Bændablaðið - 03.12.2020, Page 24

Bændablaðið - 03.12.2020, Page 24
Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 202024 Þann 5. nóvember síðastliðinn urðu Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM) eins árs. Af því tilefni stakk framkvæmdastjóri þeirra niður penna og fór yfir umgjörð og helstu áherslumál samtakanna á liðnu ári. Ekki er hægt að segja annað en að árið hafi verið viðburðaríkt og margt áunnist. Félagsmönnum með fulla aðild hefur fjölgað jafnt og þétt, eru í dag á annað hundrað. Að auki er á fimmta tug með aukaaðild sem er fyrir þá sem styðja markmið samtakanna en eru ekki smáfram- leiðendur. Framkvæmdastjórinn er eini starfsmaðurinn, en fjölbreytt stjórn veitir honum ráð og stuðn- ing og beitir sér eftir þörfum. Að auki eru samtökin með ráðgjafa- ráð sem einstaklingar með reynslu og þekkingu á sviði samtakanna sitja í sem bæði eflir þau og styrk- ir. Það gerir einnig aðild þeirra að Samtökum iðnaðarins. Í gegnum hana eru félagsmenn sjálfkrafa með aðild og hafa þannig aðgang að þeirri þjónustu sem þau veita sínum félagsmönnum. Við viljum nota tækifærið og þakka bakhjörlum okkar, Matarauði Íslands og Landbúnaðarklasanum, fyrir sinn þátt í að samtökin komust á koppinn. Þau tóku virkan þátt í undirbúningsferlinu og veittu samtökunum myndarlega styrki. Verkefnastjóri Matarauðs Íslands sér samtökin taka að hluta til við þeim áherslum Matarauðs að þétta samvinnu smærri framleiðenda og mynda þannig hreyfiafl til framfara, ásamt því að halda á lofti íslenskri framleiðslu og matarhandverki. Fjölbreytt flóra Fyrsta stóra verkefnið var að koma upp vef fyrir samtökin sem er upp- færður reglulega, en þar má meðal annars finna lista yfir félagsmenn sem eru ótrúlega fjölbreyttir. Þvílík flóra af flottum matarfrumkvöðlum um land allt sem spanna allt lit- rófið. Við erum sífellt að rekast á nýja frumkvöðla með spennandi nýjungar. Tengingin við neytendur er svo í gegnum „like-síðu“ sam- takanna á Facebook og Instagram- reikning. Afsláttarkjör og tilboð Í gegnum samtakamáttinn höfum við getað samið um tilboð og afslætti frá ólíkum aðilum sem smáframleið- endur skipta gjarnan við, en félags- menn geta nálgast upplýsingar um það og fleira inn á læstu svæði fyrir félagsmenn á vefnum okkar. Fjölbreyttar söluleiðir Mikil áhersla er á að þróa og kynna söluleiðir sem eru sérstaklega fyrir smáframleiðendur, en þeim fer sífellt fjölg- andi í takt við áhug- ann og eftirspurnina. Stærsta samstarfs- verkefnið því tengdu er með Krónunni. Það gengur út á að setja upp sérstök svæði í völdum verslun- um sem eru merkt „Matarbúr - hnoss- gæti frá íslenskum smáframle iðend- um“. Árinu er skipt upp í sex tímabil. Á þessu tímabili, nóv- ember-desember, eru 28 félagsmenn með samtals 95 vörur í Matarbúrinu, sem er í tveimur verslunum, Lindum og Selfossi. Við gerðum einnig samstarfs- samning við Kjörbúðina, en vinna honum tengdum hefst á næsta ári. Hann gengur út á að gera staðbundn- ar vörur smáframleiðenda sýnilegri í verslunum þeirra og stuðla að því að þær vörur sem framleiddar eru á hverju svæði séu seldar í þeim verslunum. Fyrirmyndin tengist Cittaslow hreyfingunni á Djúpavogi. Í Kjörbúðinni þar margfaldaðist sala þeirra vara eftir að þær voru merktar sérstaklega og úrvalið aukið. Vinna tengd samstarfssamn- ingi við Samtök sveitarfélaga á Suðurlandi hefst á næsta ári, en markmið hans er að auka sölu og efla söluleiðir smáframleiðenda matvæla á Suðurlandi. Við höfum svo átt í farsælu