Ægir

Volume

Ægir - 2019, Page 45

Ægir - 2019, Page 45
45 Þessa dagana er unnið að uppsetn- ingu búnaðar á vinnsluþilfari nýjasta togara landsmanna, Vestmannaey VE 54, sem kom í fyrsta skipti til heima- hafnar í Vestmannaeyjum í sumar. Skipið er það fyrsta af sjö samskonar togurum sem smíðaðir eru fyrir ís- lenskar útgerðir í Vard smiðasmíða- stöðinn í Noregi en nú í lok september er von á öðru skipi fyrir sömu útgerð, Berg-Huginn ehf. í Vestmanneyjum, sem ber nafnið Bergey VE. Í kjölfarið fylgja síðan tvö skip fyrir Gjögur hf., tvö fyrir Skinney Þinganes hf. og eitt fyrir Útgerðarfélag Akureyringa hf. Gert er ráð fyrir að þau verði öll kom- in til landsins fyrir áramót en í öllum tilfellum er gengið frá vinnslubúnaði á milliþilfari og fleiri þáttum í lokafrá- gangi skipanna hér á landi. Millidekkið stærsta breytingin Nýja Vestmannaey VE tekur við af eldra og samnefndu skipi útgerðarinnar. Áhöfn flyst yfir á nýja skipið af því gamla og segir Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri að umtalsverð breyting verði á aðstöðu hennar með nýja skipinu en Birgir fylgdist með smíði þess síðustu mánuðina í Noregi og sigldi skipinu síð­ an heim til Íslands. „Mikilvægasta atriðið í mínum huga er að í nýja skipinu erum við að fá mjög stórt og rúmgott millidekk. Í nýja skipinu er það um 170 fermetrar, sem er helm­ ingi stærra en er í gamla skipinu. Miðað við stærð skipsins þá er millidekkið hlut­ fallslega mjög stórt og óhætt að orða það sem svo að skipið sé hannað utan um þetta mikilvæga rými. Fyrir utan meira rými þá er líka öll hönnun betri og löguð að þeim veiðiskap sem við erum á. Við fáum öflugri þvott, kælingu og flokkun á aflanum sem þýðir að vinnuaðstaðan fyrir áhöfnina er allt önnur en er í þeim gamla,“ segir Birgir Þór en eftir aðgerð, þvott, flokkun og kælingu aflans fer hann niður í lest þar sem við tekur svo­ ■ Vestmannaey VE 54 í innsiglingunni til Vestmannaeyja í fyrsta sinn. Myndir: Óskar Pétur Friðriksson Ný Vestmannaey VE senn tilbúin á veiðar Nýtt fiskiskip

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.