Morgunblaðið - 08.06.2020, Side 29

Morgunblaðið - 08.06.2020, Side 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI EIN BESTA MYND SEM KOMIÐ HEFUR Á ÞESSU ÁRI. JAMIE FOXX OG MICHAEL B.JORDAN ERU BÁÐIR HÉR MEÐ FRÁBÆRAN LEIK. MYND SEM ALLIR KEPPAST VIÐ AÐ HÆLA EFTIR AÐ HAFA SÉÐ MYNDINA. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hinn óviðjafnanlegi hipphopp-dúett kef LAVÍK sendi frá sér fjögurra laga plötu 25. maí síðastliðinn sem nefnist Heim eftir 3 mánuði í burtu. Platan er gefin út af Öldu Music og er jafnframt fyrsta plata dúettsins sem fyrirtækið gefur út. Dúettinn skipa þeir Einar Birkir Bjarnason og Ármann Örn Frið- riksson, báðir frá Höfn í Hornafirði en ekki Keflavík eins og margir ef- laust halda. Þeir hafa allt frá árinu 2015 sent frá sér plötur, fimm í fullri lengd og sex smáskífur. Að vanda eru góðir gestir í lögum kef LAVÍK- UR, Steindi Jr. á spaugilega inn- komu í öllum lögunum og einnig koma við sögu JóiPé, píanóleikarinn Magnús Jóhann og gítarleikarinn Þorkell Ragnar en Starri Snær sá um að mixa og mastera. Breiðskífur kef LAVÍKUR eru með spaugilegum titlum í anda text- anna og fyrstu þrjár mynda saman nafn hljómsveitarinnar en þær eru Kuldinn er fínn, Lifum alltaf og Ve- sæl í kuldanum. Næst kom svo Ágæt ein: Lög um að ríða og/eða nota fíkni- efni og á eftir henni Blautt heitt langt vont sumar. Þetta er ekki tón- list fyrir blygðunargjarna, svo mikið er víst. Á tónlistarhátíð í Keflavík Þeir Ármann og Einar eru æsku- vinir, báðir á 24. aldursári og hófu að gefa út tónlist undir heitinu kef LA- VÍK árið 2015, sem fyrr segir. Fyrir þann tíma voru þeir bara að leika sér, segir Ármann. En hvers vegna kalla þeir sig þessu sérkennilega nafni, kef LA- VÍK? „Árið 2013 gerðum við fyrsta lagið, það heitir „Í sjálfum mér“ og er ástæðan fyrir því að við gerðum fleiri lög, af því það varð vinsælt og við vildum þá nota nafnið. Það ár fór- um við á tónlistarhátíð sem hét Keflavík Music Festival og við bár- um þetta alltaf fram „kef-lavík“ og fannst það fyndið. Þegar kom að því að vildum setja þetta lag í kosmósið, Soundcloud eða YouTube, þurftum við að setja inn eitthvert listamanna- nafn og settum inn kef LAVÍK,“ seg- ir Ármann. –Titill plötunnar, hvað er verið að vísa í með honum? „Þar er verið að vísa í „Home after 3 months away“ eftir Robert Lowell. Lowell er eitt af þekktustu „confes- sional“ ljóðskáldunum og í raun fór það nafn á það lag, síðasta lagið, út af því að það er frekar heiðarlegur gaur,“ svarar Ármann kíminn. „Síð- an er ég búinn að vera mikið meira heima á Höfn í Hornafirði síðustu mánuði og nafnið var líka viðeigandi út af því.“ –Eruð þið eina hipphopp-grúppan á Höfn í Hornafirði? „Ég ætla rétt að vona það.“ Hugsanaflæði –Textarnir virka í fyrstu fyndnir á mann en svo verða þeir meira eins og hugsanaflæði, eitthvert hömluleysi þar á ferð. „Já, ég var með Brynjari í Club- Dub um daginn og sagðist vilja bara „no cap“ þannig að við erum „no cap“,“ svarar Ármann sposkur. Það er sumsé ekkert lok á kef LAVÍK. Blaðamaður hefur orð á því að oft megi finna gróft og svart spaug í textum kef LAVÍKUR og Ármann tekur undir. „Það má ekki taka þetta of alvarlega,“ segir hann, „það þarf alltaf að vera grín.“ En eru þeir félagar í uppreisn gegn hinni dæmigerðu popp- textasmíð? „Já, þetta er allan daginn uppreisn gegn því. Margir textanna okkar eru ekkert lagatextar, eins og með „Heim eftir 3 mánuði í burtu“ er þetta meira svona „train of thought“ prósi frekar en lagatexti,“ svarar Ár- mann og segist hrifinn af frjálsu flæði. „Sjankaðu honum og sjúddan!“ –Steindi Jr. talar inn á öll lögin á nýju plötunni, mynda þau þá sam- fellda sögu? „Ja, það er svolítil grín- saga en ekki jafnalvarlegt konsept og hin lögin okkar. Þetta er í raun- inni saga um að við séum að taka þessi lög upp á mjög stuttu tímabili og hann að reyna að hringja í okkur á sama tíma,“ svarar Ármann og segir að þeir Einar og Steindi hafi samið þau atriði á staðnum, í upptökum. Steindi nær loksins í þá félaga í lokalaginu, er þá orðinn verulega pirraður og segir: „Einar og Ár- mann, þetta er í síðasta sinn sem ég reyni að ná í ykkur. Bara takk fyrir að eyðileggja líf mitt … Já halló? Sjankaðu honum og sjúddan! Hvar í andskotanum eruð þið búnir að vera?“ Ármann segir „sjankaðu honum og sjúddan“ vera „lingó“ frá Höfn. „Þetta er beint úr hornfisku lingói,“ segir hann og blaðamaður spyr hvað þetta þýði eiginlega? „Það þýðir eiginlega það sama og að segja „farðu úr bænum“, notað við svipuð tilfelli. Það er dálítil reiði í því.“ Í anda Símons og Garfunkels Ármann er spurður að því hvort þeir félagar sinni öðrum störfum, ut- an tónlistarinnar, og segist hann vera sjómaður. „Ég fór á sjó af því að ég vildi ekki bara vera tónlistar- maður,“ segir hann og hlær við. Ein- ar er að læra til kokks. Myndin sem blaðamaður fékk með tilkynningu frá Öldu Music um plötu þeirra Ármanns og Einars er ansi spaugileg. „Ertu að tala um emo Simon og Garfunkel-myndina?“ spyr Ármann og blaðamaður segist nokk- uð viss um að svo sé. Það eina sem vantar á þá félaga á myndinni eru geislabaugar og vængir. „Við vildum virkilega eyða pening í eitthvað sem heppnaðist vel,“ segir Ármann og hlær. „Við lítum svo á að við séum í sama flokki og Simon og Garfunkel. Þetta er endurgerð á ljós- mynd af þeim,“ segir hann svo til frekari útskýringar. Plötur þeirra félagar og lög má finna á Spotify og Soundcloud og tónlistarmyndbönd á YouTube. Ljósmynd/Hlynur Helgi Æskuvinir Ármann og Einar vel tilhafðir á ljósmynd sem ku vera stæling á ljósmynd af Simon og Garfunkel. „Þarf alltaf að vera grín“  Dúettinn kef LAVÍK sendir frá sér breiðskífuna Heim eftir 3 mánuði í burtu  Allt látið flakka  „Við lítum svo á að við séum í sama flokki og Simon og Garfunkel,“ segir Ármann Örn Friðriksson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.