Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 12
AFP
Auður Olíu dælt úr jörðu í Nýju-Mexíkó.
Markaðir fikrast nær jafnvægi að nýju.
● Aðildarríki OPEC auk tíu samstarfs-
ríkja samþykktu á laugardag að halda
áfram að takmarka olíuframleiðslu sína
a.m.k. út júlímánuð.
Að sögn Bloomberg gekk ekki áfalla-
laust að komast að samkomulagi og í
aðdraganda helgarinnar þurfti
Sádi-Arabía að beita þau ríki miklum
þrýstingi sem ekki hafa fylgt að fullu
samkomulagi hópsins frá því í apríl um
að minnka framboð á olíu á heimsvísu
um 9,7 milljón föt á dag.
Munu Írak og Nígería þurfa að
minnka framleiðslu sína ögn meira en
önnnur ríki til að bæta fyrir samkomu-
lagsbrotið. Framleiðsla Kasakastans
og Angóla í maí var einnig umfram það
sem samið hafði verið um, en nær settu
marki þegar tekið er mið af meðaltals-
framleiðslu þeirra mánuðina þar á und-
an.
Olíuverð hefur sveiflast mikið á und-
anförnum vikum og mánuðum og í apríl
gerðist það í fyrsta skipti að heims-
markaðsverð á olíu varð neikvætt. Nú
virðist markaðurinn vera að komast í
eðlilegt horf enda alþjóðahagkerfið
tekið að vakna til lífsins á ný eftir kór-
ónuveirufaraldur og kostar Brent-
hráolía nú um 40 dali á fatið. ai@mbl.is
OPEC framlengir
samkomulag út júlí
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2020
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
STUTT
Til að slá á áhyggjur ferðalanga
hefur þýska flugfélagið Lufthansa
heitið því að allir þýskir farþegar
komist aftur til síns heima ef
kórónuveirusmit valda því að þeir
sitji fastir í öðru landi.
Carsten Spohr, forstjóri Luft-
hansa, tjáði helgarblaðinu Frank-
furter Allgemeine Sonntagszeit-
ung að hvers kyns uppákomur
vegna kórónuveiru eigi ekki að
valda viðskiptavinum flugfélagsins
vanda: „Við gerum okkur grein
fyrir þeim áhyggjum sem fólk hef-
ur og munum því kynna til sög-
unnar tryggingu fyrir heimferð.
Öllum þeim sem vilja komast aftur
til Þýskalands munum við koma
heim,“ sagði hann. „Gildir einu
hvort þeir hafa verið stöðvaðir á
áfangastað vegna hás hita, ellegar
sjá fram á að vera settir í sóttkví,
eða ef smit blossa upp í landinu
sem þeir hafa ferðast til – í öllum
tilvikum munum við tryggja að
farþegarnir geti flogið til baka.“
Að sögn Reuters kemur loforð
Lufthansa í framhaldi af ummæl-
um Heiko Maas, utanríkisráðherra
Þýskalands, sem sagði á föstudag
að þýsk stjórnvöld myndu ekki
flytja þýska þegna aftur heim líkt
og gert var þegar kórónuveiru-
faraldurinn dreifði úr sér fyrr á
árinu.
Framundan er krefjandi upp-
stokkun hjá Lufthansa en félagið
hefur skuldbundið sig til að m.a.
fækka starfsfólki og selja frá sér
eignir til að endurgreiða 9 millj-
arða evra björgunarpakka stjórn-
valda. Reikna má með miklum
hallarekstri hjá félaginu á kom-
andi misserum vegna þeirrar upp-
lausnar í flugsamgöngum sem
veirufraldurinn hefur valdið.
ai@mbl.is
AFP
Traust Lufthansa lofar hjálp ef veir-
an veldur farþegum vandræðum.
Lofa að koma öllum heim
Farþegar Lufthansa munu ekki verða strandaglópar
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Kórónuveirufaraldurinn virðist hafa
knúið fyrirtæki um allan heim til að
taka risastökk í átt að aukinni fjar-
vinnu. Víða hefur fjarvinnan gefið
góða raun og hafa t.d. bandarísku
tæknifyrirtækin Twitter og Square
tekið upp þá stefnu að starfsfólki
verði gert frjálst að vinna að heiman
eins og því sýnist. Sjálfur Mark
Zuckerberg tjáði starfsmönnum
Facebook fyrir skemmstu að áður
en áratugur er
liðinn reikni hann
með að um helm-
ingur starfs-
manna sam-
félagsmiðilsins
starfi heiman frá
sér.
Kristinn Árni
Lár Hróbjarts-
son, stofnandi og
ritstjóri tækni-
vefmiðilsins
Northstack, segir þetta upplagt
tækifæri til að laða hæfileikaríkt
fjarvinnufólk alla leið til Íslands.
„Vel menntað og eftirsótt fólk á
háum launum sér núna fram á að
þurfa ekki lengur að vera bundið við
stórborgir á borð við San Francisco
eða New York. Fjarvinnan leyfir
þeim að vinna hvaðan sem er í heim-
inum og velja sér þann samastað
sem hæfir þeirra þörfum best.“
Með þekkingu og sambönd
Það er alls ekki óþekkt að fólk
sem vinnur fjarvinnu ákveði að setj-
ast að í öðrum landshluta, öðru landi
eða jafnvel annarri heimsálfu og
bendir Kristinn á að sumir skoði
jafnvel allan heiminn samhliða fjar-
vinnu og færi sig frá einu landi til
annars á nokkurra mánaða fresti.
