Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2020
FRÁBÆR
TILBOÐ
Verð frá
990 ISK
HAPPY HOUR
15 to 18.00
VEGAN- OG GRÆNMETISRET
TIR
Í B
OÐ
I
Hádegistilboð kr. 990 - 1.990
Kl. 11:00 - 14:30
Kvöldtilboð kr. 1.990 - 2.990
Kl. 18:00 - 21:00
B A N K A S T RÆ T I 7 A | 1 0 1 R E Y K J AV Í K | ( + 3 5 4 ) 5 6 2 - 3 2 3 2 | S O L O N . I S
Úr bíómyndinni
„Good Morning Viet-
nam“:
„Útvarpsmaður: Á
línunni er sérfræð-
ingur njósnadeildar
hersins. Hverju hafið
þið komist að með
óvininn síðan þið
komuð?
Sérfræðingur: Við
höfum fundið út að
við getum ekki fundið
hann. Við vitum að óvinurinn er
þarna einhvers staðar en það er
ómögulegt að finna hann. [treggáf-
að framborið]
Útvarpsmaður: Hvernig leitið
þið að óvininum?
Sérfræðingur: Jú, við spyrjum
fólk hvort það sé óvinurinn og þá
sem svara játandi, skjótum við!“
Ég hló þá, en aldrei hefði mig
grunað að þessi nálgun yrði fyrir-
mynd íslenskra yfirvalda við að
takast á við CO-
VID-19. Treyst er á
að allir með minnstu
einkenni gefi sig sjálf-
viljugir fram í próf-
anir sem geta sent
fjölskylduna, vinnu-
félagana og við-
skiptavinina í stofu-
fangelsi.
Enn verra er að
sjúkdómurinn, sem
oftast er mildur, get-
ur orðið lífshættu-
legur ef menn leita
sér ekki lækningar í
tíma. Með refsistefnu er því ekki
aðeins verið að senda sjúkdóminn
í felur heldur er líka verið að setja
líf fólks í hættu.
Leið vanþekkingar
Beiting sóttkvía er frumstæð
aðferð sem byggist ekki á þekk-
ingu heldur á þekkingarleysi og
ótta við hið óþekkta. Vísindalegri
aðferð er ekki beitt við að ákvarða
hverjir fara í sóttkví heldur er það
geðþóttaákvörðun þess sem ræð-
ur. Sérhver aðferð sem grundvall-
ast á ofbeldi og vanþekkingu þarf
áróður til að knýja fram hlýðni og
rökræður til að sannfæra sjálf-
stæða einstaklinga þjóna litlum
tilgangi. En án rökræðna hverfur
aðhald. Þannig var bæði ferðafólk
frá covid-lausum löndum sent í
sóttkví og börn sem eru mikið til
ónæm. Niðurstaðan var að bara
5% af fólki í sóttkví reyndust sjúk.
Stjórnarskrá bara
til viðmiðunar
Fram að þessu hafa 22 þúsund
Íslendingar þurft að dúsa í slíku
stofufangelsi og uppsöfnuð frels-
issvipting er orðin meiri en 800 ár,
eða sem nemur um fimmföldum
ársafköstum fangelsiskerfisins. Þá
er enn ótalinn sá skaði sem
sóttkví erlendra ferðamanna olli
efnahagslífinu. Þetta er lang-
stærsta og afdrifaríkasta valdbeit-
ing íslenskra yfirvalda í sögu lýð-
veldisins.
Ætla mætti að góða heimild
þyrfti, því stjórnarskráin krefst að
„engan megi svipta frelsi nema
samkvæmt heimild i lögum“ (67.
gr). Framkvæmdavaldið má aldrei
svipta þegnana frelsinu, nema með
heimild löggjafans. Sú heimild
þarf að vera skýr því ríkisvaldið
er þrískipt. Í sóttvarnarlögum
kemur orðið „sóttkví“ hvergi fyrir
og hvergi er minnst á einangrun
heilbrigðs fólks. Heimildin, fyr-
irkomulagið og hverjir fara í
sóttkví er ekki í lögunum heldur í
reglugerð og reglum sem heil-
brigðisráðherra setti, þ.e. reglum
sem framkvæmdavaldið má breyta
án samráðs við löggjafann. Til
samanburðar eru dönsk sóttvarn-
arlög mjög skýr í að skilgreina
frelsi hverra megi svipta og vegna
COVID-19 var lögunum sér-
staklega breytt til að tryggja að
aðgerðir yrðu löglegar. Íslensk yf-
irvöld voru hugaðri og leyfðu
heilbrigðisráðherra einum að
ákveða hverja ætti að senda í slíkt
stofufangelsi. Það skyldi þó aldrei
fara svo að stærstu ríkisinngrip
lýðveldisins myndu leiða til
stærsta skaðabótamáls Íslands-
sögunnar?
