Hugur og hönd - 2020, Page 19

Hugur og hönd - 2020, Page 19
HUGUR OG HÖND 2020  19 Handverksfólk á Þingeyri Kristján Gunnarsson fæddist á Hofi í Kirkjubólsdal í Dýrafirði 19. maí 1943. Foreldrar hans voru þau hjónin Gunnar Guðmundsson og Guðmunda Jóna Jónsdóttir. Á Hofi var stunduð mjólkur- framleiðsla og mjólkin seld á Þingeyri. Almennt handverk var unnið á bænum; móðir hans prjónaði og saumaði en faðir hans smíðaði hnakka og beisli. Þegar foreldrar hans brugðu búi fluttu þau til Þingeyrar þar sem hún vann í fiski og hann sem vélgæslumaður í frystihúsi. Á Þingeyri hófst listamannaferill þeirra, Guðmunda vann verk úr muldu íslensku grjóti og skeljum en Gunnar málaði olíumálverk, sum venjuleg en önnur upphleypt og þá með grjóti eða smáhlutum unnum úr tré. Heimili þeirra hjóna ásamt verkum má sjá í bókinni Einfarar í íslenskri myndlist. Handverk og handlangi Kært barn hefur mörg heiti og um handlagni Kristjáns má fara mörgum orðum. Hann er hagur bæði á járn og tré og fengi hann það verkefni að notast við önnur efni mundi þau án efa leika í höndum hans enda þekktur fyrir snjallar hugmyndir og lausnir á tæknilegum vandamálum. Áhugi Kristjáns lá frá upphafi í vélum og járnsmíði og fór svo að hann gerðist nemi hjá Vélsmiðju GJS á Þingeyri en þar var smíðaður og steyptur alls kyns búnaður í fiskibáta og eins fóru þar fram viðgerðir á enskum togurum allt frá toppi niður í botn og þurfti oft að kafa við þá vinnu. Ferlið við steypu á járni Þegar hlutir eru steyptir úr málmi þarf fyrst að smíða mót af hlutnum. Hlutirnir eru ýmist úr pottjárni, kopar eða áli. Mótið er síðan sett í sérstakan mótasand í Kristján að hella bráðnu járni úr deiglu í mót. Hurðarsnerill í sandmóti. Kristján Gunnarsson

x

Hugur og hönd

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.