Bændablaðið - 03.12.2020, Side 34

Bændablaðið - 03.12.2020, Side 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 202034 Tvíeldsneytis-dráttarvél úr smiðju New Holland – Gengur fyrir blöndu af dísilolíu og vetni Fyrsta tvíeldsneytis-dráttarvélin (duel fuel) frá New Holland var kynnt í Hollandi 3. október síðastliðinn. Þessi dráttarvél er óvenjuleg að því leyti að hún gengur fyrir dísilolíu sem blönduð er með sérstökum búnaði í 30-60% hlutfalli með vetni. Vélin er hönnuð af New Holland í samvinnu við Blue Fuel Solutions. Hún er með fimm vetnistanka á þakinu sem rúma 11,5 kg af vetni, eða sem samsvarar 470 lítrum af vatni. Vetnisblandan er mismunandi eftir álagi og í sterkustu hlutfalli þegar dráttarvélin er undir litlu álagi í akstri. Eftir því sem álagið eykst minnkar vetnishlutfallið í eldsneytisblöndunni. Með slíkri álagsstýringu telja sérfræðingar New Holland að vetnistankarnir eigi að duga út einn vinnudag. Kostnaðurinn við þetta kerfi er ansi hár, eða nærri 70.000 evrur á hverja dráttarvél, sem gerir rúmar 11,3 milljónir íslenskar krónur. Líklegt er að það eitt og sér fæli menn snarlega frá að gera tilraun með þennan búnað, auk þess sem óljóst er hvaða áhrif eldsneytisbruni sem væntanlega er við mun hærri hita með vetninu hefur á endingu mótoranna. Arjan Verweij hjá New Holland í Hollandi er samt ekki mjög svartsýnn og telur að opinberir styrkir sem fást fyrir að draga úr losun koltvísýrings (CO2) geti lækkað þennan kostnað verulega. /HKr. Ný New Holland dráttarvél sem kynnt var í Hollandi 3. október gengur fyrir dísilolíu sem blönduð er með sérstökum búnaði í 30–60% hlutfalli með vetni. UTAN ÚR HEIMI Ástralir hyggjast hefja framleiðslu á vetnisknúnum jeppum, trukkum, rútum og dráttarvélum – Fyrirtækið H2X stefnir á að hefja framleiðslu á vetnisknúnum farartækjum í júlí 2021 Ástralska fyrirtækið H2X kynnti í sumar þau metnaðarfullu mark- mið að koma í framleiðslu jeppum, trukkum, rútum og dráttarvélum sem búin verði vetnis-efnarafölum sem knýja rafmótora. Fyrirtækið hefur þegar smíðað frumgerð jeppa eða jepplings sem heitir Snowy og er með 60 kW vetnis-efnarafal og með heildarafl drifbúnaðar upp á 190 kW, eða sem samsvarar 255 hestöflum. Það eru þó ekki bara fólksbílar sem menn hafa áhuga á að framleiða hjá H2X, því hugur eigenda stefnir líka á hönnun á þungum ökutækjum eins og trukkum, rútum og jafnvel drátt- arvélum. Til að knýja þessi stóru tæki verða efnarafalar upp á 300 til 550 kW. Ráðgera forsvarsmenn H2X að framleiðsla geti hafist í júlí 2021. Ef allt gengur upp mun H2X verða fyrsta fyrirtækið til að framleiða dráttarvél á ástralskri grundu síðan 1986 þegar International Harvester lokaði dráttarvéla verksmiðju sinni í Geeloc, Victoríuríki. Höfuðstöðvar H2X verða í Port Kembal nærri Wollongong, en þar er einmitt staðsett vetnisverksmiðja. Yfirmenn H2X eru síður en svo nýgræðingar í bílaframleiðslu- heiminum. Framkvæmdastjóri fyr- irtækisins heitir Brendan Norman, en lykilmaður og hönnuður með honum er Chris Reitz, sem starfað hefur m.a. með Audi, VW, Nissan og Fiat. Hönnuður drifbúnaðarins er Peter Zienau, sem starfað hefur með General Motors. Tæknistjórinn er Ian Thompson, sem á sinn bakgrunn í bílaiðnaði hjá Lotus og Aston Martin. Þá sér Alan Marder um stefnumörk- un fyrirtækisins, en hann starfaði áður hjá Toyota. /HKr. Frumgerð af vetnisknúna jepplingn- um Snowy frá H2X í Ástralíu. Svona sjá hönnuðir H2X í Ástralíu að vetnisknúin dráttarvél geti litið út. Þeir veðja á að vetnið verði framtíðareldsneyti fyrir trukka, rútur og þungar vinnuvélar í framtíðinni og hyggjast hefja framleiðslu á einhverjum þessara hugverka sinna næsta ári. Mynd / H2X Vélaframleiðandi Yanmar hefur keypt Solis-dráttarvélaverksmiðjuna í Tyrklandi Vélaframleiðandinn Yanmar, sem íslenskir útgerðarmenn þekkja vel, hefur nú lokið við kaup á dráttarvélaverksmiðju Solis Traktör Sanayi A.