Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Síða 10

Ægir - 2019, Síða 10
10 Fleiri bátar en áður stunduðu strand- veiðar í ár. Slæmar gæftir í ágúst leiddu til aflasamdráttar í þeim mán- uði en engu að síður er aflinn meiri en í fyrra þó meðalafli á bát sé heldur minni en þá. Sett var aflamet á veið- unum í ár en aflinn nam rúmum 10 þúsund tonnum. Þar af var þorskur 9.162 tonn, 829 tonn af ufsa og 73 tonn af karfa. Alls fóru strandveiði- bátar í um 16 þúsund róðra til að ná þessum afla tímabilsins. Hærra fisk- verð og lægra veiðigjald leiða til betri afkomu af veiðunum en áður. Leyfi- legt hámark þorskafla var 11.100 tonn og varð ljóst fyrir lok veiðitímabilsins í lok ágúst að það aflamagn næðist ekki. ■ Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Betri afkoma á strandveiðunum ■ Um 13% fleiri bátar hafa landa strandveiðiafla en í fyrra og stefndi því í að nú við lok ágústmánaðar yrði heildarafli á tímabilinu nokkru meiri en í fyrra þó leyfilegum heildarafla yrði ekki náð.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.