Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2020
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SELMA EGILSDÓTTIR,
varð bráðkvödd á heimili sínu 3. júní
síðastliðinn.
Útför fer fram frá Stórólfshvolskirkju
föstudaginn 19. júní klukkan 13. Blóm og
kransar vinsamlegast afþakkaðir, þeim sem
vilja minnast hennar er bent á minningarkort
Kirkjuhvols eða Skógræktarfélag
Rangæinga.
Eyvindur Kristín Auður
Yngvi Karl Lilja Sólrún
Ingibjörg Guðmunda Ólöf Guðrún
og fjölskyldur
✝ Guðný Guð-mundsdóttir
fæddist á Hauks-
stöðum á Jökuldal,
24. mars 1932. Hún
lést á hjúkr-
unarheimilinu
Dyngju Egils-
stöðum, 31. maí
2020.
Foreldrar Guð-
nýjar voru Guð-
mundur Guð-
mundsson frá Ekkjufellsseli í
Fellum, d. 1971, og Svanfríður
Björnsdóttir frá Hólsseli á Fjöll-
um, d. 1965. Bræður hennar
voru Björn, d. 1991, Sigurður,
d. 2019, og Haukur, d. 2017.
Árið 1957 trúlofaðist Guðný
Óla Jóhannesi Sigurðssyni, f.
20. september 1919 í Ármótaseli
í Jökuldalsheiði og hófu þau bú-
skap á Hauksstöðum sama ár.
Óli lést árið 2003. Börn þeirra
eru: 1) Guðmundur, f. 24. mars
1958, m. Katrín Ásgeirsdóttir,
börn þeirra eru: a) Haukur, f.
31. júlí 1988, m. Auður Jóns-
dóttir, b) Guðmundur Óli, f. 16.
ars er Sylvía Rós, f. 2009. b)
Svandís Perla, f. 2. janúar 2000.
Sambýliskona Snæbjörns er Að-
albjörg Gréta Helgadóttir. 5)
Svanfríður Drífa, f. 7. október
1965, m. Karl Jóhannsson, dæt-
ur þeirra eru: a) Elísabet, f. 23.
maí 1988, m. Hörður Krist-
björnsson; sonur þeirra er Úlf-
ur, f. 2017. b) Linda María, f. 10.
maí 1991. c). Rebekka, f. 24.
maí 1997. 6) Þórunn Hrund, f.
17. júlí 1971, m. Gunnþór Jóns-
son, synir þeirra eru: a) Óli Jó-
hannes, f. 31. maí 2004. b)
Heimir Loftur, f. 12. júlí 2007.
c) Vilberg Vagn, f. 21. október
2010.
Guðný ólst upp á Jökuldal og
stundaði þar sína barnaskóla-
göngu sem og í Eiðaskóla. Einn-
ig var hún í húsmæðraskólanum
Ósk á Ísafirði einn vetur. Guðný
var alla sína tíð húsfreyja á
Hauksstöðum og gekk þar jafnt
til úti- og inniverka. Eftir að
hún var búin að koma börnum
sínum á legg vann hún í slát-
urhúsinu á Fossvöllum fjölmörg
haust.
Útför Guðnýjar fer fram frá
Egilsstaðakirkju í dag, 8. júní
2020, og hefst athöfnin klukkan
11. Jarðsett verður í Hofteigs-
kirkjugarði. Á leiðinni þangað
verður komið við í hlaðinu á
Hauksstöðum.
apríl 1990, c)
Guðný Edda, f. 17.
desember 1998.
Sonur Katrínar og
stjúpsonur Guð-
mundar er Ásgeir
Páll Baldursson, f.
6. apríl 1983, synir
hans eru Brynjar
Pálmi, f. 2008, og
Valur Fannar, f.
2014. 2) Ólöf, f. 13.
mars 1959, m.
Benedikt Sigurbergsson, börn
þeirra eru: a) Bergrún Sigríður,
f. 15. ágúst 1982, m. Ragnar
Þorsteinsson; synir þeirra eru:
Benedikt Ísak, f. 2008, Þor-
steinn Leví, f. 2012, og Egill
Nói, f. 2018. b) Guðný Gígja, f.
