Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2020 ✝ GuðmundurÓskar Ívarsson fæddist í Görðum í Grindavík 14. mars 1930. Hann lést á Landspítalanum 18. maí síðastliðinn. Foreldrar Guð- mundar voru hjón- in Ívar Magnússon, f. í Vallarhúsum í Grindavík 1892, d. 1962, og Guðný Stefánsdóttir, f. á Grund í Stöðv- arfirði 1896, d. 1993. Systkini Guðmundar eru: Jóhanna, f. 1919, d. 1996, Magnús, f. 1922, d. 1951, Stefanía, f. 1924, d. 1999, Guðrún, f. 1927, d. 1946, og Arnleif, f. 1934. Guðmundur kvæntist hinn 1. okt. 1953 fyrri eiginkonu sinni Báru Karlsdóttur, f. í Karlsskála í Grindavík 1930, d. 1955. Synir þeirra eru: 1) Ágúst Karl, f. 1953, d. 1997, kona hans var Þórdís Gunnarsdóttir. Barn þeirra er Kristín og eitt barna- barn. Barn hans frá fyrra hjóna- tvö barnabörn. 3) María, f. 1964, gift Unnari Ragnarssyni. Börn þeirra eru: Guðmundur, Her- mann, Una María og átta barna- börn. 4) Guðný, f. 1967, gift Hersi Sigurgeirssyni. Börn þeirra eru Sesar og Katrín. Guðmundur ólst upp í Grinda- vík og bjó þar alla sína tíð fyrir utan árin sem hann lærði húsa- smíði við Iðnskólann í Reykja- vík. Guðmundur varð húsa- smíðameistari árið 1950 og eru ófá húsin í Grindavík hans smíð. Hann kom einnig að endurgerð margra gamalla húsa. Guð- mundur stofnaði trésmíðaverk- stæðið Grindina og rak það fram á efri ár ásamt sonum sín- um. Hann var duglegur til vinnu, unni starfi sínu sem smið- ur vel og hafði brennandi áhuga á byggingarlist. Hann hafði yndi af ferðalögum, og þá sér- staklega innanlands og naut þess að skoða landið með fólk- inu sínu. Hann var mikill tónlist- arunnandi, söng og spilaði á harmonikku. Eitt af hans helstu einkennum var að horfa á björtu hliðar lífsins og slá á létta strengi. Útför Guðmundar fer fram í Grindavíkurkirkju í dag, 8. júní 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. bandi er Bára og tvö barnabörn. Fósturdóttir hans er Jenný Lovísa og eitt barnabarn. Seinni eiginkona Guðmundar gekk Karli í móðurstað. 2) Bragi, f. 1955, kvæntur Valgerði Þorvaldsdóttur. Börn þeirra eru: Pétur, Þorvaldur, Sveinbjörn, Bára og 11 barna- börn. Guðmundur kvæntist hinn 15. júní 1957 seinni eiginkonu sinni Guðfinnu Óskarsdóttur, f. í Reykjavík 1938, d. 2011. Börn Guðmundar og Guðfinnu eru: 1) Magnús, f. 1958, kvæntur Huldu Halldórsdóttur. Börn þeirra eru: Arna, Hrefna, Guðfinna og fjögur barnabörn. 2) Margeir, f. 1960, kvæntur Marisu S. Sicat. Börn þeirra eru: Dína María, Stefanía Ósk og eitt barnabarn. Börn Marisu frá fyrra hjóna- bandi eru: Marylinn, Laura og Í kveðjuskyni langar mig að skrifa nokkur orð um hann pabba. Pabbi var einstakur maður, dugnaðarforkur mikill, heiðarleg- ur, stundvís og pottþéttur. Pabbi var hógvær og með eindæmum kurteis og orðvar en undir niðri var mikill húmoristi sem hafði gaman af því að segja sögur, hann fylgdist vel með fólkinu sínu og vildi að öllum liði vel. Hann hafði gaman af því að ferðast, naut þess að spila á harmónikku, las mikið og hafði unun af góðum bílum. Pabbi var farsæll í starfi og vinnan var mikið áhugamál hjá honum, hann vann mikið og sem barn sá ég hann aldrei sinna heim- ilisstörfum. Mamma sá um heim- ilisstörfin og heimilið okkar var mikið regluheimili. Það var aðdá- unarvert að fylgjast með honum þegar mamma