Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Sir RichardDearlove,fyrrverandi forstjóri bresku leyniþjónustunnar MI6, sagði í viðtali við breska blaðið The Daily Telegraph fyrir helgina, að hann teldi að kór- ónuveiran hefði óvart lekið út úr kínversku veirurannsókn- arstofnuninni í Wuhan-borg, en kínversk stjórnvöld hafa lengi þvertekið fyrir þann möguleika. Þessi skoðun Dearlove var byggð á nýlegum rannsóknum tveggja vísindamanna frá Noregi og Bretlandi, en niður- staða þeirra var sú að veiran væri nokkurs konar „blend- ingur“, það er að hún hefði eiginleika frá tveimur mis- munandi öðrum kórónuveirum og að hún virtist hönnuð til þess að geta borist auðveld- lega í menn. Annar vísinda- mannanna gekk raunar lengra en Dearlove, og sagði við Tele- graph að Kínverjar hefðu beinlínis greint rangt frá eða treglega um veigamikil atriði um uppruna kórónuveirunnar sem nýst gætu í baráttunni gegn henni. Hér skal ekki fullyrt um hvort niðurstöður þessara vís- indamannanna og Dearlove séu réttar. Hins vegar er at- hyglisvert, að nær samdægurs og viðtalið birtist höfðu ýmsir aðilar í Bretlandi sprottið úr skúmaskotum sínum til þess að varpa rýrð á rannsóknina sem lá að baki, og vísað þar meðal annars til álits Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar, þeirrar sömu og taldi um miðj- an janúar að veiran gæti ekki borist á milli manna. Þá má einnig íhuga í þessu samhengi, hvernig kínversk stjórnvöld hafa reynt að koma í veg fyrir alla gagnrýni á það hvernig þau sinntu kórónu- veirufaraldrinum í upphafi. Hvers vegna voru þeir læknar í Wuhan sem reyndu að vara fólk við nýrri veiru teknir á teppið og sagt að halda sér saman? Þá er einnig athyglisvert hvernig Kínverjar hafa beitt sér af mikilli hörku gegn þeim sem hafa viljað rannsaka upp- haf kórónuveirufaraldursins. Opinbera línan er jafnan sú, að fyrst þurfi að sigrast á far- aldrinum áður en rannsókn fari fram, þar sem „núverandi andrúmsloft“ í umræðunni gæti verið skaðlegt rannsókn- inni. Með þessu er þó skautað framhjá því, að ein helsta ástæðan fyrir því að uppruni faraldursins krefst rann- sóknar er að þar gæti einnig verið að finna leiðina til að sigrast á hon- um. Ástralir hafa verið í fararbroddi þeirra sem hafa krafist óháðrar rannsóknar á upp- tökum kórónuveirunnar. Við- brögð Kínverja segja sína sögu, en kínversk stjórnvöld hafa ekki aðeins sett ofurtolla á ástralskar útflutningsvörur, heldur vöruðu kínverskir fjöl- miðlar nú fyrir helgi almenn- ing í landi sínu sérstaklega við ferðalögum til Ástralíu, þar sem árásum af völdum kyn- þáttahaturs gegn fólki af as- ískum uppruna hefði fjölgað mikið. Ekki þarf að fara mörg- um orðum um það, að sú full- yrðing er hvergi nærri því að vera sannleikanum samkvæm. Aðrir sem hafa vogað sér að setja spurningarmerki við framferði kínverskra stjórn- valda í upphafi faraldursins hafa mátt þola það að vera sakaðir um „kaldastríðshugs- unarhátt“, eða þá jafnvel að þeir fylgi bandarískum stjórn- völdum í blindni. Heiftin sem mætir þeim sem vilja spyrja eðlilegra spurninga vekur ein- ungis frekari grunsemdir um að svörin þoli ekki dagsins ljós. Kínverjar hafa það í hendi sér að laga viðbrögð sín gagn- vart þeim vangaveltum og ásökunum sem uppi eru og auka traust almennings um allan heim í sinn garð og laga ímynd sína sem óhjákvæmi- lega hefur hlotið skaða af við- brögðum þeirra við efasemd- unum. Með þessu er ekki verið að gagnrýna hvernig þeir brugðust við eftir að veiran hafði breiðst út í Wuhan og ljóst var orðið að