Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Blaðsíða 10

Ægir - 2019, Blaðsíða 10
10 Aflaskipið Þórunn Sveinsdóttir VE er komið til Danmerkur þar sem það verður lengt. Togarinn var smíðaður í sömu stöð í Skagen í Danmörku og af- hentur árið 2010. Sigurjón Óskarsson, útgerðarmaður, segir að með lenging- unni fáist verulega stærra lestarrými og það geri meðal annars að verkum að hægt verði að lengja veiðiferðir. „Skipið verður lengt um 6,6 metra og kemur lengingin aftarlega á lestina þannig að við fáum talsvert meira lest- arrými að þessum breytingum loknum. Og um leið fáum við meira rými á milli- og togdekkum,“ segir Sigurjón. Aðspurð- ur segir hann þetta verkefni hafa átt sér nokkurn aðdraganda. „Skipið fór í slipp í maí í fyrra og þá varð óhapp þess valdandi að gat kom á byrðinginn. Í september kom svo í ljós að gera þyrfti betur við þessa skemmd og skoða afleiðingar hennar. Það ýtti okkur áfram með þá hugmynd að nota tæki- færið í leiðinni og ráðast í að lengja skip- ið. En við fáum talsvert meira skip að þessu loknu, komum 560 körum í lestina í stað 360 áður,“ segir Sigurjón en danska skipasmíðastöðin áformar að ljúka verk- inu um miðjan júní, jafnvel eitthvað fyrr ef vel gengur. „Við erum líka með fiskverkun og þurfum að fá hráefni í hana á meðan á breytingunum stendur. Það leystum við með því að taka togarann Bylgju VE á leigu í tvo mánuði þannig að hráefnisöfl- unin er tryggð meðan á lengingu Þór- unnar stendur.“ Merkilega gott fiskirí „Fiskiríið að undanförnu hefur verið ótrúlega gott og verið óvanalega góðar gæftir í vetur. Miðað við þennan árstíma er alls ekki hægt að kvarta. Ég hef oft í gegnum tíðina upplifað mun verra veð- urlag á þessum vetrarmánuðum,“ segir Sigurjón. Með lengdri Þórunni Sveinsdóttur verður hægt að breyta róðarfyrirkom- laginu, að sögn Sigurjóns. Landanir skipsins hafa að jafnaði verið tvær í viku en áætlað er að landa einu sinni í viku eftir lengingu. Frá því skipið kom árið 2010 hefur það verið afar aflasælt og skilað rúmlega 40.000 tonnum á land. „Sannast sagna er ég alveg hissa á því hversu gott fiskiríið var í vetur og til dæmis góð veiði á ýsu sem er okkur mik- ið fagnaðarefni. Ýsugengd hér fyrir sunnan landið hafði minnkað verulega á síðustu árum og verið rætt um að stofn- inn sé að færa sig norður fyrir land. Við gleðjumst því yfir að sjá aukningu á henni hér á suðursvæðinu á nýjan leik,“ segir Sigurjón. Aflamark Þórunnar Sveinsdóttur VE í ýsu nemur 975 tonn- um. Heildaraflamark skipsins á yfir- standandi fiskveiðiári er tæplega 5.500 tonn. Veiðigjöldin eru yfirdrifin skattheimta Mikið hefur verið rætt um stöðu smærri útgerða að undanförnum, ekki hvað síst í tengslum við breytingar á veiðileyfa- gjöldum en talað var um við breytingar gjaldanna á Alþingi að þau hafi verið minni útgerðum afar þung. Sigurjón seg- ir það rétt. „Gjöldin hækkuðu mjög hratt og við höfum þurft að greiða um 110 milljónir króna árlega síðustu ár. Það er mjög þungur skattur og er sannarlega skattur sem leggst af fullum þunga á lands- byggðina. Mér hefur þótt þetta yfirdrifin skattheimta sem við finnum verulega fyrir í rekstrinum. Ég er ekki farinn að sjá ennþá hvernig þetta kemur út eftir breytingar á lögunum í lok síðasta árs en þarna hefur verið vel í lagt að und- anförnum, svo vægt sé til orða tekið,“ segir Sigurjón. Þórunn Sveinsdóttir VE lengd í Danmörku hefur skilað yfir 40 þúsund tonnum á land á rúmum 8 árum ■ Sigujón Óskarsson, útgerðarmaður, segir fiskirí og gæftir hafa verið með besta móti að undanförnu. Aukin ýsuafli fyrir suðurströndinni sé sérstakt gleðiefni. ■ Vel hefur aflast á Þórunni Sveinsdóttur VE frá því skipið kom nýtt frá Danmörku árið 2010. Með lengingu um 6,6 metra verður hægt að koma rúmlega 50% fleiri kerum í lest, eða alls 560. Myndir: Óskar P. Friðriksson Fiskiskip

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.