. Ef gæðaskoðunarlínuna vantar svo meira, eykur hún hraðann á flökunar- vélunum rólega á ný. Þess vegna er aldrei uppsöfnun á gæðalínunni, því hún hægir á flökuninni og það er aldrei uppsöfnun á skurðarvélina, því þegar hún er orðin full hægir hún á gæðalínunni. Þannig er flæðið jafnað yfir allan daginn og í raun aukum við afköstin með því að hægja á húsinu. Áður fyrr, þegar línan var orðin yfirfull, vorum við að setja flökin í bakka og ef skurðarvélin hafði ekki undan settum við flök í bakka. Bakk- arnir söfnuðust svo upp og svo var kannski farið í það eftir tvo tíma að tæma þá inn á skurðarvélarnar, en þá var búið að tapa vökva og gæðin orð- in slakari. Nú er markmiðið hjá okkur að vinna 50 flök á hvorri skurðarvél og því þjónar ekki neinum tilgangi að vera að snyrta 70 til 80 flök. Það leiðir bara til uppsöfnunar. Áður þurfti kannski að stoppa flökunina korteri fyrir kaffi og 20 mínútur fyrir mat til að vinna úr bökkunum. Nú er bara keyrt þar til klukkan hringir.“ Bökkunum útrýmt an. Við erum búnir að segja honum hvað kassinn á að vera þungur, hver meðal- þyngdin á að vera og hvað við ætlum að setja mörg stykki í kassann. Hann tekur svo bara á fullu til við að raða í kass- ann með miklu meiri ná- kvæmni í vigt og raðar mjög vel í kassana. Þegar við sjáum svona góðan árangur með þessum róbóta endum við lík- lega í þremur eða fjórum áður en við vitum af.“ Erum rétt að byrja! Tækninni fleygir fram. En hve langt er hægt að fara í þeim málum? „Við héldum að þegar við vorum komnir með Flex- icut skurðarvélarnar yrði ekki lengra komist. Við byrjuðum á því verkefni með Marel og þegar við sáum árangurinn þá var þetta hugsunin. En svo sáum við að hægt væri að ná meiri árangri með því að setja upp gæðaskoðunarlínu fyrir framan skurðarvélarnar. Hún var svo komin inn í vinnslu- línuna hjá okkur fyrir einu og hálfu ári og gengur mjög vel. Svo kom pökkunarróbótinn og enn jókst árangurinn og nú held ég að við séum rétt að byrja. Framfarirnar í fisk- vinnslu á síðustu fimm til sex árum eru hreinlega ótrúlegar. Við erum til dæmis með róbót- anum að taka út einhæf og leiðinleg störf en á móti fjölg- um við í gæðaeftirliti. Með þessu skapar fiskvinnslan fjöl- mörg störf í tæknigeiranum sem framleiðir vinnslubúnað- inn,“ segir Ómar. 180.000 máltíðir á dag Vísir afgreiðir 30 til 40 pant- anir frá sjö á morgnana og fram að hádegi. Fisk sem fer utan með flugi frá Keflavíkur- flugvelli. Venjulega koma pantanir daginn áður en fisk- urinn fer utan, en oft kemur fyrir að pantanir berast að morgni eða þeim er breytt og þær afgreiddar fyrir hádegið sama dag. Til að setja afköstin í auð- skiljanlegt samhengi reiknar Ómar út fjölda máltíða, sem fást með því að vinna úr um 80 tonnum á einum degi. Af- urðirnar eru um 40 tonn og hæfileg máltíð af hreinum fiski er um 200 grömm. Útkom- an er ansi merkileg. Á svona degi eru framleiddar um 180.000 máltíðir. Það tekur því Vísi um tvo daga að framleiða fiskmáltíð fyrir hvert manns- barn á Íslandi og líklega ferðamennina líka. ■ Séð yfir svæði hausunar og flökunar. Allt að 80 tonn fara í gegn á einum degi. ■ Á góðum degi fara fiskmáltíðir fyrir 180.000 manns í gegnum þessa línu. ■ Séð yfir vinnslusalinn. Þar eru tvær Flexicut skurðar- vélar, gæðalína og pökkun og róbóti, sem er nýjasta viðbótin.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.