2. ágúst 1986. c) Óli Kristján, f.
15. júlí 1991, m. Inga Rósa
Ingvadóttir; sonur þeirra er
Eiður, f. 2018. 3) Heimir, f. 22.
maí 1960. 4.) Snæbjörn Valur, f.
23. október 1961, barnsmóðir
Guðfinna Benediktsdóttir. Börn
þeirra eru: a) Benedikt Óttar, f.
30. október 1990, m. Ísold Jak-
obsdóttir. Dóttir Benedikts Ótt-
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla’ á fold.
Þú veist, hver var skjól þitt, þinn
skjöldur og hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig
og gaf þér sitt líf.
(Ómar Ragnarsson)
Hún mamma mín var hold-
gervingur hinnar íslensku konu
síns tíma. Konan sem fæddi
fjögur börn á fjórum árum og
bætti svo við tveimur áður en
barneignum lauk. Fædd og
uppalin í sveit þar sem lífsbar-
áttan var ekki alltaf auðveld og
efnin ekki endilega mikil. For-
eldrar mínir misstu allt sitt
þegar heimilið brann um hávet-
ur, þá með fimm börn á aldr-
inum sex mánaða til átta ára og
ekki mátti miklu muna að allir
kæmust út úr brennandi hús-
inu.
Alla tíð var mamma nægju-
söm og kvartaði aldrei. Hún var
dugleg húsmóðir; sunnudags-
steikin var á sínum stað með
öllu tilheyrandi sem og pönnu-
kökurnar og annað meðlæti í
kaffinu. Prjónarnir voru heldur
aldrei langt undan og alltaf eitt-
hvað í vinnslu þar. Hún var þó
ekki síður áhugasöm í útiverk-
unum, vorið var hennar tími;
sauðburðurinn, gróðurinn og
góða veðrið.
Mamma var mjög mikil fjöl-
skyldumanneskja og fylgdist
vel með sínum afkomendum.
Hún hringdi oft í börnin sín og
talaði lengi við þau, jafnvel í
marga klukkutíma á hverjum
degi. Ég er yngst í systkina-
hópnum og var komin yfir þrí-
tugt þegar ég stofnaði fjöl-
skyldu og var lengi vel ekki
gjaldgeng í hringihópnum. Mér
er því mjög minnisstætt þegar
ég kom heim með frumburðinn
þriggja daga gamlan að ég var
varla komin inn úr dyrunum
þegar síminn hringdi, á hinum
endanum var mamma og þar
með byrjuðu daglegu símhring-
ingarnar sem stóðu nær óslitið í
13 ár. Í þessum símtölum var
farið nákvæmlega yfir hvað allir
í stórfjölskyldunni voru að gera
og síðan kvatt snögglega, nán-
ast í miðri setningu.
Ef hún mamma ætlaði sér
eitthvað gerði hún það, t.d. tók
hún bílpróf komin nær sextugu
og hafði aldrei keyrt vélknúið
tæki fram að því. Til að sýna að
henni væri örugglega alvara
með námið keypti hún sér bíl,
áður en hún byrjaði ökunámið.
Námið tók sinn tíma en var án
efa þess virði, frelsið sem fylgdi
var ómetanlegt, þó ferðirnar
væru ekki endilega langar;
skroppið í búðir á Egilsstöðum
eða sund á Skjöldólfsstöðum.
Þegar mamma var komin úr
mesta barnastússinu fór hún að
vinna utan heimilis og vann hún
í mörg ár á haustin í sláturhús-
inu á Fossvöllum en einnig fór
hún eitt sinn í fiskivinnu á
Seyðisfirði í nokkra mánuði til
að drýgja tekjurnar. Þá tók hún
upp á því á svipuðum tíma að
skella sér í ferðalög jafnvel „á
puttanum“ um landið þar sem
alveg eins var gist í tjaldi.
