Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2020 Litirnir eru fjölmargir og hægt að fá sérblandaða hjá okkur. HÁGÆÐA VIÐARVÖRN FRÁ SLIPPFÉLAGINU Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga Sími 588 8000 slippfelagid.is ER PLANIÐ SKÍTUGT? Fáðu tilboð í s: 577 5757 GÖTUSÓPUN ÞVOTTUR MÁLUN www.gamafelagid.is Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Þetta hefur gengið vel fram til þessa. Umsóknarferlið er enn opið og vonandi bætast enn fleiri í hópinn síðustu dagana,“ segir Salóme Guð- mundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups. Vísar hún í máli sínu til umsóknarferlis nýs viðskiptahraðals, Startup Super- Nova, sem fór af stað í byrjun síð- ustu viku. Er um að ræða samstarfs- verkefni Icelandic Startups og Nova. Verkefnið hefur göngu sína seint í júnímánuði, en alls verða tíu sprota- fyrirtæki valin til þátttöku. Hvert mun hljóta fjárstyrk að upphæð ein milljón króna auk þess að fá aðgang að vinnuaðstöðu og njóta leiðsagnar reyndra frumkvöðla. Nú fyrir helgi höfðu þegar borist um 60-70 um- sóknir og gera má ráð fyrir að fjölga muni enn frekar áður en skráningu lýkur 10. júní. Að sögn Salóme er yfirferð um- sókna ekki hafin, en verkefnið mun fara af stað 22. júní. Verður horft til þess að velja verkefni sem skapað geta störf og verðmæti fyrir sam- félagið. „Við viljum komast sem allra fyrst að því hvort flötur sé á hug- myndinni. Það er gríðarlega gott ef möguleiki er á sköpun gjaldeyris- tekna. Nú er verið að horfa til þess að fjölga útflutningsgreinum og þetta verkefni getur orðið liður í því,“ segir Salóme og bætir við að af þessum sökum verði umræddar hug- myndir að falla í kramið á alþjóða- vettvangi. „Við erum ekki byrjuð að fara yfir umsóknir, en við munum vinna þetta gríðarlega hratt um leið og umsókn- arferlinu lýkur. Við erum helst að leita að hugmyndum sem náð geta árangri á markaði alþjóðlega. Þess utan er auðvitað mikilvægt að í leið- inni skapist störf hér heima,“ segir Salóme. Kostar um 50 milljónir króna Fyrirtækin sem verða fyrir valinu og hljóta styrk frá Startup Super- Nova munu vera til húsa í Grósku hugmyndahúsi í Vatnsmýrinni. Á framangreint hús jafnframt að vera vettvangur nýsköpunar háskóla- samfélagsins og atvinnulífsins hér á landi. Verkefni Startup SuperNova mun standa yfir í tíu vikur í sumar og lýkur því í ágústmánuði. Spurð um heildarkostnað verkefn- isins segir Salóme að hann hlaupi á um 50 milljónum króna. „Hvert verkefni kostar um fimm milljónir króna. Peningur er eitt, en aðgangur að um 100 reynslumiklum aðilum er gríðarlega mikils virði.“ Vilja að verðmæti og störf skapist  Tugir sækja um í frumkvöðlaverkefni Startup SuperNova Morgunblaðið/Eggert Gróska Fyrirtækin sem verða fyrir valinu munu starfa í Vatnsmýrinni. Morgunblaðið/Eggert Gluggaþvottur er nauðsynlegur með reglubundnum hætti, sérstaklega eftir vorhret og vetrartíð um borg og bý. Þeir sem reka veitingastað á horni Laugavegar og Snorrabrautar eru með háa glugga sem kalla á góðan þvott, enda gefa gluggarnir glögga sýn á mannlíf og mannvirki í kring. Gluggar gefa glögga sýn Borgarstjórinn í Reykjavík óskar nú í tíunda sinn eftir ábendingum frá borgarbúum um Reykvíking sem verið hefur öðrum til fyrirmyndar. Ábendingarnar verða notaðar til að velja Reykvíking ársins 2020. Ábendingar um einstaklinga, ásamt rökstuðningi, er hægt að senda á hugmynd@reykjavik.is eða skila bréflega til skrifstofu borgar- stjóra merkt Reykvíkingur ársins fyrir mánudaginn 15. júní nk. „Til greina koma aðeins ein- staklingar sem hafa verið til fyr- irmyndar eða sýnt af sér háttsemi eða atferli sem kemur Reykjavík- urborg til góða á einhvern hátt. Slíkur borgari gæti t.d. verið ein- hver sem hefur haft jákvæð áhrif á lífið í borginni, gert nærumhverfi sínu gott eða hefur gert Reykjavík- urborg gott á undanförnum árum með einhverjum öðrum hætti,“ segir m.a. í tilkynningu frá borginni. Sú hefð hefur myndast á undan- förnum árum að Reykvíkingur árs- ins rennir fyrstur fyrir lax í Elliða- ánum ásamt borgarstjóra. Tilnefninga óskað um Reykvíking ársins 2020 Morgunblaðið/Einar Falur Veiðar Helga Steffensen var Reyk- víkingur ársins 2019 og veiddi fyrsta laxinn í Elliðaánum það ár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.