Bændablaðið - 03.12.2020, Side 20

Bændablaðið - 03.12.2020, Side 20
Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 202020 Andrúmsloftið á jörðinni er sam- eign allra jarðarbúa. Loftmengun er líka alþjóðlegt vandamál og mengun í einu landi skiptir hvern einasta jarðarbúa því jafnmiklu máli. Óháð staðsetningu, kyni, eða litarhætti. Þetta hefur verið viður- kennt af alþjóðasamfélaginu í öllu talinu um loftslagsvá. Hins vegar hefur verið búið til heljarmikið kolefnishagkerfi í kringum þetta þar sem jafnræði milli jarðar- búa er víðsfjarri. Í því kerfi geta stórþjóðir sem menga mjög mikið komið mun betur út en smáþjóð- ir, vegna niðurdeilingar losunar á CO2 á íbúafjölda. Kerfið sem opinberlega er notast við til að gefa út samanburðartölur um losun þjóða á gróðurhúsaloft- tegundum reiknar mengun út frá hlutfalli losunar CO2 á hvern íbúa í einstökum löndum. Þessi aðferðar- fræði gefur stórundarlegar niður- stöður þegar horft er á rauntölur um losun gróðurhúsalofttegunda og í heildarsamhengi hlutanna. Einnig út frá þeirri staðreynd að andrúmsloftið er hreyfanlegur massi sem hringsólar með veðrakerfum umhverfis jörðina. Ástæðan er að dreifing jarðarbúa er mjög breytileg og flatarmál lands á hvern jarðarbúa mjög mismunandi eftir löndum. Staðsetning mengunar- valda, eins og stórra verksmiðja og kolaorkuvera, er líka mjög breytileg þannig að eitt álver í fámennu og dreifbýlu landi getur gefið því mun hærri mengunarstuðul en 100 álver í fjölmennu og þéttbýlu landi. Því gefur þessi reikniaðferð afar skrýtn- ar niðurstöður sem líta einstaklega furðulega út gagnvart ríkjum eins og Íslandi sem býr við hreinustu orkuframleiðslu sem völ er á í heim- inum. Er meðal-Íslendingur að menga 73% meira en meðal-Þjóðverji? Með þessum aðferðum sem íslensk umhverfisyfirvöld tala meðal annars fyrir sem heilagan sannleik, fá menn það út að Íslendingar mengi um 73% meira á mann en meðal-Þjóðverji. Það er þrátt fyrir að tölur Eurostat sýni að Þjóðverjar eru með ótal verksmiðjur, ásamt kola- og olíu- kyntum raforkuverum að losa 2.489 tonn af CO2 að meðaltali á ferkíló- metra lands á meðan Íslendingar eru að losa um 60 tonn. Þetta kemur líka vel fram þegar rýnt er í skýrslur um losun gróður- húsalofttegunda frá öðrum sjón- arhóli en venjulega er gert. Þar má t.d. nefna skýrslu Alþjóða orku- stofnunarinnar (IEA), sem heitir Global Energy Reviw 2019. Einnig skýrslu Eurostat sem byggir á gögn- um frá því í júní 2020 og tileink- uð Rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC). Skýrslan ber titilinn „Greenhouse gas emission statistics – emission einvetories“. Helstu drifkraftar losunar CO2 ekki til umræðu Í skýrslu Eurostat er tiltekin heildar- losun gróðurhúsalofttegunda að losun vegna flugsamgangna með- töldum, en fyrir utan losun úr landi (þ.m.t. framræstu landi eða mýrum) losun vegna landnotkunar og losun vegna skógræktar. Það þýðir t.d. að endurheimt votlendis og mokstur í framræsluskurði skiptir ekki nokkru einasta máli í samkomulagi þjóðanna um takmarkanir á losun gróðurhúsalofttegunda. Í skýrslunni er líka gengið hreint til verks og sagt að helstu drifkraftar losunar gróðurhúsa- lofttegunda vegna m.a. aukinnar orkuframleiðslu sé ekki til umræðu í skýrslunni. Þar komast menn samt að því að á árinu 2018 hafi losun gróðurhúsalofttegunda í ESB ríkj- unum 27 (þ.e. án Bretlands), verið 21% minni en 1990. Þá hafi sam- drátturinn í losun á þessu tímabili numið 1.018 milljónum tonna af CO2 ígildum. Þannig sé ESB að standast þau markmið að draga úr losun um 20% fyrir 2020 og á réttri leið varðandi markmið um 40% samdrátt á losun 2040 miðað við losun 1990 og allt miðað við