Hugur og hönd - 2020, Blaðsíða 13

Hugur og hönd - 2020, Blaðsíða 13
HUGUR OG HÖND 2020  13 Þvotturinn fór fram í stóru þvottakari með mildri forvörslusápu. Kjóllinn lá í stuttan tíma í sápuvatninu sem flaut yfir hann og síðan hófst þvotturinn. Svömpum var þrýst varlega á efnið til að ná áratuga gömlum skítnum úr kjólnum. Eftir þvottinn var kjóllinn skolaður með hreinu vatni nokkrum sinnum. Mikill skítur flaut upp og teknar af og þvegnar. Sökum þess hve kjóllinn var krumpaður og skítugur var tekin sú ákvörðun að þvo kjólinn í mildri sápu. Allt ferlið var ljósmyndað. Skítur og krumpur í textílum geta haft verri afleiðingar fyrir textílinn en þvottameðhöndlun svo þess vegna var ákveðið að þvo kjólinn og létta á efninu. tekinn sundur í mittið og pilsið er fellt. Treyjan er fóðruð og henni krækt saman en fallegar tölur eru til skrauts. Faldur neðan á pilsi er einnig fóðraður. Kjóllinn var víða rifinn og bættur. Yngri viðbætur eru ekki vel gerðar og augljóst að þar er ekki sama handbragð á ferð. Við ástandsskoðun kjólsins kom í ljós að hann var mjög krumpaður, skítugur, sótugur og víða rifinn. Nokkrar grófar viðgerðir voru á kjólnum. Hvítar líningar framan á ermum og í hálsmáli voru nú dökkar af sóti og skít. Kjóllinn hafði verið styttur að framan með grófum þræði og stórum saumsporum. Tölur á kjólnum eru úr málmi og pappír, með blárri glerkúlu í miðju. Þær breytingar sem höfðu verið gerðar á kjólnum voru látnar halda sér. Búið var að bæta við vasa á pilsið, líningunum sem fyrr var talað um og hann styttur að framan. Saga kjólsins er talin mikilvægari en að færa hann í upprunalegt horf. Á Þjóðminjasafni var kjóllinn mældur hátt og lágt, myndaður og hreinsaður. Hann var ryksugaður varlega á réttu og röngu með þar til gerðri forvörsluryksugu. Tölur voru teknar af og þær hreinsaðar með eyrnapinnum og vatni. Líningar Kjóll ryksugaður. Nærmynd af treyju.Nærmynd af saumum, fínum og grófum.

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.