Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 18
Margir ergja sig yfir útlenskuslettum. Oftast er nú svo, að þær koma og fara, og sumar gerast raunar ágætir íslenskir málþegnar. Verra þegar menn fara (og aðallega börn skilst mér) að hugsa á öðru máli en móðurmálinu; þar býst ég við að skólar og heimili þurfi að standa ábyrgan vörð; kannski er skjágláp of mikið. Góð kunnátta í sínu eigin máli var að minnsta kosti einu sinni talin góð kennisetning og besta veganesti fyrir allt annað. Tungumál breytast og það er ugg- laust eðli þeirra. Stundum er maður þó svolítið hvumsa og þurfa fræð- ingar að skoða orsakir. Þetta snýr að hljóðfalli tungunnar. Unglingar og jafnvel nokkuð fullorðið fólk talar orðið í gusum, ekki heilum setn- ingum, slítur í sundur setningarnar og tekur sér málhlé við annað hvert orð. Yfirleitt rjátlast þetta af með aldri og þroska. Annað hefur vakið eftirtekt mína (og leikhúsfólks al- mennt, af því að við erum alltaf að vinna með tungumálið). Einkum virðast ungar konur eiga erfitt með að segja e. Þær beina hljóðinu upp í nefið og segja akki stað ekki og þatta í staðinn fyrir þetta. Ég vona að mér verði ekki lagt það til lasts að ég nefni að þetta séu einkum ungar kon- ur, til mótvægis má benda á hvað ýmsir ungir karlmenn eiga ótrúlega erfitt með að beygja samsett orð. En við erum að taka okkur á. Á því er enginn vafi, að við viljum vanda okkur. Veiran hefur minnt okkur á okkar andlegu dýrmæti. Við áttum einu sinni geirfugl. Hann er ekki lif- andi lengur en tungan er lifandi, fal- leg og frjó. Við verðum bara að muna það og gleyma því aldrei. Einn geir- fugl er nóg. »Menn eru hættir að auglýsa fyrir lönd- um sínum visit Akureyri eða visit Egilsstaðir og segjum nú bara einfald- lega velkomin! Okkur er að fara fram. Aldrei fór það svo, að hinn válegi gestur, veiran, hefði ekki eitthvað gott í för með sér. Við eru farin að vanda mál okkar. Menn eru hættir að auglýsa fyrir löndum sínum visit Akureyri eða visit Egilsstaðir og segjum nú bara ein- faldlega velkomin! Það er miklu hjartanlegra. Æ oftar sér maður skemmtileg íslensk heiti á fyrir- tækjum, ýmist í auglýsingabálkum fjölmiðlanna eða á sendibílum um borg og bæ, tvö nýleg af mörgum sem ég hef rekist á eru Góðkaup og Dvergarnir, í báðum tilvikum gam- ansamur næmleiki fyrir skemmti- legum möguleikum tungunnar. Veit- ingastaðir eru farnir að þýða matseðla sína á það ylhýra. Og ég er ekki frá því að meira að segja leiknar auglýsingar í útvarpi og sjónvarpi séu núna skár leiknar. Annars var til- gerðarleysi fiskbúðanna sérlega kærkomin tilbreyting og því tókum við eftir auglýsingunni. Að vísu læðast stundum inn með blöðunum auglýsingapésar sem heita Kids eða Go back to School eða Speedo og þar sem annað hvert orð eða heiti er á ensku. En það hlýtur líka að standa til bóta og pésar næsta árs heita auðvitað Allir krakkar, allir krakkar eða Hlaup og kaup eða Eins og fiskur í vatni … Já, fólk hefur gefið sér tíma til að velta fyrir sér ríkidæmi og sérkenn- um þessarar tungu okkar eins og hún birtist til dæmis í orðtökum sem við notum svo til daglega án þess kannski að hugsa svo mjög út í upp- runalega merkingu. Af því má hafa mikla skemmtun. Hver er til dæmis þessi Eyjólfur sem er alltaf að hress- ast eða hún Strympa sem vænkast stundum? Er einhver Hildur blönduð saman við það þegar við erum erum tvíráða og segjumst vera með bögg- um hildar? Og hver var þessi Björn sem kötturinn laumaðist upp í ból til? Og fyrst talið barst að köttum. Af hverju er gráum köttum tamara en bröndóttum að gera sig heimakomna í næsta húsi? Hvernig er grunurinn á litinn? Eða bjáninn? Það er margt skemmtilegt í málvenjum. Okkur er að fara fram Eftir Svein Einarsson Sveinn Einarsson Höfundur er leikstjóri. 