Við mamma, ásamt sonum
mínum, fórum líka í marga bíl-
túrana síðustu árin, keyrðum
Jökuldalinn þveran og endi-
langan, skoðuðum Héraðið eða
skruppum á Firðina. Enduðum
svo einhvers staðar í kaffi og
með því og dagurinn var full-
kominn.
Dugnaðarkonan hún móðir
mín lést á sínum uppáhalds-
tíma, vorinu, þegar sveitastörf-
in eru í hámarki. Hún er núna
án nokkurs vafa komin í Dalinn
sinn að sinna verkunum í sveit-
inni heil á líkama og sál.
Takk fyrir mig, mamma mín,
við heyrumst síðar.
Þórunn Hrund Óladóttir.
Ég var víst ekki nema pínu-
lítið ungbarn fyrst þegar ég fór
til ömmu í sveitina, u.þ.b. vi-
kugamall. Heimsóknirnar þang-
að urðu síðan margar og köll-
uðum við bræðurnir sunnudaga
jafnan bara ömmudag því þá
var mjög algengt að við færum
í sveitina. Amma stjanaði alltaf
við okkur, gaf okkur alls kyns
kræsingar, ís og nammi.
Ég held ég hafi verið fjög-
urra eða fimm ára þegar ég
gisti fyrst hjá ömmu og þá eins
og alltaf eftir það gisti ég bara
uppí hjá henni.
Amma var alvöru húsmóðir,
hún bakaði mjög oft pönnukök-
ur og þá fékk maður að fylgjast
með og strá sykrinum yfir þær.
Hún var oftast ef ekki alltaf
með prjónana í höndunum og
prjónaði á mig nokkrar peysur
og heilan helling af sokkum og
vettlingum. Maður kom varla í
heimsókn til ömmu án þess að
fá að minnsta kosti eitt sokka-
par með sér heim.
Ég kveð ömmu mína með
þakklæti fyrir allt.
Óli Jóhannes.
Elsku amma er farin frá okk-
ur. Þegar við hugsum um ömmu
þá sjáum við hana fyrir okkur
að hristast um af hlátri yfir
engu og öllu – enda tók hún
sjálfa sig aldrei of alvarlega.
Amma var svo ótrúlega dugleg
og ósérhlífin, það mátti vera
barn hjá ömmu, leika og jafnvel
sóða út án þess að hún gerði
mál úr því, hún sýndi okkur
endalausa þolinmæði, hvort sem
það var út af þrjóskuköstum
eða þegar kom að kennslu-
stundum í prjónaskap.
Við eigum margar góðar
minningar úr eldhúsinu á
Hauksstöðum en þar var tími
aldrei vandamál, hún spilaði og
spjallaði við okkur og var aldrei
of upptekin eða að flýta sér
neitt. Hún var til í að spila
veiðimann við okkur tímunum
saman og leyfði okkur síðan að
vinna í hvert einasta skipti.
Amma gerði líka bestu pönnu-
kökur og kakó sem hægt var að
biðja um en þær voru aldrei eft-
ir neinni uppskrift, heldur bara
eftir minni og hennar eigin til-
finningu. Við munum því aldrei
getað leikið það eftir. Þrátt fyr-
ir að elda oftast venjulegan
sveitamat þá gerði hún sitt
besta til að koma til móts við
okkur gelgjurnar og gleymum
við því aldrei þegar hún eldaði
fyrir okkur pizzu og bar hana
síðan fram með nýmjólk, okkur
til mikillar furðu enda vanar að
fá kók með slíkum mat.
Hún var ekki að velta sér of
mikið upp úr smáatriðum, var
ótrúlega hógvær og gerði ekki
mannamun. Þótt hún væri ekki
alltaf sammála eða skildi
ákvarðanir okkar systra var
hún aldrei gagnrýnin á þær,
það ber þá helst að nefna þegar
við hver á eftir annarri fórum í
löng ferðalög um heiminn.
Kannski er þó ævintýraþráin
bara komin frá henni sjálfri þar
sem að hún lagði upp í mikið
ferðalag þegar hún fór í hús-
mæðraskóla alla leið vestur á
Ísafjörð með strandferðaskipi.
