Bændablaðið - 03.12.2020, Page 48

Bændablaðið - 03.12.2020, Page 48
Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 202048 Við blasir að á komandi árum og áratugum verði æ dýrara að losa gróðurhúsalofttegundir út í and- rúmsloftið. Kjósi fólk að ráðast í kolefnisjöfnun er nauðsynlegt að hún sé samkvæmt reglum og stöðlum og með viðurkennda vottun. Öðruvísi er ekki tryggt að hún verði viðurkennd í los- unarbókhaldi. Fyrirtæki sem stunda efna­ hagslega starfsemi menga yfirleitt eitthvað eða hafa neikvæð áhrif á umhverfi sitt á einhvern hátt. Þetta er misjafnt eftir fyrirtækjum og eðli starfsemi þeirra. Stundum greiða fyrirtæki fyrir þessi neikvæðu áhrif með einhverjum hætti, t.d. fyrir meðhöndlun úrgangs. Ein gæði sem fyrirtæki hafa hingað til getað nýtt sér án þess að greiða fyrir er losun á koltvísýringi út í andrúms­ loftið. Þannig endurspeglast kostn­ aður samfélagsins vegna loftslags­ breytinga ekki í verði þeirra vara sem fyrirtækin sem losa koltvísýr­ ing út í amdrúmsloftið framleiða. Þetta hefur breyst á undanförn­ um árum og mun sú þróun áger­ ast að fyrirtæki þurfi að draga úr losun eins og mögulegt er. Það er hins vegar alveg ljóst að næstum ómögulegt er fyrir mörg fyrirtæki að ná kolefnishlutleysi með því að draga bara úr losun þar sem nánast óhjákvæmilegt er að þau muni losa koltvísýring út í andrúmsloftið í starfsemi sinni. Þetta þýðir að fyrir­ tækin þurfa að greiða með einhverjum hætti fyrir þá losun sem óhjákvæmilega hlýst af starfsemi þeirra, s.s með því að kaupa kolefnisbindingu til að jafna á móti los­ uninni. Mynd 1. sýnir á einfaldan hátt hvernig þessi viðskipti munu geta átt sér stað. Fyrir tæki þurfa ekki bara í auknum mæli að svara ákalli v i ð s k i p t a ­ vina sinna um sam félags lega ábyrgð og sjálf­ bæra nýt ingu auð linda heldur má einnig gera ráð fyrir því í náinni framtíð að þjóð­ ríki muni skylda fyrirtæki til að ná kolefnishlutleysi. Skoðum aðeins þau skref sem þarf að taka á þessari vegferð, mynd 2. • Kolefnisbókhald. Lykillinn að því að vita hvað fyrirtæki losar mikið kolefni er að fyrirtækið haldi kolefnisbókhald. Þar er gerð grein fyrir allri losun vegna starfsemi fyrirtækisins. • Niðurstaða úr kolefnisbók­ haldi verður óhjákvæmilega neikvæð þar sem fyrirtækið er bara að losa kolefni en hefur ekki tryggt kolefnisjöfnun á móti. Frumkvæði og metnaður fyrirtækja, krafa viðskiptavina og eftir atvikum lög og reglur skapa þannig eftirspurn eftir kolefnisjöfnun. • Hér hefur fyrirtæki val um aðferð til kolefnisjöfnunar. Ein sú leið sem hægt er að mæla sterklega með er skóg­ rækt. Ræktun skóga er náttúruleg og hag kvæm leið til að binda kol efni. Nú hefur fyrir­ tækið mögu­ leika á að ná kol efnis hlut­ leysi með því að kaupa kol­ efnis bindingu í skógrækt. • Til þess að fyr­ irtækið geti haldið fram kolefnishlut­ leysi þarf allt ferlið að vera samkvæmt gildandi reglum og stöðlum og vottað af óháðum þriðja aðila, hvort sem það er