Leið þekkingar
En hver er réttlæting inngrip-
anna?
Mælingar sýna að 1,5% Íslend-
inga fengu COVID-19 og dánar-
tíðnin var bara 0,16% eða svipað
og slæm flensa. Enn fremur sést
að 60% smita á Íslandi urðu til og
hurfu utan sóttkvíar og aðeins 0,2-
0,3% Íslendinga smituðust í apríl
og maí. Smithættan er því mun
minni en óttast var. Nýjustu rann-
sóknir sýna líka að þegar kemur
að smitleiðum líkist COVID-19
meira SARS og MERS en flensu
því meginsmitleiðin er gegnum
hópsmit þar sem 10% sjúklinga
bera ábyrgð á 80% smita. Fæstir
smita því aðra. (https://wellcome-
openresearch.org/articles/5-67)
Slíkir hópsmitviðburðir eru eink-
um innandyra við trúarathafnir,
kóræfingar og gleðskap en hóp-
viðburðir sem sleppa við CO-
VID-19-smit eru leikhús, óperu-
sýningar, bíósýningar og kennsla.
Smithættan eykst þegar margir
tala hátt eða syngja (sem býr til
ördropa), en hljóðlátt fólk smitar
lítið. Ördropar sem eru hættuleg-
astir á veturna virðast vera aðal-
smitleiðin. Öfugt við flensu smita
börn lítið og skólasmit skipta
minna máli, en mögulega spila al-
menningssamgöngur smit-rullu
sem skýrir að hluta ástandið í
borgum eins og New York. Sem
betur fer eru Íslendingar mikil
bílaþjóð og enn laus við slíkt borg-
arlínuböl.
Skaðinn af COVID-19 ræðst
meira af því hver sýkist og um-
hverfinu sem smitið verður í en af
því hver smitar. Sóttkví sem ein-
angrar bara suma smitbera er því
gagnslaus aðferð vanþekkingar
sem sendir sjúkdóminn í felur og
veldur gríðarlegu tjóni. Með að-
ferðarfræði þekkingar er upplýs-
ingagjöf mikilvægasta vopnið, sem
gerir fólki í viðkvæmum hópum
kleift að meta betur hætturnar og
forðast eða nota vírushelda and-
litsgrímu þegar ekki er hjá því
komist. Á hjúkrunarheimilum þarf
áfram að hafa varann á auk þess
sem bætt loftræsting þar og ekki
síst rétt stilling á innirakastigi
dregur mikið úr smithættu.
Nú þegar mælingar hafa sýnt
hversu skaðlaus COVID-19 er
hafa yfirvöld enga afsökun lengur
fyrir því að halda áfram
skemmdarverkum á efnahagslíf-
inu. Leiðin fram á við verður að
vera leið þekkingar en ekki van-
þekkingar.
Eftir Jóhannes
Loftsson »Með þekkingu má
gera COVID-19
skaðlausan fyrir fólk og
efnahagslíf.
Jóhannes
Loftsson
Höfundur er verkfræðingur
jloftsson@gmail.com
Óréttlætanlegt stofufangelsi saklausra
Randolph Nesse,
forstjóri þróunar- og
læknisfræðimið-
stöðvar ríkisháskólans
í Arisóna, Bandaríkj-
um Norður-Ameríku
(BNA), segir: „Karl-
kyn [sem slíkt] er
mikilvægasti orsaka-
valdur andláts á unga
aldri.“ Norðuramer-
íski sálfræðingurinn
Warren Farrell segir:
„Sjálfsvíg heimta nú fleiri líf í ver-
öldinni en stríð, morð og hamfarir,
eða sem samsvarar þrjátíu og sex
milljónum heilbrigðra lífa umhverf-
is hnöttinn.“ Bilið milli drengja og
stúlkna, hvað lífslíkur varðar, hef-
ur breikkað fjórfalt á einni öld eða
svo. Lífslíkur drengja eru miklu
minni en stúlkna. Þeir virðast óvel-
komnir í heiminn. Um 80% verð-
andi foreldra í BNA óska sér
fremur stúlku en drengs. Sjálfs-
vígstíðnin er skelfileg. Á aldrinum
10-15 ára fremja tvöfalt fleiri
strákar sjálfsvíg en stelpur; á aldr-
inum 15-19 ára eru þeir fjórum
sinnum fleiri; á aldrinum 20-24 eru
þeir fimm til sex sinnum fleiri.
Sjálfsvígum karla fjölgar meira en
hjá konum. Í Indlandi t.d. aukast
þau níu sinnum hraðar. Meðan
tíðni sjálfsvíga lækkaði um þriðj-
ung hjá konum hækkaði hún um
fjórðung hjá körlum. Samkyn-
hneigðir piltar svipta sig þrefalt
oftar lífi en stúlkur í sömu stöðu.