veiktist, hann hugsaði um hana af svo mikilli al- úð, gekk í heimilisstörfin eins og ekkert væri og fór að elda mat, meira að segja mjög góðan mat. Hann var ótrúlega skipulagður, sjálfstæður og snyrtilegur og allt sem pabbi gerði var til fyrirmynd- ar. Elsku pabbi, ég sakna þín mikið og kveð þig með miklu þakklæti og hlýju í hjarta. Þín dóttir, María. Það er sumt í lífinu sem er svo dýrmætt og maður er óendanlega þakklátur fyrir. Í mínu lífi er það sú gæfa að hafa 17 ára gömul flutt til Grindavíkur, inn á heimili for- eldra hans Magga míns, þeirra Gumma og Ninnýjar, bestu tengdaforeldra og vina sem hægt er að hugsa sér. Gummi minn. Það var alltaf svo gaman að vera í kringum þig hvort sem var á ferðalögum innan- og utanlands eða bara í kaffispjalli í eldhúsinu heima hjá mér þar sem oft var mikið hlegið að skemmtilegum sögum sem þú sagðir á þinn ein- staka hátt. Á afmælisdaginn þinn þann 14. mars var svo gaman að fylgjast með þér 90 ára gömlum í fullu fjöri að njóta með þinni ynd- islegu fjölskyldu og vinum. Hlut- irnir eru fljótir að breytast og þú fékkst að kveðja þennan heim á þann veg sem þú óskaðir, eftir gott morgunkaffi með Margeiri á leiðinni út að þrífa bílinn þinn. Þú fórst með reisn, enn búandi í þínu húsi og keyrandi um allt eins og herforingi. Þú hugsaðir um allt sjálfur og varst alltaf kátur, alveg fram á síðustu stundu. Ég þakka fyrir samfylgdina og fyrir góða vináttu í 45 ár. Þín tengdadóttir, Hulda. Elsku afi, það er ótrúlegt hversu stutt er milli hláturs og gráts. Það var í mars sem við fögn- uðum með þér í glæsilegri 90 ára afmælisveislu þinni. Þú varst stað- ráðinn í að láta ekki heimsfarald- urinn stöðva þig í að blása til veislu af tilefni stórafmælisins. Allir þínir nánustu komu saman til að fagna með þér og áttir þú ynd- islegan dag. Aðeins tveimur mán- uðum seinna ertu farinn frá okkur og missir okkar er svo mikill. Þú varst svo léttur, hress og skemmtilegur og það var alltaf stutt í hláturinn þinn. Þú hafðir gaman af því að spjalla við okkur um lífið og tilveruna. Ekki má gleyma öllum spilastundum okk- ar, jólaboðunum, útilegunum og veiðiferðum. Þú varst svo stoltur og ríkur af stórri fjölskyldu, en þú misstir mikið þegar amma Bára, pabbi og amma Ninný dóu, og andlát þeirra skildu eftir stórt ör í hjarta þínu. Nú færðu að hvíla þig og njóta góðra samverustunda með þeim. Við munum ætíð sakna þín elsku afi. Víkivaki Sunnan yfir sæinn breiða sumarylinn vindar leiða – draumalandið himinheiða hlær og opnar skautið sitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! Gakk þú út í græna lundinn, gáðu fram á bláu sundin – mundu að það er stutt hver stundin stopult jarðneskt yndið þitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! Allt hið liðna er ljúft að geyma, láta sig í vöku dreyma. Sólskinsdögum síst má gleyma – segðu engum manni hitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt! (Jóhannes úr Kötlum) Þínar sonardætur, Kristín og Jenný Lovísa. Það eru forréttindi að hafa fengið að hafa hann afa Gumma í lífi okkar. Hann hefur verið og verður okkur fyrirmynd í svo mörgu. Hann var duglegur, sam- viskusamur, raunsær og hugsaði vel um sjálfan sig og um allt og alla í kringum sig. Afi hafði ein- staka frásagnarhæfileika sem ein- kenndust af mikilli