höfðatölu. Vissulega eru þetta huggu- legar tölur sem lofa góðu. Dæmið lítur hins vegar talsvert öðruvísi út gagnvart einstökum þjóðum ef horft er á hlutina út frá sömu gögn- um Eurostat, en á forsendum sem hvergi er talað um í skýrslunni eða opinberri umræðu um losun gróð- urhúsalofttegunda. Losun á heimsvísu nam 32,2 gígatonnum árið 2019, eða 4,2 tonnum á hvern jarðarbúa Í skýrslu Alþjóðaorkustofnunarinnar (IEA) kemur fram að heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á jörðinni hafi verið að aukast flest árin frá 1990. Lítil sem engin aukning hafi þó verið á árunum 2013 til 2016, en síðan talsverð aukning frá 2017. Þannig hafi losunin numið 32,2 gígatonnum (Gt) árið 2019, eða 32,2 milljörðum tonna af CO2 ígildum. Ef við umreiknum það á alla 7,6 milljarða íbúa jarðarinnar 2019 eins og gert er í viðteknum við- miðunarútreikningum ESB í lofts- lagsmálum, þá þýðir það 4,2 tonn á hvern einasta mann á jörðinni. Það er miklu lægri tala en meðaltalið í ESB-ríkjunum og ætti þá líklega að segja ansi mikið um hver er að menga fyrir hverjum. Þegar íbúar eru aftur á móti hólfaðir niður í mismunandi stórum hópum á mis- stór landsvæði, með mismunandi stórum mengunarvöldum, þá geta komið út ansi skrítnar niðurstöð- ur. Því hlýtur að vera erfitt að rök- styðja að slíkir útreikningar, sem yfirvöld m.a. á Íslandi miða við, standist alltaf vísindalegar kröfur. Með hreinustu orku í heimi en samt mestu mengunarsóðar Evrópu? Í þeirri tölfræði sem notuð er í reikni- líkönum Eurostat er beitt þeirri aðferðafræði að um- reikna losunartölur yfir á íbúafjölda hinna ýmsu Evrópulanda, líka landa utan ESB. Þessi aðferða- fræði er jafnframt eina haldbæra skýringin sem hægt er að finna á því af hverju hið fámenna Ísland með allan sinn hreinleika sýnir eins háar losunar- tölur á CO2 og raun ber vitni. Þær tölur hafa síðan líka verið notaðar af um- hverfisráðherra Íslands nýverið til að rökstyðja hótanir um að Íslandi beri að greiða refsitolla fyrir að standa sig illa í meng- unarmálum. Þetta hefur líka verið notað sem rök- semd fyrir því að leggja sífellt hærri kolefnisskatta á eigendur bíla með bruna- hreyflum á Íslandi. Það er þrátt fyrir að viðurkennt sé samkvæmt öllum raun- mælingum, að landið sé líklega það umhverfis- vænsta í heimi hvað varðar framleiðslu á raforku, með nærri 100% úr endurnýj- anlegum orkulindum og FRÉTTASKÝRING Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Reiknistuðlar á loftmengun með höfðatöluútreikningi hygla „mikið mengandi” stórþjóðum á kostnað smáþjóða: Þýskaland losar 2.489 tonn af CO2 á ferkílómetra, en Ísland er samt sagt losa meira með 60 tonn á km2 – Miðað við höfðatölu er hver Íslendingur sagður losa 73% meira af gróðurhúsalofttegundum en meðal-Þjóðverji Nýjasta kolaorkuver Þjóðverja, Datteln 4, var formlega gangsett 30. maí 2020. Verið, sem framleiðir 1.052 megawött, er í eigu Uniper og er staðsett í Wetphalia í Norður-Rínarhéraði. Það var búið að vera lengi í byggingu en framkvæmdir við það hófust 2007. Þó þýsk yfirvöld hafi gefið það út fyrr á árinu að hætt yrði að brenna kolum í landinu 2038, þá hefur svona kolaorkuver minnst 46 ára líftíma. Braunkohlekraftwerk Schkopau brennir, eins og nafnið bendir til, brúnkolum sem er mun verra eldsneyti en venjuleg kol. Þetta 900 megawatta orkuver (210 MW stærra en Kárahnjúkavirkjun) er í sameiginlegri eigu Uniper í Þýskalandi og Saale Energie GmbH, sem aftur er í eigu tékknesku orkusamstæðunnar EPH. Orkuverið brennir allt að 6 milljónum tonna af þýskum brúnkolum á ári og framleiðir með því gufu og raforku, samkvæmt gögnum Uniper.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.