Ægir

Árgangur

Ægir - 2019, Síða 11

Ægir - 2019, Síða 11
11 Veðrið nægur hemill „Þetta kerfi sem notað er við strandveið­ arnar í dag hefur reynst vel. Eins og við höfum alltaf haldið fram er veður og fiskgengd á grunnslóð nægilegur hemill á handfæraveiðar smábáta. Við sáum það vel nú í ágúst þegar tíðarfarið var alveg skelfilegt. Það var algengt að þeg­ ar kom fram yfir miðjan mánuðinn þá voru menn ekki búnir að ná nema þriðj­ ungi eða helmingi þess róðrafjölda sem þeir hafa náð að meðaltali í ágúst. Þetta á við á bæði á svæðum A og B, þ.e. fyrir vestan og norðan,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smá­ bátaeigenda. Þrátt fyrir fjölgun báta var aflinn framan af ágústmánuði fjórðungi minni en hann var á sama tíma í fyrra. Veiðar í maí, júní og júlí gengu alveg þokkalega og vega þeir mánuðir þetta eitthvað upp. Reyndar var tíðarfarið fyrir norðan og austan verið slæmt í allt sumar. Það kom mikið niður á aflabrögðum hjá bátunum almennt. Meiri afli og hærra fiskverð „Það sem hefur komið á móti og við gleðjumst yfir er að mun fleiri bátar voru á veiðum nú en í fyrra, um 60 til 70 fleiri eða um 13%. Nú voru 619 bátar með löndun á móti 546 í fyrra. Við ætlum okkur að sjálfsögðu að sækja fram í strandveiðunum og efla þær. Nú er í gangi endurskoðun á meðferð og ráð­ stöfun aflaheimilda sem ríkið hefur for­ ræði yfir, 5,3% pottinum. Þar eru undir strandveiðar, línuívilnun, byggðakvóti og uppbætur vegna skel­ og rækjuveiða. Við teljum að strandveiðarnar eigi þar að njóta mikils velvilja. Þær koma hinum dreifðu byggðum landsins mjög vel og eru gott innlegg í stjórnkerfi fiskveiða. Í því kerfi þurfa menn ekki að kaupa sér kvóta en veiðar eru takmarkaðar með fjölda færarúlla, eignarhaldi, veiðisvæð­ um og tímalengd en ekki síst af tíðarfari og fiskgengd á slóðinni,“ segir Örn. „Allir hafa hins vegar notið hækkun­ ar á fiskverði á þessu ári og lægra veiði­ gjalds. Því held ég að menn verði nokkuð sáttir við árið,“ segir Örn. ■ Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. ■ Heilarveiðin á strandveiðitímabilinu fór yfir 10 þúsund tonn, sem er metafli frá því strandveiðar hófust. Smábátar Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft. Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Fjöldi sérlausna í boði, sniðnar að þörfum hvers og eins viðskiptavinar. www.stolpigamar.is Hafðu samband 568 0100 Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.