„En sá hópur sem við myndum helst
vilja fá til Íslands eru sérfræðingar
sem hugnast að setjast hér að í
lengri tíma. Sumir munu kannski
vilja vera hér í nokkur misseri eða
nokkur ár og halda svo áfram á
næsta stað, en svo eru eflaust líka
einhverjir sem væru vísir til að
ílengjast og jafnvel setjast að á Ís-
landi til frambúðar.“
Eins og gefur að skilja yrði um að
ræða mikinn hvalreka fyrir íslenska
tæknigeirann enda líklegt að þetta
fólk myndi sækjast eftir því að
tengjast íslenskum kollegum sínum
og taka virkan þátt í íslenska ný-
sköpunarsamfélaginu. „Gefum okk-
ur að hingað kæmu 500 svona sér-
fræðingar ár hvert, með dýrmæta
þekkingu og sambönd sem íslensk
fyrirtæki gætu nýtt sér. Hvað ef síð-
an 10% af þessum 500 ákveða að
setjast að á Íslandi fyrir fullt og allt,
og kannski stofna ný fyrirtæki og
skapa nýjar lausnir?“ segir Kristinn.
„Er þá eftir að taka með í reikning-
inn að um er að ræða fólk með mjög
góðar tekjur sem mun greiða skatta
sína á Íslandi og taka fullan þátt í
samneyslunni.“
Segir Kristinn að margir í tækni-
geiranum myndu vilja kveðja Kali-
forníu eða New York-ríki fyrir stað
eins og Ísland, til að flýja himinhátt
húsnæðisverð og umferðarteppur,
ellegar búa í öruggu samfélagi fjarri
þeirri ólgu og óvissu sem víða ein-
kennir daglegt líf fólks. „Ísland býð-
ur upp á augljós lífsgæði, s.s. áhuga-
vert menningarlíf, öflugt heilbrigðis-
kerfi og óspillta náttúru og þannig
mætti lengi telja. Fyrir fólk sem er
komið á vissan stað í lífinu, og með
vissar áherslur, ætti það að vera
miklu ákjósanlegri valkostur að lifa
af tveggja milljóna króna mánaðar-
launum í Reykjavík en í Kísildal.“
Með starfið í ferðatöskunni
En til að geta tekið á móti öllu
þessu góða fólki – fá erlenda snill-
inga til landsins á færibandi – þarf
að fjarlægja bæði stórar og smáar
hindranir. Mikilvægast er að þetta
fólk geti fengið landvistarleyfi: „Rík-
isborgarar EES-landanna geta sest
að á Íslandi ef þeim sýnist, en aðrir
ekki. Ef bandarískur séfræðingur
vildi flytja til Íslands myndi hann
þurfa að ráða sig til starfa hjá ís-
lensku fyrirtæki og hann gæti ekki
einfaldlega tekið bandaríska starfið
sitt með sér til landsins. Þyrfti að
bjóða upp á einhvers konar „bring
your own job“-áritun fyrir þennan
hóp. Þá þyrfti að finna leið til að auð-
velda fyrirtækjunum sem þetta fólk
starfar hjá að greiða skatta af laun-
um þeirra á Íslandi, hvort sem það
væri í gegnum innlent dótturfélag
eða með einhverjum öðrum leiðum.“
Í framhaldinu myndi þurfa að laga
ýmsa minniháttar hnökra sem flækj-
ast fyrir aðfluttum. Þarf að vera sem
auðveldast að leigja eða kaupa hús-
næði, koma börnum í skóla við hæfi
og eiga í samskiptum við alls kyns
fyrirtæki og stofnanir. „Fyrir þá
sem ekki tala íslensku og þekkja
ekki inn á kerfið geta alls kyns
óþarfa vandamál komið upp. Þannig
þurfti ég t.d. nýlega að aðstoða er-
lendan kollega minn sem vildi nýta
skattaívilnun fyrir erlenda sérfræð-
inga, og þurfti að fara í gegnum
nokkuð flókið ferli þar sem m.a. varð
að fylla út eyðublað sem aðeins var
fáanlegt á íslensku.“
Gætum fengið snillinga
til landsins á færibandi
Framfaraskref ef bandarískir sérfræðingar gætu stundað fjarvinnu frá Íslandi
Lífsgæði Bandarísk tæknifyrirtæki hafa gefið starfsfólki sínu aukið svigrúm til að vinna þaðan sem því sýnist.
Margir ættu að geta hugsað sér að búa í Reykjavík frekar en San Francisco sem glímir við ótal alvarleg vandamál.
AFP
Kristinn Árni Lár
Hróbjartsson
8. júní 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 131.47
Sterlingspund 166.01
Kanadadalur 97.48
Dönsk króna 19.971
Norsk króna 14.11
Sænsk króna 14.287
Svissn. franki 137.2
Japanskt jen 1.2033
SDR 181.6
Evra 148.9
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 187.4827
Hrávöruverð
Gull 1709.55 ($/únsa)
Ál 1535.0 ($/tonn) LME
Hráolía 39.84 ($/fatið) Brent