Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2020 STOFNAÐ 1956 Glæsileg íslensk hönnun og smíði á skrifstofuna Bæjarlind 8–10 201 Kópavogur Sími 510 7300 www.ag.is ag@ag.is Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni. „ATHUGAÐU HVORT ÞÚ GETUR FENGIÐ HANN TIL AÐ SEGJA HVER FÉKK HANN TIL ÞESS.” „SIGURÐUR, FÆRÐU MÉR DJÚPSTEIKTA LAUKHRINGI OG FÆRÐU SVO KERTIÐ Á ENDA BORÐSINS.” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... lofa henni stjörnum himins. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ODDI, ÞÚ ERT MJÖG FÆR Í AÐ VERA HUNDUR EINS OG ÞAÐ SÉ MIKIÐ HRÓS ÉG BARÐIST EITT SINN VIÐ SVO HÉGÓMLEGAN ANDSTÆÐING AÐ HANN HÆTTI AÐ SKYLMAST TIL ÞESS AÐ SPEGLA SIG Í MÁLMSKILDINUM MÍNUM! ÉG VONA AÐ ÞÚ HAFIR SÆRT HANN ILLA! HVORT ÉG GERÐI! ÉG SAGÐI HONUM AÐ HANN VÆRI Í BESTA FALLI SEXA! mánaða aldri. Davíð er sonur Jenn- ýjar Sigurbjartsdóttur og Sigur- sveins Óla, bróður Rögnu Freyju. Davíð er búsettur í Kópavogi. Maki: Gunnur Elísa Stefánsdóttir, f. 31.3. 1980, d. 10.5. 2014. Börn þeirra eru Alexander Bjarmi, f. 2000, Daníel Snær, f. 2001, og Embla Júlía Mjöll, f. 2009. Systkini Rögnu Freyju: Fanney Magna Karlsdóttir, f. 17.1. 1944, tónmenntakennari á Akranesi; Sæ- rún Æsa Karlsdóttir, f. 20.5. 1945, fv. bóndi á Kvígsstöðum; María Val- gerður Karlsdóttir, f. 10.9. 1948, matráðskona á Siglufirði; Sigur- sveinn Óli Karlsson, f. 27.3. 1954, d. 17.12. 1981; Jón Óttarr Karlsson, f. 21.3. 1956 Reykjavík, íþróttafræð- ingur í Kópavogi. Foreldrar Rögnu Freyju voru hjónin Katrín Gamalíelsdóttir, f. 23.8. 1919 í Réttarholti í Blönduhlíð, d. 11.4. 1980, húsfreyja og sauma- kona á Siglufirði og í Kópavogi, og Karl Sæmundarson, f. 15.7. 1919 á Krakavöllum í Fljótum, d. 20.2. 1996, húsgagnasmiður. Sambýlis- kona Karls frá 1982 var Irma Geirsson frá Pommern í Póllandi, f. 25.9. 1920, d. 19.3. 2010, matráðs- kona. Ragna Freyja Karlsdóttir Dúi Kristján Grímsson bóndi í Langhúsum, langafi hans var Grímur græðari Magnússon Eugenía Jónsdóttir húsfreyja í Langhúsum í Fljótum Sæmundur Dúason bóndi á Krakavöllum, síðar kennari í Fljótum,Grímsey og á Siglufirði Guðrún Valdný Þorláksdóttir húsfreyja á Krakavöllum, í Grímsey og á Siglufirði Karl Sæmundarson húsgagnasmiður á Siglufirði og verslunarm. í Kópavogi Þorlákur Þorláksson bóndi á Lambanesreykjum Margrét H. Grímsdóttir húsfreyja á Lambanesreykjum í Fljótum Dr. Jón Dúason stórkaupmaður í Khöfn og fræðimaður Ólöf Grímea Þorláksdóttir listakona Sigurjón Jónsson bóndi í Garðshorni Rósa Friðbjarnardóttir húsfreyja í Garðshorni í Eyjafirði Gamalíel Sigurjónsson verkamaður á Sauðárkróki María Rögnvaldsdóttir húsfreyja og skáld á Sauðárkróki Rögnvaldur Björnsson bóndi í Réttarholti Freyja Jónsdóttir Normann húsfreyja í Réttarholti í Blönduhlíð Úr frændgarði Rögnu Freyju Karlsdóttur Katrín Gamalíelsdóttir húsfreyja og saumakona á Siglufirði og í Kópavogi Helgi R. Einarsson yrkir og kall-ar „Góðmennsku“: Leysir öll vandamál laglega Lilla og auk þess mjög faglega. Svo mikil er gæskan og gáskafull æskan að gera ’ða vill ’ún helst daglega. Gústi Mar. orti 22. maí á Akur- eyri: Hér er dvölin feikifín ég fæ mér húfu á kollinn. Hátt í suðri sólin skín á Sjallann, Hof og Pollinn. Ólafur Stefánsson svaraði: Seggir verða menn að meiri – margoft það á sjálfum finn, þegar gista Akureyri, eins og Gústi í þetta sinn. Jónas Frímannsson sendi mér „Kvöldvísu“ á fimmtudag: Bláhiminn mér blasir við, blómum skrýdd er grundin. Andar kyrrð og aftanfrið út um nes og sundin. Á Boðnarmiði yrkir Gylfi Þor- kelsson: Með menntun í ákafa framsókn fer og forðast að bíða með efndirnar. Þá skynsamlegast og skilvirkast er að skipa rétt hæfnisnefndirnar. Ég hygg að afdráttarháttur sé erfiðastur rímnahátta, a.m.k. er hann mér ofviða. Guðmundur Arn- finnsson yrkir og skýrir svo: „Fremsti stafur tekinn framan af hverju orði í fyrri parti vísunnar, orðin, sem eftir standa, mynda seinni partinn“: Hrasa flestir, hrumur kveður, hrekkur særir. Rasa lestir, rumur veður, rekkur ærir. Jón Atli Játvarðarson skrifar á Boðnarmjöð: „Þegar fluttar eru veðurlýsingar frá Reykjavík er mælingin inni á milli trjánna í Öskjuhlíðinni. Í sömu veðurlýsingu er gerð grein fyrir veðrinu á Vest- fjörðum. Sú mæling fer fram á Steingrímsfjarðarheiði. Þetta leiðir að sjálfsögðu til veðurspánna einn- ig. Hvað annað?“: Sumarið um segi fátt, samt ég er á tánum. Skoða vinda- og veðraþátt og vætuspána á skjánum. Gott ef ekki gömul synd með guðsins hefnd og reiði. Ég stari á spá um stinnings-vind á Steingrímsfjarðarheiði. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Veðrið á Steingrímsfjarðar- heiði og hæfnisnefndir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.