Bændablaðið - 03.12.2020, Side 37

Bændablaðið - 03.12.2020, Side 37
Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2020 37 byko.is YLEININGAR ERU LÉTTAR STÁLKLÆDDAR SAMLOKU- EININGAR SEM FÁST MEÐ ÞÉTTIFRAUÐS- EÐA STEINULLARKJARNA. Einingarnar eru sterkar og burðarmiklar og fást með mismunandi yfirborði og litum að eigin vali. Helstu kostir þess að nota samlokueiningar er auðveld og fljót uppsetning, auðveld þrif, mikil burðargeta, mikið einangrunargildi og er ódýr kostur ef miðað er við hefðbundnar lausnir. Yleiningar henta vel fyrir eldri gripahús þar sem skipta þarf út þak- og eða vegg jaklæðningum. BALEX yleiningar eru framleiddar undir ströngu eftirliti samkvæmt viðurkenndum evrópskum stöðlum. Hafðu samband: bondi@byko.is YLEININGAR Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237 REKSTRARLAND ER BAKHJARL BÆNDA Í Rekstrarlandi fást allar almennar rekstrarvörur fyrir landbúnað. Nilfisk háþrýstidælur, Exide rafgeymar, gæðasmurefni og olíur á vélarnar, Ecolab lágþrýstiþvottatæki ásamt hreinsiefnum, sótthreinsandi og græðandi vökvar fyrir spena og júgur. Rekstrarland | Vatnagörðum 10 | 104 Reykjavík | 515 1100 | Austurvegi 69 | 800 Selfossi | 480 1306 | rekstrarland.is NÝ VERSLUN Á SELFOSSI Bænda 56-30-300 UTAN ÚR HEIMI Klárir fuglar: Mávar tímasetja heimsóknir sínar Nýlegar rannsóknir Háskólans í Bristol á Englandi benda til að mávar tímasetji komu sína og heimsæki ólíka staði þar sem er von um æti eftir því hvenær ætisvonin er mest. Þetta og aukin lífrænn úrgangur er meðal annars talið geta skýrt gríðarlega fjölgun máva í heiminum síð- ustu 40 ár. Skoðun á atferli máv anna sem var gerð sýndi að þeir áttu það til að koma á skólalóðir skömmu áður en frímín- útur hæfust og sérstak- lega þær frímínútur sem börnin borðuðu yfirleitt nestið sitt utandyra. Um leið og skólabjallan hringdi inn og frímínút- unum lauk helltu máva- rnir sér yfir skólalóðina og hirtu afganga eða mat sem börnin skildu eftir. Rannsóknin sýndi einnig að um helgar sætu máva- rnir um svæði þar sem lík- legast væri æti og sniðgengu skólana. Í rannsókninni var fylgst með hópi máva sem hafa aðsetur í Bristol með GPS-staðsetningartækjum sem komið var fyrir á fuglunum. Niðurstöður rannsóknanna var birt í IBIS, International journal og Avian science. Auk þess er talið að mávarnir séu orðnir áræðnari þegar kemur að því að stela mat úr höndunum á fólki og jafnvel steikum af grillinu eins og dæmi eru um hér á landi. Í kjölfar rannsóknanna bár- ust aðstandendum hennar fjöldi ábendinga víða að í heiminum um svipaða hegðun og að svo virð- ist sem hegðun mávanna sé orðin ágengari. Gríðarleg aukning lífræns úrgangs og hæfileiki mávanna til að læra og aðlagast er meðal annars talin vera ástæða þess að mávum hefur fjölgað gríðarlega í heiminum á síðustu áratugum. /VH Mávarnir eru orðnir áræðnari þegar kemur að því að stela mat úr höndunum á fólki og jafnvel steikum af grillinu eins og dæmi eru um hér á landi.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.