Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 27

Ægir - 2019, Blaðsíða 27
27 óflokkað í land og við vitum ekki samsetninguna. Sölu- deildin hjá okkur hefur stund- um verið búin að semja um sölu á ákveðnum afurðum, sem svo þarf að breyta, því við vitum ekki hver stærðar- flokkunin er, hún reynist oft öðruvísi en við héldum,“ segir Ómar. Hvert flak fær „heimilisfang“ Þegar fiskurinn er kominn inn í hús er hann flokkaður og tekinn frá sá fiskur sem á að fara í salt. Hinn er hausaður og flakaður. „Við stærðar- flokkum inn á fjórar vélar til að hámarka nýtingu. Tökum svo flökin inn á nýja gæða- skoðunarlínu. Fólkið á línunni útlitssnyrtir flakið, fjarlægir ugga og laus bein önnur en beinagarðinn. Hvert flak er svo vigtað á stæðinu hjá hverjum og einum og gefið „heimilisfang“. Eftir það slepp- ir línan flakinu á færiband sem keyrir það inn í skurðar- vélina, sem vigtar flakið og lengdarmælir og sendir þær upplýsingar aftur á gæðalín- una, sem svo raðar flökunum fyrir skurðarvélina. Ef hún finnur bein sendir hún þær upplýsingar inn á gæðalínuna til viðkomandi starfsmanns. Þar fær hann mynd á skjáinn sem sýnir honum hvar beinið er og fjarlægir það. Síðan skerum við þessi flök eftir fyrirframákveðinni for- skrift eftir því hvernig á að nýta flakið. Bitarnir eru síðan keyrðir upp á samvalsflokk- ara, þar sem pakkað er í ferskt eða inn á frost,“ segir Ómar. Mikið flæði upplýsinga Manneskjan á gæðalínunni sér hjá sér hvað hún er að taka mörg kíló á tímann, sér meðaltalið á línunni í kílóum, sér hversu mörg flök fara frá henni á mínútu og sér meðal- tal á flökum á línunni. Hún sér hvar öll bein hafa verið í hennar flökum og meðaltal beina frá línunni. Þetta sést svo allt hjá gæðastjóranum. Hann getur prentað út upp- lýsingablað fyrir hverja stöð á línunni, þar sem þessar upp- lýsingar er allar að finna. Ef um frávik er að ræða, til dæm- is í fjölda beina, fer hann nið- ur og talar við viðkomandi starfsmann til að gera betur. Ef skurðarvélin finnur bein í bitunum, hendir hún þeim frá. Það gerir hún líka við bita með losi í. „Allar þær upplýsingar sem þarna verða til fara inn á Inn- ova tölvukerfið okkar og við getum svo unnið úr þeim til að bæta vinnsluna, nýtinguna og hraðann enn frekar. Við erum nú að vinna í því að flokka flökin í vinstri og hægri til að geta sent upplýs- ingarnar til vélstjóranna, þeir sjá þá til dæmis að það er allt- af vinstra flakið sem er verra. Þá geta þeir lagað flökunina en mest af þessum beinagöll- um eru flökunargallar.“ Gríðarleg framför Árangurinn hefur verið fljót- ur að skila sér. „Þegar vinnsl- an var sett í gang var draum- urinn að ná að vinna úr 50 tonnum á dag. Við vorum í byrjun að vinna 25 til 26 tonn á löngum degi, frá sjö til hálf fimm. Í dag erum við að taka um 60 til 70 tonn í gegn á sama tíma, en erum að fara yfir 80 tonn suma dagana, sem er miklu meira en við átt- um von á. Góð snyrtikona var í fyrstu að vinna einhver 90 kíló á tímann frá sér. Nú erum við að sjá yfir 300 kíló koma frá þeim þannig að þetta er gríðarleg framför. Í þessu sambandi er rétt að benda á að nú er hún bara að útlínu- snyrta flakið en áður þurfti hún að skera beinagarðinn úr. Tæknin er tekin við því núna í skurðarvélinni. Með því að láta vélina um þetta fáum við betri nýtingu og nákvæmari bitastærð og getum framleitt nánast það sem við viljum. Við erum svo að vinna í því að láta skurðarvélina finna blóð, himnu og orma og þegar það er komið, er gæðaeftirlitið orðið nánast alveg rafrænt.“ Róbóti pakkar ferska fiskinum „Svo erum við að taka inn nýjung núna sem er róbóti frá Marel sem pakkar ferskum fiskbitum í frauðkassa, sem er eiginlega fjórða tæknibylting- in. Við erum búnir að vera að keyra hann í viku og hann er að skila okkur miklu betri ár- angri en við þorðum að vona í byrjun. Við komum honum fyrir við pökkunarlínuna, stungum í samband og hann er búinn að vera að vinna síð- ■ Þessi róbóti er nýbyrjaður að vinna fyrir Vísi. Ávinningurinn er ótvíræður. Fiskvinnslan

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.