um hættu- lega veiru og alvarlegan far- aldur var að ræða. Þá brugð- ust Kínverjar við með mjög afgerandi hætti og gengu raunar mun lengra til að hemja útbreiðslu veirunnar en flestar aðrar þjóðir hafa treyst sér til að gera. Með því hafa þeir án efa dregið úr út- breiðslu veirunnar sem skiptir miklu. Þetta breytir því ekki að fólk um allan heim þarf að fá svör við því hvernig og hvers vegna veiran fór af stað. Ætla má að Kínverjar geti veitt þessar upplýsingar eða í það minnsta aðstoðað við það. Þegar stórkostlega skaðleg veira er annars vegar verða allir að vinna saman að því að finna og veita svör við brýnum spurningum. Svara þarf ýmsum brýnum spurningum um upphaf kórónuveirunnar} Hvers vegna þessi leynd? E r ekkert undarlegt við það, að á sama tíma og allir formenn þingflokka á Alþingi vinna að breytingum stjórnarskrár- innar, þá skuli það einungis vera formaður Flokks fólksins sem krefst fullrar greiðslu fyrir aðgang að sjávar- auðlindinni? Aðrir vilja „sanngjarnt“ eða „eðlilegt verð fyrir aflann. Auðvitað eigum við að setja regl- ur um fullt verð fyrir aðgang, ekki einungis að sjávarauðlindinni heldur og öðrum auð- lindum sem landið okkar hefur að gefa og ekki eru sérstaklega skilgreindar sem einka- eign. Eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs haustið 2012 eftir langt ferli endurskoð- unarvinnu um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands kom skýr vilji þjóðarinnar í ljós hvað lýtur að því að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign. Þjóðin tók af allan vafa þar sem 82,9% þeirra sem tóku afstöðu sögðu JÁ. Er ekki ágætt að fá „sanngjarnt“ eða „eðlilegt“ verð fyrir aðgang að sjávarauðlindinni? Flokkur fólksins segir NEI! Það er algjörlega óásættanlegt að ætla að halda uppteknum hætti þar sem það er undir geðþótta hagsmunatengdra stjórnmálamanna komið hvað telst „sanngjarnt“ og/eða „eðlilegt“ gjald hverju sinni. Króna gæti þótt sanngjarnt hjá einhverjum á meðan 0 krónur væru sanngjarnt verð hjá öðrum. Hundruð milljarða hafa flætt til fárra fjöldskyldna sem telja sig eiga nánast allan óveiddan fisk í sjónum umvherfis landið og það til fram- tíðar. Milljarðar hafa farið í að sölsa undir sig eignarhald í nánast öllu sem nöfnum tjáir að nefna og koma sjávarútvegi ekkert við. Allt í boði hagsmunagæslupólitíkusanna sem gefa lítið fyrir samfélagslega ábyrgð og vel- ferð þeirra sem ekki hafa ráð á að styrkja þá með stæl. Það er hver að verða síðastur til að taka í taumana og neita að verja þetta rán á því sem þjóðin á öll saman. Við búum við lýðræði þar sem kjósendur velja sér valdhafana sem síðan starfa í skjóli þingræðis. Það er löngu orðið tímabært að alþingismenn axli þá ábyrgð sem þeim ber. Það er ekki nóg að hrópa að við búum við besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi þegar staðreyndin er sú að við búum við eitt það versta arðránskerfi sem um getur. Flokkur fólksins vill afturkalla allar fiskveiðiheim- ildir á næstu 5 árum. Þá reynir á lagaákvæði um að afturköllun tímabundinna veiðiheimilda myndar aldrei bótakröfu á ríkissjóð. Veiðiheimildir á öllum nytjastofnum í íslenskri lög- sögu verði boðnar upp. Það er þrugl að þeir ríku gætu keypt allan aflann og að það yrði algjör samþjöppun í greininni. Hún er þegar til staðar. Flokkur fólksins vill kvótann heim. Þjóðin á sjávarauðlindina sem og allar aðrar auðlindir landsins sem ekki eru í einkaeign. Inga Sæland Pistill Innköllum aflaheimildir og bjóðum þær upp Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Stefnir