Ægir

Volume

Ægir - 2019, Page 20

Ægir - 2019, Page 20
20 Nýtt tölvu- forrit fyrir raf­ magns­ tengingar báta Fyrirtækið eTactica hefur hannað og sett upp tölvuforrit fyrir landtenging- ar smábáta við rafmagn. Forritið hef- ur verið sett upp í Sandgerðishöfn og reynist mjög vel. Þá er það einnig í notkun í Hafnarfirði og Faxaflóahöfn- um í Reykjavík. Þegar smábátur kemur í höfn í Sand­ gerði finnur skipstjórinn sér tengil í sér­ tilgerðum kössum, sem eru allir númer­ aðir. Þá er hann búinn að skrá sig áður hjá höfninni í tölvukerfið og þarf aðeins að gera það einu sinni. Þegar hann kem­ ur að byrggju slær hann inn skipsnúm­ erið sitt og númerið á tenglinum og þá tengist hann sjálfkrafa. Sama er svo þegar hann fer á sjó aftur. Þá slær hann inn tilheyrandi númer til að aftengjast. „Um hver mánaðamót tökum við stöð­ una á notkuninni og sjáum hvað hver og einn hefur notað af rafmagni og gefum út reikning í samræmi við það. Þetta er alveg sjálfvirkt, við þurfum eiginlega ekkert að líta á þetta. Við tókum þetta kerfi upp í mars og það hefur reynst algjör bylting fyrir okkur til að halda utanum rafmagns­ notkun báta. Áður var mun erfiðara að halda utan notkunina og því erum við mjög ánægðir með þetta kerfi. Stærri bátarnir eru ekki komnir inn í þetta kerfi og þeir tengja sig venjulega sjálfir og þá þarf að fylgjast með mælunum til að sjá notkunina,“ segir Rúnar Árnason, hafn­ arstjóri í Sandgerði. ■ Smábátar í Sandgerðishöfn. Ljósmynd Hjörtur Gíslason

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.