Bændablaðið - 03.12.2020, Qupperneq 22

Bændablaðið - 03.12.2020, Qupperneq 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 202022 LÍF&STARF Íslensk blóm um jólin Jólin eru á næsta leiti og því ekki úr vegi að fjalla lítillega um jólablómin. Jólastjörnur eru lík- lega þær pottaplöntur sem flestir tengja við jólin en riddarastjörn- ur fylgja þar fast á eftir. Fjöldi annarra tegunda er líka í boði og um að gera að kaupa blóm sem ræktuð eru innanlands. Íslenskir blómaframleiðendur eru ekki síður iðnir við blómaræktun- ina fyrir jólin en á öðrum árstím- um. Meðal blóma sem ræktuð eru fyrir jólin hér á landi eru jólastjörn- ur, hýasintur, rauðir ástareldar og rauðar begóníur, Amarillys eða riddarastjarna, rauðir túlípanar og sígræn bergflétta á vírboga. Jólastjörnur eru kuldaskræfur Jólastjörnur eru ekki auðveldustu plönturnar til að halda lifandi en langt frá því að vera þær erfiðustu. Jurtin þrífst best við 16 til 21°C en endist best við neðri mörkin. Í dag eru allar jólastjörnur á Íslandi ræktaðar án eiturefna. Þegar jólastjarna er keypt skal láta pakka henni inn og það má alls ekki geyma þær lengi úti í köldum bíl, þar sem þær fá kuldasjokk og því ráðlegt að fara með plönturnar strax í hús. Best er að undirvökva jólastjörn- ur lítið en oft og með volgu vatni. Moldin má aldrei þorna alveg og það má ekki heldur láta pottinn standa í vatni. Látið því pottinn standa í djúpri pottahlíf sem fyllt er í botninn með vikri eða möl. Þannig stendur jólastjarnan ekki í vatni en nýtur góðs af uppgufun og loftraki leikur um hana. Það má þó alls ekki standa vatn lengi í pottahlífinni og gott að hella því af eftir um það bil tvo klukkutíma. Jólastjörnur þurfa góða birtu og þrífast best í björtu herbergi eða í austur- eða vesturglugga. Jólastjörnur geta valdið ofnæmi eða ertingu í húð hjá fólki sem er viðkvæmt fyrir slíku en plantan er ekki eitruð eins og stundum er haldið fram. Rannsóknir sýna að blöð jólastjörnunnar geta valdið uppköstum sé þeirra neytt í miklum mæli. Þess utan er engin ástæða til að setja hana í jólasalatið þar sem hún er sögð mjög bragðvond. Amaryllis í öllu sínu veldi Riddarastjarna, eða amaryllis, er stórglæsilega laukplanta og sómir sér vel um jólin þegar sterklegur og kjötmikill stöngullinn skartar stórum rauðum, hvítum, bleikum eða tvílitum blómum. Plantan er einnig auðveld í ræktun og blómviljug. Gott er að vökva plöntuna reglu- lega og gefa áburð hálfsmánaðarlega á meðan hún er í blóma. Klippa skal blómstöngulinn af eftir blómgun og draga úr vökvun og hvíla plöntuna í þrjá mánuði á svölum stað eftir blómgun. Plantan er upprunnin á vestur- odda Suður-Afríku og breiddist þaðan út sem pottaplanta á átjándu öld vegna þess hversu harðger og auðveld hún er í ræktun. Amaryllis er fjölær og getur blómstrað ár eftir ár og getur blómstrað tvisvar á ári sé hlúð vel að henni. Vitað er um riddarastjörnu sem blómstraði árlega í 75 ár. Amaryllis-laukar þrífast best í næringarríkum og vel framræstum moldarjarðvegi við 15 til 20 °C. Riddarastjörnu er einnig hægt að rækta í glervasa til jólanna Setjið hvern lauk í 15 sentímetra pott og látið um helming lauks- ins standa upp úr. Fyllið vel með pottamold milli rótanna án þess að þjappa henni of fast. Vökvið lítil- lega og varlega í fyrstu en aukið vökvunina