Á unglingsárum, þegar karlmanns-
hlutskiptið blasir við, deyða dreng-
ir sig hrönnum saman. Það sama
gera karlar um miðjan níræð-
isaldur, ónytjungar orðnir. Ekklar
deyða sig miklu oftar en ekkjur.
Atvinnulausir karlar deyða sig tvö-
falt oftar en karlar í vinnu. T.d.
vógu karlar í BNA sjálfa sig rúm-
lega sex hundruð
sinnum oftar í krepp-
unni miklu en konur.
Álag karlmanna í
samkeppnisatvinnulífi
getur verið geigvæn-
legt. Í BNA farast á
hverjum degi ámóta
margir karlmenn í
slysum og voru drepn-
ir daglega í Víetnam.
Þetta er „glerkjall-
arinn“, sem norður-
ameríski sálfræðing-
urinn Warren Farrell
kallar svo, þ.e. þau
ósýnilegu öfl, sem njörva karla
niður í „störfum dauðans“. Undir
lok síðustu aldar fjölgaði andlátum
(karoshi) sökum vinnuálags meðal
japanskra karla um 1.400%. Í
BNA fremja fleiri uppgjafaher-
menn (karlar) sjálfsvíg á ári
hverju en voru drepnir í stríðunum
í Afganistan og Írak, þ.e.a.s. fyrir
einn hermann drepinn svipta 25
sig lífi. Í Bretlandi svipta karl-
menn sig þrisvar sinnum oftar lífi
en sem nemur fjölda látinna karl-
manna í umferðarslysum. Fleiri
karlmenn látast úr sjálfsvígum en
af sjúkdómum eins og blóðkrabba
og alls konar sýkinga- og sníkju-
dýrssjúkdómum. Drengir og karlar
verða tvöfalt oftar fyrir ofbeldi en
stúlkur, þegar nauðganir eru með-
taldar. Í sjónmiðlum er ofbeldi
karla algengt skemmtiefni. „Of-
beldi gegn körlum er ekki bara
kallað skemmtun, það er einnig
kallað menntun. Við styðjum þetta
öll dag hvern.“ (Warren Farrell)
Þegar konur fremja alls konar
ódæði gegn körlum, bæði í veru-
leikanum og í listinni, eru þær
hafnar til vegs og virðingar sem
kvenfrelsunarhetjur. Samtímis
þessum óhugnaði aukast skotárásir
föðurlausra unglingspilta og ungra
karlmanna. Fjöldi þeirra hefur
þrefaldast síðasta áratuginn. Fang-
elsi og betrunarstofnanir af ýmsu
tagi í BNA eru troðfullar af
drengjum og körlum. Drengir eiga
miklu frekar yfir höfði sér ákærur
um misferli, miklu fleiri þeirra
hljóta dóm og dómar þeirra eru
miklu lengri en gengur og gerist
meðal stúlkna. Föngum, sem að
verulegu leyti eru karlkyns, fjölg-
aði um 700% síðustu hálfa öld. Um
85% fangelsaðra drengja ólust upp
án föðurhandleiðslu. Í BNA búa nú
um 5% íbúa heimsins, en þar er
líka að finna fjórðung fanga í ver-
öldinni. Nauðganir á körlum í
fangelsum eru vanrannsakaðar, en
færa má skynsamleg rök að því að
þeim sé nauðgað innan veggja
fangelsa í svipuðu hlutfalli og kon-
um fyrir utan. Þróunin er brengl-
uð. Í Kaliforníu t.d. eru byggð 25
fangelsi fyrir hvern og einn
menntaskóla (college). Í fangelsum
og á betrunarstofnunum er
margvíslegt ofbeldi framið. Dreng-
ir á betrunarstofnunum eru beittir
kynferðislegu ofbeldi, tæp 8%
þeirra. Ofbeldismennirnir eru
langoftast konur. Miklu fleiri
drengir og karlmenn láta lífið sök-
um ofbeldis en konur. Í BNA er
tuttugu og fjórum sinnum líklegra
að lögregla skjóti karlmann til
bana en konu. Þróunin umhverfis
okkur er oft og tíðum forboði þess
sem koma skal í íslenska örsam-
félaginu.
Lífslíkur drengja,
ofbeldi og sjálfsvíg
Eftir Arnar
Sverrisson » Það eru verulegar
blikur á lofti í veröld
drengjanna. Heill þeirra
og hamingja er í húfi.
Þeir svipta sig lífi unn-
vörpum í andsnúnu
samfélagi.
Arnar
Sverrisson
Höfundur er ellilífeyrisþegi.
arnarsverrisson@gmail.com
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
ÞARFTU AÐ LÁTA GERA VIÐ?