Hugur og hönd - 2020, Side 23

Hugur og hönd - 2020, Side 23
HUGUR OG HÖND 2020  23 Alda Sigurveig Sigurðardóttir Handverksfólk á Þingeyri Snemma sumars 2019 lá leið okkar systra til fundar við hagleiksfólk á Vestfjörðum, nánar tiltekið á Þingeyri við Dýrafjörð. Af mörgu sem fyrir augu ber á Þingeyri er hlutur einn sem í tvígang hefur heillað fingralangan einstakling með smekk fyrir vönduðu handverki. Hér er um að ræða stóran vestfirskan vettling sem hangir sem kennimark fyrir utan handverkshúsið Koltru. Prjónakonan sem renndi þessum risavettlingi gegnum sínar högu hendur heitir Alda Sigurveig Sigurðardóttir. Alda fæddist fæddist á Leiðarhöfn á Vopnafirði árið 1947. Foreldrar hennar voru Heiður Júlíusdóttir, fædd á Þönglabakka í Fjörðum árið 1921, dáin 2012 og Sigurður Karl Jónsson sjómaður fæddur á Vopnafirði árið 1919, dáinn 1966. Alda gekk í barnaskólann á Vopnafirði og fók fullnaðarpróf þaðan 14 ára gömul. Eftir það vann hún við síldarvinnslu á Vopnafirði. Aðeins 15 ára gömul fór hún á vertíð til Þingeyrar og kynntist þá manni sínum Kristjáni Gunnarssyni. Þau hófu búskap á Þingeyri og hafa búið þar alla tíð. Alda hefur unnið við fiskvinnslu alla sína starfsævi. Síðan hún fór á eftirlaun hefur hún haft nóg við að vera í handverki, prjóna sauma, vattarsauma, hekla, lita garn, spjaldvefa o.fl. o.fl. Alda var ein af stofnendum handverkshópsins Koltru árið 1995. Upphafið má rekja til þess að upplýsingamiðstöðin á Þingeyri vildi fá handverk til að lífga upp á hjá sér. Í fyrstu var byrjað með lopapeysur, vettlinga, sokka og skartgripi og fleira sem allt var unnið af Dýrfirðingum, bæði með fasta búsetu eða brottfluttum. Hún hefur gegnum Alda og Kristján á víkingasvæðinu Þingeyri.

x

Hugur og hönd

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.