Ş. í Izmir Menderes ITOB í Tyrklandi. Með kaupunum styrkir Yanmar enn frekar stöðu sína í Tyrklandi. Iðnfyrirtækið Yanmar var stofnað í Osaka í Japan árið 1912 og var fyrst til að ná árangri í smíði dísilvélar af hagnýtri stærð árið 1933. Hafa dísilvélar síðan verið hornsteinn í framleiðslu fyrirtækisins. Yanmar er mjög framsækið fyr- irtæki og vinnur nú m.a. að hönnun vetnisvéla í samvinnu við Toyota í Japan. Þá hefur Yanmar líka verið í fararbroddi fyrirtækja sem fram- leiða vélar sem brenna bæði fljótandi gasi (LNG) og dísilolíu, eða það sem kallað er „dual fuel“. Yanmar hóf starfsemi í Tyrklandi árið 2017 með stofnun á fyrirtæk- inu Yanmar Turkey Liaison Office, sem hóf starfsemi sína í Izmir árið 2016. Síðan var Yanmar Turkey Makine A.Ş stofnað árið 2017. Þá hefur Yanmar verið hluthafi í Solis síðan 2016. Yanmar hefur vaxið hratt í Tyrk- landi og náð miklum árangri frá 2016. Það hefur nú aukið fjárfest- ingar sínar í Tyrklandi með því að bæta dráttarvélaverksmiðju inn í reksturinn. Kaupin á Solis Traktör Sanayi A.Ş. voru undir- rituð í Istanbúl, en seljandinn er samstarfsaðili Yanmar í Tyrklandi, International Tractor Limited (ITL). Einn þekktasti framleiðandi dísilvéla í heimi Yanmar bátavélar hafa verið mjög vinsælar hér á landi. Er hægt að fá vélar í stærðum allt frá 6-6.400 hestöfl. Meðal fyrirtækja sem hafa selt Yanmar vélar á Íslandi eru Marás í Garðabæ. Þá hefur Merkúr í Reykjavík m.a. boðið upp á belta- gröfur frá Yanmar. Solis líka á Íslandi Vallarbraut er með umboð fyrir Solis dráttarvélamerkið og hófst innflutningur þeirra árið 2016, fyrst í gegnum fyrirtækið Vallarnaut. Solis dráttarvélafyrirtækið var stofnað á Indlandi 1969. Solis dráttarvélarnar hafa verið fáanlegar í Evrópu frá 2012 og töluvert hefur selst af þeim. Þá eru þær mikið seldar á Írlandi, Bretlandi, Þýskalandi og Danmörku en þær hafa selst við góðan orðstír í yfir 80 löndum. Vélarnar hafa einkum notið vin- sælda vegna einfaldleika í hönnun og búnaði. Yanmar mun líka framleiða dráttarvélar undir eigin nafni Mun Yanmar halda áfram að fram- leiða Solis dráttarvél og einnig drátt- arvélar undir merki Yanmar. „Yanmar hefur verið í samstarfi við ITL síðan 2005,“ sagði Mustafa Kemal Erdogan, stjórnarformaður Yanmar Tyrklands Makine A.Ş. Framleiðir Yanmar reyndar þegar nokkrar gerðir lítilla dráttarvéla eins og YT235, YT347 og YT349 sem fæst með 47 til 59 hestafla mótorum. Væntanlega munu nást talsverð sam- legðaráhrif með kaupunum á Solis sem framleiðir talsvert breiðari línu dráttarvéla. „Við höldum áfram þessu sam- starfi sem einn af stærstu hluthöfum Solis Traktör frá og með 2016. Við erum ánægð með að Solis Tractor Industry and Trade Inc., sem grund- völlur var lagður að í Izmir árið 2017, hefur nú gengið til liðs við Yanmar,“ sagði Erdogan. Yanmar hefur verið framleið- andi lítilla og stórra véla fyrir alþjóðlegan atvinnurekstur á sjó og landi. Markmið Yanmar er að koma með lausnir í greinum sem tengjast matvælaiðnaði undir kjörorðunum „Sjálfbær framtíð“. /HKr. Solis S90 Kabinli, sem er 84.3 hestafla dráttarvél. Yanmar „dual fuel“ dísilvél sem brennir líka gasi. Hún minnkar CO2 útblástur um 25% miðað við hefð- bundna dísilvél, brennisteinsoxíð, SOx, um 99% og NOx um 80%. Bænda 17. desember

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.