Ægir

Årgang

Ægir - 2019, Side 8

Ægir - 2019, Side 8
8 Sjávarútvegssýningin Sjávarútvegur 2019 verður haldin í Laugardalshöll dagana 25. til 27. september næstkom- andi. Að sögn Ólafs M. Jóhannessonar framkvæmdastjóra hennar hefur sýn- ingin stækkað umtalsvert frá því hún var haldin haustið 2016 og fyllir sýn- ingin nú allt sýningarrými Laugar- dalshallar. Fjölbreytt þjónusta við greinina „Sýningin hefur vaxið mikið og mikil eft­ irspurn hefur verið eftir sýningarsvæð­ um bæði frá innlendum og erlendum að­ ilum. Mér kemur sífellt á óvart hversu fjölþætt þjónusta er í kringum íslenskan sjávarútveg en í sýningunni taka þátt bæði stór og smá fyrirtæki sem þjóna greininni og sýna allt það nýjasta á þessu sviði,“ segir Ólafur en um 120 fyr­ irtæki taka þátt og raunar má segja að þau séu mun fleiri þar sem mörg íslensk þjónustufyrirtæki kynna vörur í um­ boðssölu frá fleiri en einum erlendum framleiðanda. Greinin sem bjargaði þjóðinni Ólafur segir tilgang sýningarinnar að finna flöt fyrir bæði fagaðila og áhuga­ fólk að kynnast þróun og nýjungum í sjávarútvegi. Jákvæð þróun greinarinn­ ar muni skipta miklu fyrir velferð ís­ lensks samfélags. „Gleymum því ekki að sjávarútvegur­ inn bjargaði þjóðinni þegar allt hrundi hér fyrir um áratug. Menn eru fljótir að gleyma og líka því mikla afreki sem út­ færsla landhelginnar var á sínum tíma. Sumir vilja jafnvel afhenda þessa gull­ kistu á silfurfati, ef svo má að orði kom­ ast,“ segir Ólafur sem sjálfur er fæddur og uppalinn við sjávarsíðuna á Norðfirði. „Þar ólst ég upp við hinar miklu sveiflur í sjávarútvegi og miklar umræð­ ur um sjávarútveg sem öll þjóðin tók Sýningin Sjávarútveg- ur 2019 mun fylla alla sali Laugardalshallar ■ Ólafur gengur með forsetahjónunum Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reed og Gunnari Braga Sveinssyni, þáverandi sjávarútvegsráðherra, í gegnum sýninguna fyrir þremur árum.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.