kátínu. Það voru ófáar stundirnar sem við sát- um og hlustuðum á sögurnar hans og smitandi hláturinn fékk okkur alltaf til að hlæja með. Við höfum átt margar samverustundir sem skilja eftir sig ótal góðar minning- ar og sú samvera skilur einnig eft- ir sig lærdóm um hans góða við- horf til lífsins. Guðmundur Ívarsson, 90 ára. Samið til afmælisbarnsins 14. mars 2020. Í Görðum æskusporin gekk glaður ungur maður. Ljúfur drengur laus við hrekk, látlaus ávallt glaður. Hann fann á sjónum sanna ást á siglingu með Gullfossi. Ninný var ást sem aldrei brást, innsigluð með gullkossi Í Steinaborg þau byggðu bú, börnin hlóðust niður. Á þeim höfðu ávallt trú, enda góður siður. Honum halda engin bönd er harmonikkan syngur. Engum dylst að hög er hönd, hann er á hana slyngur. Hann er níræður og ekkert þras, ég ykkur á það bendi. Við skulum skenkja vel í glas og skála fyrir Gvendi. (Sigurður Þyrill Ingvason) Við erum þakklát fyrir vináttu okkar. Arna og Stefán, Hrefna og Benedikt, Guðfinna og Hjörtur. Guðmundur Óskar Ívarsson ✝ Vigdís Ragn-heiður Viggós- dóttir fæddist 28. nóvember 1930 á Kleifum, Kaldrana- neshr., Strand. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Hrafnistu við Sléttuvegi í Reykjavík, 23. maí 2020. Foreldrar henn- ar voru Ingimund- ur Viggó Guðmundsson, f. 9.11. 1899 á Skarði, Kaldrana- nessókn, Strandasýslu, d. 7.8. 1973, og kona hans Kristín Guð- mundsdóttir, f. 11.5. 1902 í Birgisvík, Strandasýslu, d. 8.1. 2008. Vigdís var önnur í röð barna þeirra. Önnur börn þeirra eru Skúli, Lilja og Sigmundur. Eftirlifandi er Lilja. Vigdís giftist þann 13. desem- ber 1952 eftirlifandi eiginmanni sínum, Finnboga Guðmundssyni húsasmið, f. 8. febrúar 1929 í Reykjavík. Foreldrar hans voru Guðmundur Jörgen Erlendsson húsasmiður, f. 21.8. 1888 á Vigdísi Valgerði, Daníel Rafn og Emil Frey, c) Berglind, maki Chris Teasdale, dætur þeirra eru Erika Mia, Freya Sif og Francesca Eva, d) Rúna Sif, maki Jónatan Guðbrandsson, börn þeirra eru Kamilla Rún, Emma Rakel, Jökull Rafn, Guð- brandur Elí og Grétar Elí. 4) Guðrún, maki Hörður Þórarinn Magnússon, börn Guðrúnar: a) Finnbogi Örn Halldórsson, maki Birna Mjöll Helgudóttir, eiga þau synina Ívan Alex, Tristan Loga, Bastían Breka og Adrían Darra. Ívan Alex á dótturina Ar- íu Ísey, b) Þórey Björk Halldórs- dóttir, maki Baldur Björnsson og eiga þau dæturnar Eik og Úlfhildi Þoku. Vigdís og Finnbogi bjuggu allan sinn búskap í Reykjavík, fyrst í Laugarnesinu, þaðan fluttu þau í Seljahverfið og síð- ustu árin bjuggu þau í Katr- ínarlindinni. Síðustu vikurnar dvöldu þau saman á hjúkr- unarheimilinu Hrafnistu við Sléttuveg. Vigdís starfaði við ýmislegt um ævina. Fyrir utan það að vera húsmóðir og mikil lista- kona vann hún lengst af í Vogue á Skólavörðustíg. Útför Vigdísar fer fram í Seljakirkju í dag, 8. júní 2020, klukkan 15. Innra-Hólmi í Innri-Akranes- hreppi, d. 19.9. 1979, og Guðrún Elín Finn- bogadóttir hús- freyja, f. 26.3. 1887 á Ísafirði, d. 21.10. 1962. Börn Vigdísar og Finnboga eru : 1) Kristín, f. 24. októ- ber 1949, maki Kristinn Magnússon, f. 20. mars 1949. Börn þeirra eru a) Vigdís Anna, maki Kári Örn Úlfarsson, sonur Vigdísar er Kristinn Daði, b) Brynhildur Sædís, dóttir hennar er Elísabet Kristín og á hún dæturnar Emmu Líf og Eriku Rún, c) Ingimundur Magnús. 