Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 32
Bandaríski kvikmynda- gerðarmaðurinn Woody Allen segir í samtali við dagblaðið Washington Post að kórónuveiru- faraldurinn sé enn einn naglinn í líkkistu kvikmyndageirans og líka kvikmyndaferils hans sjálfs. Nýjasta kvikmynd Allen, A Rainy Day in New York, hefur hlotið heldur neikvæða gagnrýni og ekki hefur enn tekist að finna dreifingaraðila fyrir hana í Banda- ríkjunum eftir að fyrirtækið Amazon Studios sagði sig frá því verkefni. Allen segist ekki viss um að hann muni gera fleiri kvikmyndir þar sem honum hugnist ekki að gera þær fyrir áhorf í sjónvarpi. Enn á eftir að frumsýna kvikmynd sem hann hefur þegar gengið frá og nefnist Rifkin’s Festival. Allen er orðinn 84 ára og því löngu kominn á eftirlaunaaldur. Allen íhugar að hætta MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 160. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Árbæingurinn Daði Ólafsson er á leið inn í sitt áttunda tímabil með knattspyrnuliði Fylkis en hann er 26 ára gamall. Mikið miðjumoð hefur einkennt liðið undan- farin ár en Daði segir að það sé mikið hungur hjá leik- mönnum liðsins að gera betur í sumar. Daði er uppalinn í Árbænum og segir að bikarmeistaratitlar liðsins 2001 og 2002 séu Fylkismönnum innblástur í dag. Þrátt fyrir að hafa verið sex ára á þessum tíma man hann vel eftir því þegar leikmenn liðsins keyrðu fagnandi um Árbæ- inn með bikarinn á gömlum vörubíl. »27 Fótboltinn alltaf verið númer eitt, tvö og þrjú hjá vinstri bakverðinum ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Fiskurinn og sundið hafa gert mér gott,“ segir Skagamaðurinn og mjólkurfræðingurinn Oddur Magn- ússon, sem starfaði í hálfa öld í mjólkuriðnaðinum, þar af í um 40 ár sem mjólkurbússtjóri, og er 100 ára í dag. „Ég hef alltaf verið heilsuhraustur,“ leggur hann áherslu á og þakkar það hreyfing- unni og hollum mat. Oddur býr í eigin íbúð í Reykja- vík, sér um sig sjálfur, þrífur, þvær og straujar, eldar ofan í sig og bakar brauð og kök- ur fyrir sig og aðra, svo fátt eitt sé nefnt. Virka daga fer hann í Laugardalslaugina, tek- ur fyrsta strætó klukkan 6.40 og er mættur klukkan sjö, syndir 200 metra, fer í heitu pottana og fái hann ekki far heim tekur hann strætó til baka og er kominn á áfangastað kl. 8.35. „Ég hef stund- að laugarnar reglulega síðan 1954, en get ekki verið með heyrnar- tækin í lauginni og heyri því ekki hvað er efst á baugi í pottunum,“ segir hann. Bætir við að gott hafi verið að komast aftur í sund eftir að laugunum var lokað vegna kór- ónuveirufaraldursins. „Ég varð að fara í sturtu heima á hverjum morgni en nú er allt komið í samt lag.“ Foreldrar Odds voru Magnús Sveinsson vélstjóri og Hólmfríður Oddsdóttir. Hann er elstur níu systkina og þrjú þau yngstu eru einnig á lífi. Hann var sendisveinn í eldra mjólkurbúinu á Akranesi og þegar hann var 17 ára stakk Sig- urður Símonarson, kaupfélagsstjóri og mjólkurbússtjóri, því að honum hvort hann vildi ekki læra mjólkur- fræði og taka svo við búinu. Ísmeistari Hann byrjaði sem lærlingur hjá Mjólkursamlagi KEA á Akureyri og eftir tvö ár þar fór hann í frek- ara nám í Danmörku 1939. Þar kynntist hann Kirsten Åse, verð- andi eiginkonu sinni, en einnig ís- gerð og starfaði sem ísmeistari áð- ur en hann flutti til Íslands 1946. „Ég fann ekki svo mikið fyrir stríð- inu, ekki fyrr en seinni part árs 1943, þegar Danir fóru að sýna mótspyrnu og Þjóðverjar létu finna fyrir sér.“ Eftir heimkomuna byrjaði Oddur að vinna í gömlu mjólkurstöðinni við Snorrabraut í Reykjavík. Árið eftir tók hann við sem mjólkur- samlagsstjóri á Blönduósi og var þar til 1954, þegar honum var boðið starf stöðvarstjóra Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík, en því gegndi hann þar til hann var 67 ára og fór á eftirlaun. Oddur lét strax til sín taka í ís- gerð hjá MS. Hann segir að fyrsta verkið hafi verið að framleiða ís- blönduna fyrir einkaleyfishafa Dairy Queen-mjúkíssins. Síðan hafi eitt leitt af öðru og ísgerð MS orðið að veruleika. „Við framleiddum alls konar ís og ístertur,“ segir Oddur, en hann hafði umsjón með rekstr- inum til 1980, þegar ísgerðin varð sjálfstæð eining innan MS. Oddur og Kirsten eiga þrjú börn og 51 afkomanda. Þegar hann hætti að vinna keyptu þau sumarhús á Sjálandi og ætluðu að vera þar á sumrin, frá maí fram í september. „Hún naut þess ekki nema í þrjú ár, féll frá 1990, en ég hef haldið áfram að fara þangað á sumrin og fer út þegar byrjað verður að fljúga til Danmerkur á ný.“ Morgunblaðið/Eggert Með allt á hreinu Oddur Magnússon mjólkurfræðingur er 100 ára í dag. Hann hefur ætíð verið heilsuhraustur og býr sig undir ferð til Danmerkur. Með fyrstu flugvél til Kaupmannahafnar  Oddur Magnús- son 100 ára þakk- ar fiski og sundi hreystina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.