í keppni um eldi í Ísafjarðardjúpi BAKSVIÐ Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Kristján Þór Júlíusson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, staðfesti á föstudag tillögu Hafrann- sóknastofnunar að nýju áhættumati vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi. Uppfært áhættumat erfðablöndunar gerir ráð fyrir því að ala megi 106.500 tonn af laxi í sjó, mælt í hámarkslífmassa, og felur í sér 20 prósenta aukningu á heimilu eldi frjórra laxa. Hámarkseldismagn á frjóum laxi verður 64.500 tonn á Vest- fjörðum og 42 þúsund tonn á Aust- fjörðum. Á Vestfjörðum er stærsta breytingin sú að við endurskoðað mat verður leyfilegt að ala 12 þús- und tonn í Ísafjarðardjúpi. Jafn- framt verður leyfilegt að ala 2.500 tonn í Önundarfirði. Ljóst er að mikil samkeppni verður um svæðið við Ísafjarðar- djúp. Fiskeldisfyrirtækin Arnarlax, Arctic fish og Háafell munu bera ví- urnar í tonnin 12 þúsund. Gera má ráð fyrir að geta þeirra til eldis í Djúpinu nemi rétt ríflega 26 þúsund tonnum og því er afar líklegt að sam- keppnin verði hörð. Af þessum sök- um gætu einhver framangreinda fyrirtækja orðið að hluta til útundan við úthlutun á svæðinu. Fagnar nýju áhættumati Sigurður Pétursson, fram- kvæmdastjóri Arctic Fish, segir að með framangreindu áhættumati hafi verið stigið jákvætt skref. Í fram- haldinu verði vonandi fleiri og stærri skref tekin. „Það er mjög jákvætt að verið sé að ýta undir uppbyggingu laxeldis í Ísafjarðardjúpi. Þetta er eitthvað sem samfélagið og fyrirtækin á svæðinu hafa verið að bíða eftir,“ segir Sigurður og bætir við að hann hefði jafnvel viljað ganga enn lengra. „Þetta er kannski ekki eins stórt skref og við hefðum viljað stíga en þetta er klárlega eitthvað til að byggja á. Vonandi hjálpar þetta til við frekari uppbyggingu í framhald- inu.“ Skiptar skoðanir á matinu Að hans sögn eru ný viðmið í takt við stefnu Arctic Fish. Þá bind- ur hann vonir við að fyrirtækið muni í framhaldinu vinna með viðkomandi aðilum að frekari uppbyggingu í Ísa- fjarðardjúpi. „Við erum auðvitað mjög þakklát fyrir að þetta skref hafi verið tekið. Það er í anda okkar sem fyrirtækis að taka skrefin hægt og fylgjast vel með,“ segir Sigurður. Að því er fram kemur í áhættu- matinu verður eldi ekki stundað nær veiðiám í botni Ísafjarðardjúps en sem nemur línu frá Ögurnesi að Æð- ey og Hólmasundi. Takmarkar þetta því svæði til fiskeldis umtalsvert. Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, sem á Háafell, segir að umrædd áform komi sér illa fyrir fyrirtækið. „Við höfum verið að vinna að því að fá leyfi fyrir laxeldi á svæðinu og helmingurinn af þeim svæðum sem við vorum að teikna upp lendir innan við þessa línu. Það verður snúið að vinna sig í gegnum það,“ segir Kristján og bætir við að með samþykktu áhættumati sé verið að þjappa framangreindum fyrir- tækjum á minna svæði. Það sé jafn- framt slæmt fyrir reksturinn. „Við höfum verið að miða við að vera með þrjú árgangasvæði þar sem eitt er í hvíld og tvö í gangi. Það er gert til að minnka umhverfisálag og sjúkdóma. Þegar helmingur af svæðinu dettur út verður það erf- iðara. Þannig verða fleiri fyrirtæki á sama svæði sem er ekki mjög spenn- andi rekstrarlega. Við sjáum ekki ástæðuna fyrir þessu, það er verið að búa til hindranir.“ Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bolungarvík Ljóst er að mikil samkeppni verður um svæðið við Ísafjarðardjúp en þar má nú ala um 12.000 tonn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.