2) Skúli, f. 8. júlí 1952. 3) Rafn, f. 24. október 1954, maki Guðrún Hildur Péturs- dóttir, f. 30. september 1954. Dætur þeirra: a)Þórhildur, maki Þ. Þór Þórisson, dætur þeirra eru Jasmín Líf og Hekla, b) Hildur Katrín, maki Einar Valur Bárðarson og eiga þau börnin Hið göfugasta í lífi okkar er ást er móðir ber til sinna barna. Hún fórnar, gefur helft af sjálfri sér og sækir styrk til lífsins dýpsta kjarna. Hún veitir ljós sem ljómi bjartra stjarna. (Árni Böðvarsson) Þín dóttir, Guðrún Finnbogadóttir. Við kveðjum ömmu Dísu eins og hún var ávallt nefnd af okkur barnabörnum og börnum okkar. Í æsku minni var alltaf gaman að fara í heimsókn til ömmu og afa í Heiðarselið. Þar tók alltaf hlýja og kærleikur á móti manni, spil og skemmtileg sam- töl. Trönurnar voru ávallt á sín- um stað án þess að taka of mikið pláss. Amma var mjög hógvær manneskja að eðlisfari og gerði lítið úr þeim fallegu verkum sem hún skapaði, hvort sem það var landslagsmynd eða bútasaums- verk. Hún var listrænn fagur- keri fram í fingurgóma. Eigin- leikar hennar voru margir og fyrir utan hlýju og umhyggju sem hún sýndi manni með spurningum og einlægum áhuga á því sem maður var að gera þá voru heilindi hennar helsti styrkleiki. Oftast var jafnvægi á eiginleikum hennar og erfitt er að finna jafn heiðarlega mann- eskju og hana. Hún sagði sína skoðun og til að mynda var hún óhrædd við að minna okkur á ef henni fannst við ekki vera nógu dugleg að koma í heimsókn eða láta heyra í okkur. Hún lét okk- ur einnig vita þegar henni fannst maður líta vel út og var óspör á hrósið. Það var þó helst sem þessi eiginleiki hentaði illa þegar hún tæki eftir því að mað- ur var búinn að bæta einhverju á sig eða var þreytulegur í útliti. Ég heyrði síðast í ömmu nokkrum dögum áður en hún fór og rifjaðist upp byrjun þess samtals þegar ég fékk tíðindin: „Hildur Katrín? … Ég ætlaði ekkert að hringja í þig! …“ Ef til vill var hún að kveðja á sinn hátt, láta mig vita að hún hugsaði til mín, minna á sig, án þess að taka of mikið pláss. Það kom ekki að sök að hún fengi takmarkaða skólagöngu, amma var mjög víðsýn og án efa hafa ferðalög þeirra afa haft áhrif þar á, í víðustu merkingu. Þau eru fyrirmyndir okkar hinna og kærleikurinn þeirra á milli var einstakur. Þau voru sannir ferðafélagar á ferðalagi lífsins. Ég er sorgmædd yfir því að hafa ekki getað kvatt hana al- mennilega, fengið að faðma hana einu sinni enn, eins og við gerð- um alltaf þegar við hittumst. Ég er hins vegar þakklát fyrir að hafa átt smá í henni og er stolt að heiðra minningu hennar með fallegum verkum hennar sem munu ávallt vera hluti af mínu heimili. Hvíldu í friði, elsku amma Dísa. Þín Hildur Katrín. Elsku amma er dáin. Þegar ég hugsa til ömmu þá hugsa ég um fallegu málverkin hennar, hversu góð lykt var allt- af af henni og góðu pönnsunum hennar. Hún var líka með svo skemmtilegan og góðan húmor. Ég hugsa líka oft um Heiðarsel- ið þar sem fyrstu minningarnar byrja og hversu gaman var að leika sér við tjörnina og úti á svölunum. Það var gott að vera hjá ömmu og afa, þau voru falleg og samrýnd hjón og það var gaman að spjalla við þau um heima og geima. Manni leiddist aldrei. Amma skammaði mig oft í seinni tíð fyrir að vera ekki dug- legri að