Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 2019, Qupperneq 6

Ægir - 2019, Qupperneq 6
Nýtt fiskveiðiár er nú hafið og veiðiheimildum hefur verið út­ hlutað, svo sem sjá má á meginefni Ægis að þessu sinni, líkt og alltaf í septemberútgáfu blaðsins. Úthlutun aflaheimilda er í sjálfu sér ekki óvænt sem slík. Hún byggir á ákvörðunum sjáv­ arútvegsráðherra um heildarafla sem aftur eru teknar á grunni ráðlegginga Hafrannsóknastofnunar í ljósi ástands fiskistofna. Þetta samspil er í sjálfu sér það sem skiptir höfuð­ máli, þ.e. að grunnur að úthlutun aflaheimildanna liggur í vís­ indalegri vöktun á lífríkinu og þróun fiskistofnanna. Um árabil hefur vísindalegri ráðgjöf verið fylgt í aðalatriðum og verið nokkuð almenn sátt þar um þó vitanlega komi fram öndverð sjónarmið í umræðunni. Vart er við öðru að búast í jafn mikil­ vægri og víðfeðmri atvinnugrein sem á sínar grundvallarleik­ reglur undir pólitískum ákvörðunum hvað sókn í sjávaraflann snertir. Mikilvægasta atriðið er vitanlega styrk staða þorskstofnsins sem gerir að verkum að aukning er á úthlutun um 7 þúsund tonn frá fyrra fiskveiðiári er nú leyfilegt að veiða 215 þúsund tonn af þorski. Það vegur verulega á móti því að samdráttur verður milli fiskveiðiára í heildarúthlutun sem nemur 12 þús­ und tonnum sem skýrist að stórum hluta af 13 þúsund tonna samdrætti í úthlutun ýsukvóta, auk samdráttar í ufsa og nokkrum smærri kvótategundum. Öll merki voru komin fram um sterka stöðu þorskstofnsins en það atriði sem mest brennur á greininni er spurningin um loðnuna. Sveiflur í þeim stofni hafa löngum verið ráðgáta, skarpar sem þær hafa stundum verið. Loðnuleysisár eru í sög­ unni alls ekki óþekkt og sömuleiðis er ljóst að varanleg og mikil breyting á hegðun loðnunnar mun hafa áhrif til lengri tíma á þorskstofninn. Eitt eða tvö loðnuleysisár eru ekki aðalatriðið heldur hitt hvort loðnan sé til lengri tíma að breyta sínu mynstri. Það kæmi til með að hafa mikil áhrif á þorskstofninn og heildarmynd atvinnugreinarinnar. Upplýsingar um úthlutun aflaheimilda í upphafi fiskveiði­ ársins segja mikið um þróun í greininni. Í allmörg ár hafa 50 stærstu fyrirtækin í greininni ráðið yfir hátt í 90% aflaheim­ ildanna sem gefur til kynna hversu mikilvægt atriði stærðar­ hagkvæmni er. Greinin á í harðri samkeppni á afurðamörkuð­ um og þarf því alla daga að leita hagræðingarleiða til að stand­ ast hana. Í því samhengi er gjarnan minnt á að hörðustu sam­ keppnisþjóðir okkar á afurðamörkuðum búa ekki við gjaldtöku á borð við veiðileyfagjöld og raunar fleiri gjaldstofna líkt og ís­ lensku fyrirtækin þurfa að gera. Að auki þarf svo íslenskur sjávarútvegur að keppa á innlendum atvinnumarkaði, líkt og aðrir. Annað áhugavert atriði er að skoða þróun í fjölda skipa og báta sem fá úthlutun. Aðeins eru 37 skuttogarar skráðir með aflaheimild í íslenska flotanum en ef litið er aftur til úthlutunar í september 2009 þá fengu 59 skuttogarar aflaheimildir á því fiskveiðiári sem þá hófst. Og til viðbótar þarf að hafa í huga að þá var úthlutað tæplega 260 þúsund tonnum í þorskígildum en 372 þúsund þorskígildistonnum nú. Með öðrum orðum sækja færri skip og bátar talsvert meiri afla en áður. Þetta er þróun sem ekki er að sjá annað en haldi áfram að minnsta kosti um sinn. Jóhann Ólafur Halldórsson skrifar Látið úr höfn á nýju fiskveiðiári Vökvakerfislausnir Vökvadælur, vökvamótorar og stjórnbúnaður Danfoss hf. Skútuvogi 6, 104 Reykjavík, Sími: 510 4100 www.danfoss.is Stjórnbúnaður skipa. Tæknibúnaður sem ætlaður er til notkunar á sjó mætir erfiðustu hugsanlegu skilyrðum. Álag óblíðrar náttúru, miklar hitabreytingar og stöðugur ágangur af söltum sjó, eykur þörf viðskiptavina fyrir áreiðanlegan og skilvirkan búnað. Út gef andi: Ritform ehf. ISSN 0001­9038 Rit stjórn: Ritform ehf. Glerárgötu 24, Ak ur eyri. Rit stjór i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) GSM 899­9865. Net fang: johann@ritform.is Aug lýs ing ar: Inga Ágústsdóttir. inga@ritform.is Hönnun & umbrot: Ritform ehf. Suðurlandsbraut 30, Reykjavík. Sími 515­5215. Á skrift: Hálfsársáskrift að Ægi kostar 6800 kr. Áskriftar símar 515­5215 & 515­5205. Af Ægi koma út 10 tölublöð á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get ið. Leiðari 6

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.