Takk fyrir allar góðu stund-
irnar elsku amma, fyrir um-
hyggjuna, hlýjuna og hláturinn.
Við systur eigum þér margt að
þakka og minning þín mun allt-
af lifa með okkur.
Rebekka, Elísabet og
Linda María Karlsdætur.
Í dag kveð ég ástkæru ömmu
mína með miklum söknuði og
langar mig að minnast hennar
með nokkrum orðum.
Á mínum yngri árum eyddi
ég ófáum sumrum hjá ömmu og
afa í sveitinni.
Ætli ég hafi ekki verið 6-7
ára þegar ég fékk að fara í
fyrsta skipti ein og óstudd aust-
ur með rútunni frá Höfn til að
vera í nokkrar vikur á Hauks-
stöðum.
Í sveitinni leið mér mjög vel,
því þar fékk ég, orkumikla at-
hyglissjúka miðjubarnið, alla þá
athygli og útrás sem ég þurfti.
Amma var dugleg að leggja fyr-
ir mig ýmis verkefni, eins og að
sækja eggin í hænsnakofann og
hugsa um heimalningana og
þótti mér það einstaklega
skemmtilegt.
Eitt sumarið reyndi hún að
kenna mér að prjóna. Mark-
miðið mitt var ekki endilega að
prjóna vettlinga og sokka held-
ur var það að ná að prjóna eins
hratt og amma, því þegar hún
prjónaði þá glamraði í prjón-
unum.
Lykkjurnar hrundu enda-
laust af prjónunum mínum
vegna þess að ég var svo upp-
tekin við að prjóna hratt og láta
glamra, ég þurfti því alltaf að
rekja upp og byrja upp á nýtt.
Að lokum gafst ég upp, ef ég
gæti ekki prjónað eins hratt og
amma þá var enginn tilgangur
með að læra þetta. Ég sé eftir
því í dag að hafa ekki haldið
áfram í prjónakennslunni, ég
kann ekki ennþá að prjóna.
Amma var hörkudugleg hús-
móðir, það var alltaf stálheið-
arlegur heimilismatur í hádeg-
inu og nær
undantekningarlaust var boðið
upp á eitthvað heimabakað í
kaffinu. Það reyndist stundum
erfitt fyrir matvandar litlar
stelpur að fá kjötsúpu, sviða-
kjamma og bjúgu í öll mál og
ég man þann dag svo vel þegar
amma tók sig til og eldaði
handa okkur frænkunum pizzu í
fyrsta skipti.
Mér þótti svo vænt um það,
að þrátt fyrir að hún vissi varla
hvað pizza væri, þá var hún
samt tilbúin að útbúa pizza-
veislu fyrir okkur barnabörnin.
Það þótti hlægilegt að frosnu
pizzurnar sem hún keypti voru
kallaðar „Ömmu Pizzur“ en
fyndnast var þó að afi skyldi
drekka mjólk með pizzunni.
„Það á að drekka kók með
pizzu, afi,“ sögðum við frænk-
urnar flissandi og skáluðum í
sódastreami með kókbragði.
Síðastliðið ár var ömmu mjög
erfitt og það var sárt að horfa
upp á ömmu sína sem alltaf
hafði verið hörkudugleg og
hraust svona þreytta og veiklu-
lega. Þó erfitt sé að kveðja þá
hughreysti ég mig við það að
henni líði betur núna.
Hvíl í friði, elsku amma.
Guðný Gígja.
Guðný
Guðmundsdóttir
svo gott að hafa fallegt í kringum
þig á Hafnarbrautinni. Það var
alltaf svo hlýlegt að koma í heim-
sókn til þín og afa á Hafnarbraut-
ina og ævinlega var það þitt sér-
staka „flaut“ sem var það fyrsta
sem maður heyrði þegar við stig-
um inn um dyrnar.