eftir að fara að koma blöð og blómstöngull úr lauknum. Látið pottinn standa á björtum stað og gjarnan yfir miðstöðvarofni. Ridd a ra stjörnur blómstra yfirleitt við stofuhita á fjórum til átta vikum eftir gróðursetningu. Hýasintur eru sígildar Hýasintur eru löngu orðnar sígild jólablóm enda þykir mörgum ilmurinn af þeim góður og þær eru fallegar í skreytingar. Ekki skemmir heldur fyrir að að þær fást í fjölda lita, bláar, rauðar, bleikar og hvítar, allt eftir smekk. Auðveldast er að rækta hýasintur í grunnum glervasa sé ætlunin að hafa þær í blóma yfir jólin. Fylla skal vasann með volgu vatni upp að þrengingunni eða þannig að vatns- borðið leiki við neðri hluta lauksins án þess að snerta hann. Einungis ræturnar eiga að ná niður í vatnið. Séu laukarnir hafðir í skreytingu er gott að láta þær standa í rökum mosa. Eftir að laukurinn er kom- inn í vasa eða skreytingu skal koma honum fyrir á björtum stað við stofuhita og gæta þess að ræturnar séu alltaf rakar. Samkvæmt grískum goðsögn- um lét ungur og fallegur dreng- ur lífið, Hyasintos, þegar hann varð fyrir kringlu guðsins Apólon þegar þeir léku saman kringlukast. Upp af blóði piltsins uxu þessar liljur sem síðan eru við hann kenndar og oft kallaðar hýasintur. Upprunni hýasinta eða goðalilja er á Balkanskaga. Hægt er að fá forræktaðar goða- liljur fyrir jólin. Rauð og sígræn blóm vinsæl yfir jólin Vinsældir blóma eru árstíðabundnar og eins víst og að gul blóm séu vin- sæl um páskana þá eru rauð blóm og sígrænar plöntur vinsælar um jólin. Dæmi um plöntur sem íslenskir garðyrkjubændur rækta fyrir jólin er rauðblómstrandi begóníur, ástareldur og túlípanar. Begóníur eða skáblað eru með elstu pottaplöntum í ræktun og er plantan góðkunningi íslenskra pottaplönturæktenda. Plantan er harðgerð og fellur best við stofuhita milli 15 og 22 °C. Yfir jólin er best að hafa hana á björtum stað en í hálfskugga yfir sumarið. Rauður ástareldur getur farið vel um jólin. Plantan er með falleg blöð og ekki síst glæsileg blóm sem eru fáanleg í nokkrum litum. Plöntur með rauð blóm eru að sjálf- sögðu viðeigandi um jólin. Annað heiti plöntunnar er kóraltoppur og til að fá hana til að blómstra fyrir jólin þarf að stilla daglengd í tíu klukkustundir í góðan mánuð á haustin. Jólatúlípana þekkja allir enda falleg afskorin blóm sem standa lengi og eru íslenskir túlípana- ræktendur í óða önn að drífa þá og gera klára fyrir jólaborðið. Sígrænar plöntur eins og berg- flétta á vírboga eru einnig að verða meira áberandi sem pottaplanta um jólin enda upplagt að hengja á þær kúlur og skreyta með borð- um. Bergflétta er skuggþolin og harðgerð planta sem er til í fjölda afbrigðum með ólíkri blaðlögun og blaðstærð og blaðlit og þær vaxa víða utandyra hér á landi. Þegar jólastjarna er keypt skal láta pakka henni inn og það má alls ekki geyma þær lengi úti í köldum bíl. Riddarastjarna eða amaryllis er stórglæsilega laukplanta og sómir sér vel um jólin. Hýasintur fást í fjölda lita, bláar, rauðar, bleikar og hvítar, allt eftir smekk. Jólatúlípana þekkja allir enda falleg afskorin blóm sem standa lengi. Rauður ástareldur getur farið vel um jólin. Jólastjörnur þurfa góða birtu og þrífast best í björtu herbergi eða í austur- eða vesturglugga. Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.