Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 15

Ægir - 2019, Blaðsíða 15
15 við höfum ekki sálf yfir að ráða nema um 60% af því magni sem við ætlum okk- ur að vinna í húsinu. Við teljum góðan grundvöll fyrir því þar sem hér er á nes- inu er verið að selja árlega 20-25 þúsund tonn af fiski á mörkuðum. Og í heild er verið að selja um 100 þúsund tonn á inn- lendum fiskmörkuðum sem við höfum lítt eða ekkert tekið þátt í. Við væntum þess að þetta nýja hús verði samkeppnifært til kaupa hráefni á fiskmörkuðunum til vinnslu,“ segir Guðmundur Smári en í heild er stefnt að því að vinna um 8000 tonn af fiski í nýja húsinu á ári. Mjög góð veiði G.Run nýtir þjónustu 5-6 fyrirtækja í sölumálum og segir Guðmundur Smári að megin þungi vinnslunnar færist nú yfir í ferskar afurðir. Stærsti markaður fyrirtækisins í þeim afurðum er Frakk- land sem hann segir að hafi stöðugt ver- ið að sækja í sig veðrið. G.Run gerir út togbátana Helga SH- 135 og Hring SH-153 sem hafa landað vikulega í Grundarfirði en Guðmundur Smári reiknar með að útgerð þeirra breytist þannig að annað þeirra landi tvisvar í viku og hitt einu sinni. „Við sækjum eingöngu hér fyrir vesturhluta landsins og fiskiríið er og hefur verið ótrúlega gott. Okkur hefur greinilega tekist vel að byggja helstu fiskistofna upp og sjáum til dæmis góða aukningu í ýsuaflanum á nýjan leik, fyrr en við átt- um von á. Sveiflur verða auðvitað alltaf í veiðinni eins og verið hefur í gegnum tíðina og fiskifræðingar tala um litla ný- liðun í karfa sem er okkur áhyggjuefni þar sem við vinnum mikið af honum. En heilt yfir þá er staðan hvað veiðarnar varðar mjög góð.“ Glæsilegur vinnustaður og allir fullir tilhlökkunar Guðmundur Smári segir að tíminn muni leiða í ljós hvort hægt verði að auka við vaktir í húsinu. „Þetta er mikil fjárfest- ing og framtíðin í fiskivinnslutækninni. Megin markmiðið er að nýta húsið sem mest og best til að það skili góðri afkomu árið um kring og við ætlum að skoða hvort mögulegt verði að bæta við hálfri vakt eða gera einhverjar breytingar sem nýta húsið enn betur. Inn í það spila ýmsir þættir, t.d. það sem rætt er við kjarasamningaborð um vinnutíma- ramma en fyrst þurfum við að læra inn á þessa nýju tækni og gera okkur grein fyrir hvaða tækifæri hún opnar okkur. Fyrstu vikurnar í húsinu lofa mjög góðu og allir eru fullir tilhlökkunar að fá þennan glæsilega vinnustað.“ ■ Í vinnslunni er sérstakur kælir fyrir ferskfiskafurðir. Kæling í gegnum allan vinnsluferilinn er lykilatriði. ■ Gæðaeftirlit og snyrting eftir flökun.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.