sam- starfi við forsvarsmenn Gott og blessað sem er vefverslun og lítil kjörbúð í Hafnarfirði. Þau sérhæfa sig í að selja og keyra heim vörur frá smáframleiðendum um land allt og valdar „gourmet“ vörur. Félagsmenn hafa tekið vel í þessa nýjung, á fjórða tug þeirra selja nú vörur sínar í gegnum þau. Við erum einnig í nánum tengsl- um við Matarbúðina Nándina í Hafnarfirði sem sérhæfir sig í plast- lausum vörum. Félagsmenn hafa einnig tekið vel í þá nýjung og selja vel á þriðja tug félagsmanna vörur sínar hjá þeim. Þau undirbúa nú opnun vefverslunar. Nýlega ákvað vefverslunin Austur lands Food Coop – sem sér- hæfir sig í innflutningi á lífrænt vottuðum ávöxtum og grænmeti – að bjóða einnig vörur frá íslenskum smá framleiðendum og hafa nokkrir félagsmenn þegar nýtt sér það, en þau eru bæði með lager á Seyðisfirði og í Reykjavík. Á vef Beint frá býli, sem margir okkar félagsmanna sem eru á lögbýl- um selja í gegnum, er hægt að senda fyrirspurn – um þær vörutegundir sem áhugi er fyrir – á þá framleið- endur sem bjóða þær vörur. Smáframleiðendur á Norður- landi vestra eru svo með sína eigin vefverslun í gegnum Vörusmiðjuna BioPol og keyra pantanirnar út á sér- merktum bíl smáframleiðenda sem hefur gefist afar vel. Eins eru til bæði Facebook-síður og hópar sem eru eins konar mark- aðstorg, til dæmis fyrir veitinga- menn sem hafa áhuga á að kaupa vörur smáframleiðenda. Má þar helst nefna hina svokölluðu REKO hringi sem ganga út á milliliðalaus viðskipti milli neytenda og smá- framleiðenda. REKO Reykjavík hópurinn hefur sem dæmi verið með mánaðarlegar afhendingar frá upphafi og REKO Vesturland annan hvern mánuð. Svo má ekki gleyma því að allir félagsmenn okkar eru með eigin Facebook-síðu og oft líka Instagram og vef sem margir selja í gegnum. Upplagt í jólapakkann og á jólaborðið Fyrir þessi jólin hafa smáframleið- endur á ólíkum svæðum á landinu tekið sig saman og sett saman jóla- körfur eða jólapakka og auglýst sérstaklega og svo eru sumir með sína eigin. Við sendum hvatningu til félags- manna að skoða þann möguleika, þar sem þessi jólin er lítið um mat- armarkaði og hvetjum neytendur jafnframt til að styðja smáframleið- endur með að setja matvæli frá þeim í jólapakkann og á jólaborðið. Matarhandverk Í vor skrifuðum við undir samstarfs- samning við Matarauð Íslands um að festa matarhandverk og mat- arhandverkskeppnir í sessi í þeim tilgangi að efla skilning á verðmæti matarhandverks og menningarlegri sérstöðu. Fyrirmyndin er Eldrimner, miðstöð matarhandverks í Svíþjóð og þeirra vottun. Í kjölfar mikillar undirbúnings- vinnu settum við saman fimm hópa, skipaða félagsmönnum sem framleiða vörur í ólíkum flokkum. Hóparnir funduðu tvisvar til að ræða markmiðin og hvernig ætti að skilgreina matarhandverk al- mennt og í þeirra flokki. Þátttaka var framar vonum, á fimmta tug félagsmanna tók þátt í vinnunni. Samskipti, samstarf og samtakamáttur Stór hluti af starfi framkvæmda- stjóra er að vera í beinu sambandi Smáframleiðendur matvæla smáframleiðenda matvæla Oddný Anna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri SSFM. Matarbúrið Krónunni Lindum. Mynd / Arnþór Birkisson. Jólakarfa smáframleiðenda af Héraði. Mynd / Anna Birna Jakobsdóttir Stuðningur við skógrækt félaga og samtaka NÝIR STYRKIR TIL KOLEFNISBINDINGAR: UPPLÝSINGAR OG UMSÓKNIR: www.skogur.is/vorvidur C M Y CM MY CY CMY K Vorvidur-auglýsing_des2020_bbl151x113.pdf 1 1.12.2020 13:56:37

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.