Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Fjölmenni var viðstatt í gær þegar fyrstu skóflustungurnar voru tekn- ar að nýrri gestastofu á vestur- svæði Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri. Byggingin verður spölkorn frá þéttbýlinu á Klaustri, það er sunnan Skaftár, en áformað er í framtíðinni að tengja byggð og gestastofu með göngubrú yfir ána. Fallegt útsýni, meðal ann- ars til Öræfajökuls, er frá Sönghóli, en svo heitir staðurinn þar sem gestastofan verður reist. Jarðvegs- og vegaframkvæmdir á svæðinu þar sem gestastofan verður hefjast innan tíðar og byrjað verður að reisa húsið að ári. Fjögur þurfti til að taka skóflu- stungurnar og hafði þar hver sitt hlutverk og titil. Þau eru frá vinstri talið: Ásta Berghildur Ólafsdóttir, formaður svæðisráðs vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, Magnús Þorfinnsson á Hæðargarði sem gaf landið þar sem gestastofan verður, Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra og Sandra Brá Jóhannsdóttir, sveitarstjóri Skaft- árhrepps. sbs@mbl.is Ný gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs á Kirkjubæjarklaustri verður reist á Sönghóli Morgunblaðið/Sigurður Bogi Fjórar tóku þau skóflu- stungurnar Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Það eru bara mistök af okkar hálfu. Upplýsingagjöfin var ekki nægilega góð og ég reikna með því að það verði haldinn fundur til að fara yfir málið,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipu- lags- og samgöngráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata, um mál flugfélagsins Ernis. Eins og áður hefur komið fram var flugfélaginu tilkynnt á fundi með fulltrúum Reykjavíkurborgar 30. apríl sl. að rífa yrði flugskýli fyrirtækisins við Reykjavíkurflug- völl, bótalaust, vegna nýs skipulags. Var ástæðan þar að baki sú að borgin áformaði lagningu vegar í gegnum svæðið. Í kjölfar fundarins voru áformin hins vegar tekin af dagskrá. Þrátt fyrir það var Hörð- ur Guðmundsson, forstjóri Ernis, ekki látinn vita af breyttum áform- um. Hefur hann jafnframt ekkert heyrt frá borginni í mánuð, eða allt frá því að framangreindur fundur fór fram. Að sögn Sigurborgar er ljóst að finna verði lausn á málinu. Þá verði sömuleiðis að tryggja að samskipti milli aðila séu betri. „Þetta er umdeilt mál og því verð- ur upplýsingagjöf að vera í lagi. Við viljum að skýlið standi og því verðum við að setjast niður og finna góða lausn á næstu dögum þannig að þessi starfsemi geti staðið á meðan flugvöllurinn er þarna,“ segir Sigurborg. Borgin gekk of langt Morgunblaðið hefur undir hönd- um fundargerð frá umræddum fundi 30. apríl. Á fundinum voru fulltrúar Reykjavíkurborgar og for- stjóri Ernis. Í fundargerðinni segir: „Fyrir liggur að fjarlægja þarf flugvélaverkstæði Ernis að óbreyttu, þ.e. flugskýli #6, vegna fyrirhugaðrar veglagningar í gegn- um flugskýlið“. Vegurinn, sem um ræðir, er hugsaður til bráðabirgða vegna vinnu við uppbyggingu byggðar í Skerjafirði, en í framhaldinu yrði vegur til framtíðar lagður um svæð- ið. Hörður segist ekki vita hvaða leið verði farin við útfærslu veg- arins en að hann hafi bent borg- aryfirvöldum á gamla teikningu þar sem vegurinn er lagður vestan og neðan við skýlið. Tillögur taka breytingum Að sögn Harðar er gríðarlega ánægjulegt að borgin sé nú búin að láta af áformunum. Þá hafi fram- koma borgarinnar í garð flugfélags- ins einfaldlega verið „yfirgengilegt ofbeldi“. Aðspurð segir Sigurborg að ekki sé óalgengt að tillögur borgaryf- irvalda taki breytingum. „Þetta er skipulag í vinnslu og tillaga sem teiknuð var upp. Af þeim sökum eru aðilar boðaðir á fund. Síðar kemur í ljós að tillagan gengur ekki upp og stundum er það þannig. Þegar deiluskipulag er tilbúið er búið að eiga sér stað mik- ið samráð við hagsmunaaðila, sem er eðlilegt,“ segir Sigurborg. Spurð hvort forstjóri Ernis megi eiga von á afsökunarbeiðni segir Sigurborg að hlutaðeigandi aðilar verði að setjast niður og ræða málið. „Við verðum að setjast niður og tala saman. Við viljum ekki að fólk upplifi stöðuna þannig að það bíði upp á von og óvon með sína starf- semi.“ „Mistök af okkar hálfu“  Flugskýli Ernis við Reykjavíkurflugvöll muni standa áfram  Samskiptaleysi og léleg upplýsinga- gjöf hjá Reykjavíkurborg  Forstjóri Ernis segir framgöngu borgarinnar „yfirgengilegt ofbeldi“ Hörður Guðmundsson Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Skógræktarfélag Íslands hefur sagt sig úr Landvernd, en að sögn for- manns félagsins munu félögin halda áfram að starfa saman á mörgum sviðum og mun úrsögnin ekkert hafa með samstarf félaganna að gera. Formaðurinn Jónatan Garðarsson segir félagið ekki tilheyra öðrum sam- bærilegum félögum, líkt og Garð- yrkjufélagi Íslands, og að ekki hafi passað fyrir félagið að borga árgjald í eitt félag en ekki önnur. Hann segir að stjórn Skógræktarfélagsins hafi ákveðið að ekki væri viðeigandi að halda áfram að greiða árgjaldið, en hann segir þó enga styggð á milli Skógræktarfélags Íslands og Land- verndar. Aðspurður segir Jónatan að niður- skurður í útgjöldum félagsins hafi verið helsta ástæða úrsagnarinnar. „Það er þröngur fjárhagur hjá okk- ur eins og annars staðar og við þurf- um að skera niður þar sem hægt er.“ Skógræktarfélag Íslands segir sig úr Landvernd  Niðurskurður í útgjöldum sagður helsta ástæðan Morgunblaðið/Eggert Gott samstarf Skógræktarfélag Íslands og Landvernd munu að sögn Jónatans halda áfram að vinna saman á mörgum sviðum í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.