Bændablaðið - 03.12.2020, Qupperneq 42

Bændablaðið - 03.12.2020, Qupperneq 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 202042 Döðluplómur eru áhugaverður ávöxtur, eða öllu heldur ber, sem er farinn að ryðja sér til rúms hér á landi. Ávöxturinn er upp- runninn í Kína og nýtu mikilla vinsælda í Asíu, ekki síst í Japan. Aldinanna er oftast neytt hrárra, eftir að hýðið hefur verið fjarlægt, eða þurrkaðra. Áætluð heimsframleiðsla FAOSTAD, Tölfræðideildar Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sam einuðu þjóðanna, af kakí árið 2018 er um 4,7 milljón tonn. Þar af framleiddi Kína um 3,1 milljón tonn, eða 66% heimsfram- leiðslunnar. Spánn var í öðru sæti með um 500 þúsund kíló, Suður- Kórea í því þriðja með 300 þúsund kíló og Japan í fjórða sæti með um 200 þúsund kíló. Auk þess sem aldinið er ræktað til útflutnings í Aserbaídsjan, Taívan, Úsbekistan, Ítalíu og Ísrael. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands voru flutt inn tæp 8,4 tonn af Persimóníum árið 2019 og kom allt magnið frá Spáni. Ættkvíslin Diospyros Diospyros er stór ættkvísl sem telur yfir 700 tegundir af sígrænum og lauffellandi trjám og runnum. Flestar tegundirnar vaxa villtar í hitabeltinu en nokkrar í tempruðu beltunum beggja vegna miðbaugs. Innan ætt- kvíslarinnar er að finna tegundir sem eru nýttar vegna viðarins sem er bæði harður og dökkur en aðrar eru nýttar vegna aldinanna eða sem punttré. Lauf allra tegundanna er gagnstætt og heilrennt. Plönturnar eru einkynja og gegna býflugur stóru hlutverki í frjóvgun þeirra. Nokkrar tegundir innan ætt- kvíslarinnar gefa af sér æt aldin og eru ræktuð sem aldintré, D. virgini- ana, D. digyna, D. discolor, D. lotus og D. texana. Sú tegund sem er mest nýtt í dag til manneldis og aðallega verður fjallað um hér er D. kaki. Tegundin Diospyros kaki Aldin D. kaki kallast persimóníur á vef Hagstofunnar, döðluplóma samkvæmt Wikipediu en hér verður það kallað kakí, persimónía eða döð- luplóma allt eftir kenjum höfundar. Persimóníutré ná allt að 12 metra hæð og eru með opna og hringlaga greinabyggingu sem verður 4 til 5 metrar að þvermáli. Trén eru með djúpt vaxandi trefjarót og lauf- fellandi. Stofninn gráleitur og með flögum. Laufið dökkblágrænt, egg- eða lensulaga, heilrennt, stinnt og leðurkennt viðkomu, 7 til 15 sentí- metrar að lengd og 2 til 4 að breidd. Fær fallega gula, appelsínugula og rauða haustliti. Trén eru einkynja en í einstaka tilfellum tvíkynja og blómstra á þriðja til sjötta ári. Blómstra yfirleitt í maí og júní en geta myndað blóm á öllum árstímum í hitabeltinu. Blómin 2 til 2,5 sentí- metrar að þvermáli, eilítið lúðurlaga og með fjórum kremhvítum krónu- blöðum. Karlblómin stundum með bleikleitum blæ og oft þrjú saman í hnapp og hvert með 24 frævla. Aldinið kúlu- eða sporöskjulaga, appelsínugul, gul og rauð, leifar af fjórum bikarblöðum og aldinstöngli eru áberandi á því. Ávöxturinn full- þroska í október og nóvember eða eftir lauffall trjánna og vegur allt að 500 grömm að þyngd. Hýðið slétt og vaxkennt, aldinkjötið ljóst og þétt í sér. Ung aldin innihalda tals- vert tannín og eru römm en bragðið mildast og verður aldinið sætara og mýkra með auknum þroska. Grasafræðilega flokkast kakí sem ber. Fræin brún að lit og yfirleitt átta í hverju aldini, dropalaga og um hálfur sentímetri að lengd. Líftími trjánna er 40 til 60 ár. Yrki í ræktun skipta þúsundum og í ræktun hafa náðst fram plöntur sem bera bæði karl- og kvenblóm og jafnvel tvíkynja blóm. Blóm sem ekki frjóvgast mynda aldin án fræja. Aldinfall ófrjóvgaðra ávaxta er talsvert vandamál í ræktun og ekki óalgengt að um 50% aldina falli af áður en þau ná neysluhæfum þroska. Uppruni og útbreiðsla Persimóníutré eru upprunnin í Kína og breiddust þaðan út með ræktun til Austur-Asíu. Ræktun á döð- luplómum hófst á Spáni og víðar í löndunum við Miðjarðarhafið, í Kaliforníu, Suður-Afríku og í Brasilíu um miðja og í lok nítjándu aldar. Ekki er langt síðan Ítalía var mesti ræktandi og stærsti útflytj- andi kakí í Evrópu og þar er mest ræktað af yrki sem kallast 'Tipo'. Spánn hefur náð forskoti á Ítalíu og er stærsti framleiðandi aldinsins í Evrópu í dag. Algengustu yrkin í ræktun á Spáni eru 'Rojo Brillante' HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Kakí er ávöxtur guða Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Þverskorin 'Fuyu' döðluplóma. Kakíaldin í þurrkun í Kanzo-héraði í Japan. Aldinin eru afhýdd áður en þau eru hengd upp. Uppskera á kakíaldinum fer öll fram með höndum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.