Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2020 Vél atvinnuman og þeirra sem gera Japönsku MITOX-Kawasa vélorfin hafa um árabil ver val atvinnumannsins þeg kemur að því að velja öflu og endingargott vélorf krefjandi slátt. nsins kröfur ki ið ar gt í ÞÓR FH Akureyri: Baldursnes 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Frumvarp forsætisráðherra umvarnir gegn hagsmuna- árekstrum í Stjórnarráði Íslands var til umræðu á þingi í liðinni viku. Einn þingmaður taldi málið að mörgu leyti van- hugsað og vanreif- að og taldi brýnna að fara yfir ýmsar reglur sem settar hafa verið síðasta áratuginn eða svo um vinnubrögð í Stjórnarráðinu sem illa hefði gengið að fara eftir og gæti bent til að reglurnar væru í ólagi.    Þetta var Sigríður Andersensem hafði áhyggjur af að fyrirliggjandi frumvarp yrði að- allega til að auka skriffinnsku. Hún fann líka að því að það næði til sendiherra og aðstoðarmanna ráðherra, sem tækju ekki ákvarð- anir, en ekki síður að í því væru undanskildir þeir sem raunveru- lega réðu.    Hún benti á að ef ætlunin væriað auka gagnsæi og auka traust borgaranna á stjórnsýslunni ætti ekki að undanskilja upplýs- ingar um „hagsmunaárekstra skrifstofustjóra og ráðuneytis- stjóra, og jafnvel upplýsingar um þá starfsmenn á plani, ef ég má orða það þannig, sem taka raun- verulega ákvarðanirnar. Sem að kveða upp úrskurðina.“    Þetta er hárrétt ábending. Til-hneigingin hefur verið sú að færa æ meiri völd í hendur ókjör- inna og nafnlausra embættismanna og nefnda með þeim rökum að það sé faglegt. Ef völdin eiga að vera þar, sem er hvorki lýðræðislegt né æskilegt að öðru leyti, er auðvitað nauðsynlegt að hulunni sé svipt af embættismönnunum og að þeir lúti sömu reglum og eftirliti og til dæmis ráðherrar. Sigríður Andersen Ábyrgð og völd fari saman STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Hótel Rangá styrkti björgunarsveitirnar á Hellu og Hvolsvelli til kaupa á nýjum hlífðargöllum í síðustu viku, en styrkurinn var fjármagnaður með „þjórfé“ erlendra ferðamanna. Friðrik Pálsson, eigandi hótelsins, segir marga erlenda ferðamenn vana því að greiða þjórfé, en hótelið hafi ákveðið fyrir nokkrum ár- um að þiggja ekki slíkar greiðslur. Með fjölgun bandarískra ferðamanna á Íslandi hafi fleiri gestir hótelsins viljað sýna þakklæti sitt með því að greiða þjórfé, en Friðrik segir að þjórfé sé gjarnan notað þar í landi til að bæta upp lág laun þjónustufólks og þætti honum leiðinlegt ef slíkt fyrirkomulag myndi ryðja sér til rúms hér á landi. Í staðinn er gestum hótelsins boðið að styrkja björgunarsveitir á svæðinu og hefur hótelið fært björgunarsveitunum á Hellu og Hvolsvelli þrjá styrki á síðustu árum. Í samráði við björgunarsveitirnar var ákveðið að í þetta skipti myndi styrkurinn koma í formi vatnsheldra hlífðargalla, og voru gallarnir af- hentir við bakka Rangár. Björgunarsveitir fá galla að gjöf  Biðja um styrki til sveitanna í stað þjórfjár Afhending Gallinn var mátaður við afhendingu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, hefur undirritað auglýsingu um stækkun friðlýsingar fólkvangsins Hliðs á Álftanesi. Friðlýsingin er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýs- ingum, en nýtt vefsvæði átaksins var opnað fyrir helgi Hlið var friðlýst sem fólkvangur árið 2002. Markmið friðlýsing- arinnar er að tryggja landsvæði til útivistar og almenningsnota. „Fjaran og aðliggjandi sjávar- svæði eru sérstaklega áhugaverð til náttúruskoðunar svo sem fugla- og fjöruskoðunar, en meðal tegunda sem finnast innan fólkvangsins eru margæs, æðarfugl, rauðbrystingur, sendlingur og tildra. Aðgengi að svæðinu er gott og því er það sér- staklega ákjósanlegt til útikennslu. Með stækkuninni er landsvæði þar sem áður var gert ráð fyrir bygg- ingarlóðum orðið hluti fólkvangs- ins,“ segir m.a. í tilkynningu frá ráðuneytinu. Að lokinni undirritun var boðið í pönnukökuveislu hjá Jó- hannesi Viðari, vert í Hliði. Fólkvangurinn Hlið á Álftanesi stækkaður Álftanes Viðstödd undirritun friðlýsingar fólkvangsins Hliðs á Álftanesi, auk umhverfisáðherra, voru bæjarstjóri Garðabæjar, bæjarfulltrúar og starfsmenn frá Umhverfisstofnun og umhverfisráðuneytinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.