Við vorum lánsöm að í Heppu-
skóla fengum við að koma til þín í
hverju hádegi í góðan hádegis-
mat sem þú útbjóst fyrir okkur af
slíkri list og oftar en ekki var tek-
inn slagur með spilastokkinn eft-
ir matinn og þá yfirleitt gamla
jómfrú. Þú varst sérstaklega út-
sjónarsöm í spilum og tapaðir
sjaldan, en þegar það gerðist þá
skyldi sko vera tekinn strax ann-
ar slagur til að ganga frá borðinu
með sigurhöndina.
Þér þótti alltaf vænt um sveit-
ina þína og þið afi fenguð aldrei
leiða á því að ferðast um sýsluna
á húsbílnum ykkar og eyða nótt-
um í náttúrukyrrðinni og það var
mikið gaman þegar við fengum
að fara í útilegu með ykkur og fá
heitt kakó og spila á kvöldin.
En núna ertu stigin inn í
draumalandið til afa Helga og
fleiri sem hafa beðið eftir þér, og
við vitum að þú munt halda áfram
að fylgjast með okkur.
Lúcía Jóna og Þorkell Óskar.
Minningarnar streyma fram í
hugann, útilegurnar í gamla
tjaldvagninum, Þýskalandsferð-
in, tölvuleikjakvöldin okkar, allar
spilastundirnar og svo ótal margt
fleira, allar eru þær svo dýrmæt-
ar.
Amma Bogga var einstök kona
eins og allir vita sem voru svo
lánsamir að kynnast henni. Hún
var sterkur persónuleiki, ákveð-
in, en umhyggja, góðvild og ör-
læti voru hennar aðalsmerki. Ég
varð þeirrar gæfu aðnjótandi að
eiga mitt annað heimili á Hafn-
arbrautinni hjá ömmu og afa á
mínum unglingsárum. Sambúðin
gekk nú oftast vel hjá okkur en
við vorum ekki alltaf sammála,
aldeilis ekki. Mér fannst amma
oft vera alltof smámunasöm þeg-
ar kom að heimilisstörfum. En
hún gafst ekki upp og lagði metn-
að í að kenna mér að gera hlutina
vel, hvort sem það var að leggja á
borð, brjóta saman þvottinn eða
hengja upp jólaseríurnar. Jóla-
seríurnar voru sko hengdar upp
af mikilli nákvæmni og lék mál-
bandið stórt hlutverk í að gera
þetta vel, sem unglingi fannst
mér þetta nú óttaleg vitleysa og
vildi ég helst bara „henda“ þessu
einhvern veginn í gluggana. En
viti menn, ég nota málband þegar
ég hengi upp jólaljósin á mínu
heimili og verð ég ömmu ævin-
lega þakklát fyrir kennsluna.
Amma og afi áttu fallegt heimili
sem prýtt var fallegu handverki
eftir þau bæði, dúkar af ýmsum
gerðum, útskornar klukkur og
hvað eina, það lék allt í höndun-
um á þeim. Það var alltaf gott og
gaman að koma til þeirra, ræða
um daginn og veginn og taka einn
slag, amma var mikil spilakona
og var óskaplega gaman að spila
við hana, þó að hún ynni nánast
alltaf. Þeim var annt um fólkið
sitt og þau voru dugleg að fylgj-
ast með afkomendunum vaxa og
dafna. Langömmubörnin nutu
góðs af iðjuseminni og var hún
dugleg að prjóna hvers kyns flík-
ur á þau.
Við Ásgeir höfum verið dugleg
að ferðast um landið okkar og
alltaf fylgdust amma og afi með,
amma hringdi til að athuga
hvernig gengi og hvert við vær-
um komin. Þau afi voru líka dug-
leg að ferðast vítt og breitt um
landið og því var þetta eiginlega
sameiginlegt áhugamál hjá okk-
ur og ræddum við mikið um land-
ið okkar fallega, „og hvert á nú að
fara næst?“ spurði amma oft.
