Ægir

Volume

Ægir - 2019, Page 46

Ægir - 2019, Page 46
46 kallað snúningsband sem notað er til að flytja fiskinn í körin. Sá búnaður er frá Vélsmiðjunni Þór í Vestmannaeyjum en sami búnaður hefur verið um árabil í gamla skipinu og reynst afar vel, að sögn Birgis Þórs. Vinnslubúnaður á milliþilfarinu er frá Slippstöðinni á Akur­ eyri og en þangað fór skipið eftir að það kom hingað til lands og verður lokið við að setja búnaðinn upp nú í september. Aflinn verður krapakældur en kælibún­ aður er frá fyrirtækinu Kapp ehf. Hönnun tekur mið af veiðiskapnum „Fyrirkomulagið á millidekkinu í bæði Vestmannaey VE og Bergey VE tekur mjög mið af því að við erum mest í blönduðum afla og þar af leiðandi er þorskur ekki aðaltegund hjá okkur. Í hverju holi geta því verið margar fisk­ tegundir og því hefur vinnan við aflann verið talsvert á höndum og erfið. Núna komum við til með að eiga mun auðveld­ ara með að flokka fiskinn strax í aðgerð­ inni og þegar kemur að kælingunni þá taka við rúlluflokkarar sem geta flokkað í fjóra flokka samtímis,“ segir Birgir Þór en eftir ískrapakælingu á millidekkinu fer fiskurinn niður í lest og fer þar aftur í ískrapa í ker. Sú breyting verður einnig með tilkomu nýja skipsins að gengið verður frá aflanum í minni ker en áður þ.e. í 460 l ker í stað 660 l áður. Það segir ■ Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri, segir mestu breytinguna frá eldra skipinu felast í mun stærra millidekki og betri vinnuað- stöðu sem fáist þar fyrir áhöfnina. ■ Heilarhönnun vinnuaðstöðunnar í brúnni er frá norska fyrirtækinu SeaQ.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.