losun, aðgerðir til að minnka losun eða aðgerðir til kolefn­ isjöfnunar. Án vottunar verða engin viðskipti með kolefniseiningar en það er efni annarrar greinar sem birtist á næstunni. Hlynur Gauti Sigurðsson framkvæmdastjóri Landssamtaka skógarbænda LANDSSAMTÖK SKÓGAREIGENDA Viðskipti með Mynd 1. Leiðin að kolefnishlutleysi. Mynd 2. Virðiskeðja kolefnisjöfnunar. Á FAGLEGUM NÓTUM Tollamál: Norðmenn gæta hagsmuna landbúnaðar gagnvart ESB Á grundvelli 19. gr. EES-samning- sins gera aðildarríkin þ.e. ESB annars vegar og EFTA-ríkin hvert í sínu lagi, hins vegar, samninga um viðskipti með landbúnaðarvörur. Íbúafjöldi Noregs er nú um 5,4 milljónir eða fimmtánfaldur fjöldi Íslendinga. Líkt og Ísland hafa Norðmenn gert slíka samninga að því best verður séð þrisvar sinnum, árin 2003, 2010 og 2017. Einnig hafa Noregur og ESB tvisvar gert við­ skiptasamninga á grundvelli EES­ samningsins, viðskiptasamning um markaðsaðgang á grundvelli EES­ samningsins sjálfs, án skírskotunar til 19. gr., sem tekur að einhverju leyti til sömu vara. Það er hins vegar langur vegur frá að tollfrjáls aðgangur ESB fyrir land­ búnaðarvörur inn á Noregsmarkað sé neitt í líkingu við það sem Ísland hefur veitt ESB. Þannig er tollfrjáls kvóti ESB fyrir svínakjöt 1.200 tonn inn á Noregsmarkað samanborið við 696 tonn til Íslands. Helmingur kvótans, 600 tonn, er bundinn við kjöt í heilum og hálfum skrokk­ um. Hér á landi er kvótinn ekki bundinn við einstaka skrokkhluta. Það kallar á skýringar ef rétt er að því hafi verið haldið fram að ekki væri hægt að fá umrædda tollkvóta bundna t.d. við svínasíður þegar samningur Íslands og ESB var gerður. Alifuglakjötskvóti ESB inn til Noregs er 950 tonn en 1.056 til Íslands. Nautakjötskvóti ESB til Noregs er 2.500 tonn, 696 tonn til Íslands. Sá kvóti er einnig bund­ inn við einstaka tollflokka nauta­ kjöts. Þá nemur tollfrjáls kvóti sem Noregur veitir ESB fyrir osta 8.400 tonnum. Á móti fær Noregur toll­ frjálsan markaðsaðgang fyrir 7.200 tonn af osti og 4.400 tonn af mysu­ dufti. Norðmenn hafa að vísu aðeins nýtt um 30% af þessum ostakvóta og kvótinn fyrir mysuduftið er enn ekki kominn til framkvæmda. Þá hafa löndin átt viðræður um að ESB og Noregur geri samning um gagnkvæma verndun afurða­ heita, svipað og Ísland gerði árið 2015, sem leiddi m.a. til sérstakra tollkvóta fyrir slíka osta. Fulltrúar ESB hafa lagt að Norðmönnum að íhuga að taka aftur upp viðræður um þessa viðurkenningu en eins og segir í skýrslu ESB um málið: „Norska sendinefndin útskýrði að hún myndi ráðfæra sig við viðeigandi yfirvöld um möguleikann á að hefja þessar viðræður að nýju.“ Það er því af nógu að taka þegar farið er að skoða hvernig þessi tvö lönd hafa skipað sínum málum gagn­ vart ESB þegar kemur að samningum um viðskipti með landbúnaðarvörur. Erna Bjarnadóttir, verkefnastjóri hjá MS Erna Bjarnadóttir, verkefna stjóri hjá MS. Bænda 17. desember

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.