Hún sagði mér seint síðastliðið
sumar að hún ætti sér þann
draum að komast einu sinni enn á
Fjallabak og gerðum við Ásgeir
ráð fyrir því ferðalagi í sumar
með þér, elsku amma. En fljótt
skipast veður í lofti og nú ert þú
farin í þitt ferðalag, mikið fyrr en
við áttum von á. „Ég hefði nú get-
að komið með og keyrt fyrir ykk-
ur“ sagðir þú nær alltaf þegar við
fórum í vetrarferðir á jeppanum,
eitt er víst að nú getur þú alltaf
komið með okkur.
Nú eruð þið afi aftur saman og
ég veit að þið fylgist með okkur
öllum.
Nú kveð ég þessa glæsilegu
konu og yndislegu ömmu mína
með söknuði í hjarta.
Takk fyrir allt, elsku amma.
Jóhanna Sigurborg.
Elsku Bogga amma mín.
Mig langar til þess að þakka
þér fyrir allt sem þú hefur gert
og kennt mér á minni ævi og þar
sem ég er ekki hjá þér núna
finnst mér gott að geta skrifað
þér stutt bréf.
Þú kenndir mér að spila á spil
og á ég svo margar minningar af
okkur að spila Olsen Olsen,
lönguvitleysu, rommý, manna
eða hvað annað í stofunni þinni
og í eldhúsinu á Hafnarbraut.
Þar fékk ég líka oft að borða og
vorum við frænkur svo heppnar
að fá hádegismat hjá þér á hverj-
um degi þegar við vorum í
Heppuskóla. Það eru ekki allir
svo heppnir að fá góðan mat og
góðar stundir með ömmu sinni og
afa á næstum hverjum virkum
degi eins og við og þegar ég
hugsa til baka þá voru þetta ótrú-
lega verðmætar stundir þó þær
væru bara hversdagsleikinn þá.
Það var alltaf gaman að koma í
heimsókn til þín og afa, þið voruð
alltaf svo glöð og það var gaman
að spjalla við ykkur.
Auðvitað á ég líka margar
skemmtilegar stundir með þér í
leikjatölvunni þinni og ég fæ
aldrei leið á því að segja fólki frá
því að amma mín hafi verið miklu
betri en allir í Super Mario.
Mér finnst líka gaman að segja
fólki frá því að þú hafir verið ljós-
móðir og unnið við ansi ótrúlegar
aðstæður lengst úti á landi. Alltaf
þegar ég lendi á tali við
hjúkrunarfræðinga eða ljósmæð-
ur þá reyni ég að lauma ég því inn
að ég sé barnabarn Boggu ljósu
og það kannast auðvitað alltaf all-
ir við þig.
Þú hefur verið mér frábær fyr-
irmynd. Það var alltaf gaman að
fylgjast með hvað þú varst dug-
leg og virk. Þó þú hafir verið úti-
vinnandi á mínum yngri árum
man ég aldrei eftir að hafa séð
þig vera þreytta eða lata. Í minn-
ingunni varstu alltaf að gera eitt-
hvað. Ef ekki að sinna heimilinu
þá spila á spil, púsla eða sinna
handavinnunni.
Það er líka gaman að rifja upp
minningar úr útilegum eða ferða-
lögum sem ég fékk að fara með
ykkur í. Við virðumst deila því
áhugamáli að vilja skoða landið
okkar og nú fæ ég meira að segja
að skoða það í sama fellihýsi og
þú gerðir.
Á dögum eins og þessum er
kært að rifja upp gamla tíma með
þér og ég er svo stolt að þú sért
amma mín, og ekki bara það
heldur varst það þú sem tókst á
móti mér í þennan heim sem ger-
ir þig einfaldlega að ofurömmu.
Takk kærlega fyrir allar
stundirnar, elsku amma.
Margrét Vignisdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku langamma, nú er
komin nótt, alltof fljótt.
Þú varst alltaf svo góð
við okkur og dugleg að
prjóna á okkur peysur,
vettlinga og sokka. Við
munum sakna þess að
koma í heimsókn, fá ískalda
mjólk, pönnukökur og
möndluköku með bleiku
kremi.
Við söknum þín.
Guð geymi þig, elsku
amma okkar.
Þínar
Helga Kristey og
Laufey Ósk.