koma í heimsókn en það tók ekki nema nokkrar sekúnd- ur þar til við vorum farnar að spjalla eins og við hefðum hist í gær. Ég á margar fallegar myndir eftir hana ömmu og ég mun allt- af hugsa til hennar þegar ég horfi á þær. Ég á eftir að sakna hennar mjög mikið. Elsku amma mín, hvíldu í friði. Við kveðjum þig elsku amma mín, í upphæðum blessuð sólin skín, þar englar þér vaka yfir. Með kærleika ert þú kvödd í dag, því komið er undir sólarlag, en minninga ljós þitt lifir. (Halldór Jónsson frá Gili) Þórhildur Rafnsdóttir. Amma, elsku góða amma mín. Þegar ég hugsa um ömmu og afa þá fæ ég hlýtt í hjartað, þau voru svo falleg hjón og gerðu svo margt saman. Amma og afi voru mjög samrýnd og góðar fyrirmyndir sem gáfu mikla hlýju frá sér. Elstu minningarnar mínar um ömmu og afa eru úr Heiðarsel- inu, en það var alltaf spennandi að fara í heimsókn til þeirra. Amma var alltaf með eitthvað gott með kaffinu. Samt sem áður þóttist hún ekkert merkilegt hafa fram að bjóða, þó svo að hafa borið fram á sama tíma ný- bakað góðgæti, sem hún hafði nostrað við að baka. Þannig var einmitt hún amma mín. Hún var svo hógvær. Hógvær, yfirveguð og glæsi- leg kona. Amma var virkilega handlagin og klár. Fyrir mér vissi hún allt. Amma var líka hreinskilin, svona eins og ömm- ur eru stundum. Samt náði hún að púsla orðunum það vel saman að það var ekki hægt að vera sár. Til dæmis þegar ég hafði bætt á mig, þá var hún fljót að taka eftir því og segja mér það svo pent. Eins og henni einni var lagið. Amma var líka gjafmild á hrós og hafði mikinn áhuga á því sem ég var að gera hverju sinni. Eins og þegar við fjölskyldan ákváðum að kaupa fokhelt hús og fara að byggja, nú eða þegar við tókum þá stóru ákvörðun að flytja vestur. Amma sýndi því öllu áhuga og hafði trú á okkur og þessum ævintýrum okkar. Rétt eftir að amma veiktist fann ég hvað rætur hennar teygðu sig langt og sterkt vestur á firði, á æskuslóðirnar. Hún vildi koma til okkar og mér fannst erfitt að heilsa hennar stóð í vegi fyrir þessum löng- unum ömmu og okkar. En við amma vorum sammála um það að hún myndi koma til okkar hvort sem það væri eftir veik- indin eða þegar hún væri komin yfir hinumegin. Ég trúi því að hún sé hjá okkur núna. Auðvitað langar mig að knúsa ömmu miklu meira og eiga fleiri góð samtöl, en það verður að bíða betri tíma. Ég verð æv- inlega þakklát fyrir ömmu mína og fyrirmyndina sem hún amma var. Ég er þakklát fyrir síðasta jarðneska spjallið okkar. Það var góð stund sem við áttum þá saman og ég sagði henni hvað mér þætti vænt um hana og við héldum lengi utan um hvor aðra. Takk fyrir ferðalagið, elsku amma mín, og fyrir leiðsögnina í gegnum lífið. Guð geymi þig, amma. Við sjáumst seinna. Rúna Sif Rafnsdóttir. Vigdís Ragnheiður Viggósdóttir ✝ Hjartkær maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sigurjón Á. Fjeldsted, fyrrv. skólastjóri, sem lést 30. maí 2020, verður jarðsung- inn frá Dómkirkjunni föstudaginn 12. júní 2020 kl.15. Við þökkum öllu starfsfólki á líknardeild Landspítalans umönnun og hlýhug. Ragnheiður Óskarsdóttir Fjeldsted Ragnhildur Fjeldsted Júlíus Fjeldsted Ásta Sigríður Fjeldsted Einar Sveinn Þórðarson Áslaug Salka Grétarsdóttir Bolli Thoroddsen og barnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.