18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2020 HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI Hágæða vinnuföt í miklu úrvali Sérmerkjum fyrir fyrirtæki Verkfæri og festingar Mikið úrval af öryggisvörum Nú fástS s vinnuföt í Götur í Bandaríkj- unum eru að verða kirkjugarðar fyrir svarta þar í landi; sér- staklega svarta karl- menn, einkum þá yngri. Hvítir lög- reglumenn leika sér og æfa sig með að drepa þá vísvitandi og vilj- andi. Það er aldrei slys þegar þetta gerist. En þetta er ekkert nýtt, nema hvað nú er ekki hægt að fela það lengur. Það þarf bara snjallsíma til að alheimurinn geti orðið vitni að morðum og ofbeldi af þessu tagi. Óeirðirnar í Ferguson og alls staðar í BNA hófust eftir að hvítur lögreglumaður skaut óvopnaðan svartan unglingspilt, Michael Brown, til bana á götu úti. Hann var skotinn sex skotum, þar af tveimur í höfuðið. Lengi hefur mikil spenna ríkt í Ferguson á milli svartra íbúa, sem eru yfir 76 prósent íbúa þar, og lögreglunnar, þar sem 96 prósent lögreglumanna eru hvít. Það er ekki leyndarmál að engar raunverulegar framfarir hafa átt sér stað í sam- skiptum hvítra og svartra í landinu í mörg ár. Frá 2013 til maí 2015 hafa 465 svartir menn verið drepnir í Bandaríkj- unum af hvítum lög- reglumönnum. Og það er vitað mál að oft er ekki einu sinni sagt frá því, sem þýðir að við getum aldrei vitað ná- kvæmlega hversu margir eru drepnir í raun. Það er líka vitað mál að lögreglumenn sem ákærðir eru fyrir morð af þessu tagi eru oft látnir lausir þar sem dómararnir eru oft líka hvítir. Þetta kemur þeim ekki á óvart sem þekkja til dóms- kerfisins þar í landi. Margir muna eftir Rodney King- málinu á sínum tíma, þegar lög- reglumenn börðu hann næstum til dauða en voru svo allir sýknaðir af ofbeldinu. Fjölmargir blökkumenn í fangelsum landsins hafa líka verið ranglega dæmdir. Það er alveg ljóst að þarna er eitthvað óhugnanlegt að gerast, sem í raun hefur verið til staðar frá því að þrælahald var bannað. Það vita allir að svart fólk var þol- endur mannréttindabrota í Banda- ríkjunum síðan það var flutt þangað sem þrælar í kringum 1792, allt þar til Bandaríkin samþykktu mannrétt- indalöggjöfina, Civil Rights Act, árið 1964 eftir að Martin Luther King flutti ræðu sína um kynþátta- mismunun frammi fyrir 250 þúsund manns í Washington, D.C. Árin 1861-1865 var borgarastyrjöld milli norðurríkja og suðurríkja Banda- ríkjanna sem oft hefur verið nefnd „þrælastríðið“. Ku Klux Klan voru ofsasamtök í suðurríkjunum sem kúguðu blökkumenn og drápu 200 þeirra árlega á síðasta hluta 19. ald- ar án dóms og laga. Árið 1955 hófst svo mannréttindabarátta blökku- manna af krafti. Það sem þetta snýst um og hefur verið við lýði í Bandaríkjunum í mörg ár er ekkert annað en rasismi af versta tagi sem til er og er engu líkt. Þetta er svo sannarlega rótgróið og fast eins og plága í mönnum, þannig að lög- reglumennirnir eru bara hluti af stærra og mjög flóknu máli. Kynþáttafordómar í Bandaríkj- unum eru alls staðar í samfélaginu og fela í sér alls konar mannrétt- indabrot, mismunun, misrétti, ójafn- ræði, óréttlæti o.s.frv. Enginn er hér að halda með hættulegum glæpamönnum sem lögunum hefur verið beitt réttilega gegn. Bara svo það sé alveg 200% á hreinu. Við er- um að tala um að þarna í Bandaríkj- unum alast sumir upp við það að þeim er sagt að forðast og jafnvel hata ákveðið fólk og það sé allt í góðu lagi að taka upp vopn og drepa þetta fólk. Menn læra að vera með mikla og hættulega kynþátta- fordóma innra með sér að segja má strax við fæðingu. Það er sum sé hættulegt að vera svartur í Bandaríkjunum, sama hvernig maður kýs að horfa á þetta. Nema maður sé Michael Jordan eða Denzel Washington. Það er stund- um jafnvel hættulegt að komast inn í eigin hús í hverfum þar sem hvítir eru í meirihluta. Þrátt fyrir þetta stóra þjóðfélagsvandamál eru Bandaríkin frekar upptekin af því að djöflast í og skipta sér af alls staðar annars staðar í heiminum. Þau eru með puttana í öllum málum alls staðar sem koma þeim ekkert við. Þau eru sjálfkrýndir talsmenn heimsins og vilja sýna okkur öllum hvernig best sé að lífa lífinu en geta ekki einu sinni kennt sjálfum sér að taka algerlega úr umferð vopnalög- gjöf sem hefur orðið mörgum að bana í mörg ár. Ef þetta er ekki hræsni þá er hræsni ekki til. Utan- ríkisráðherra þeirra ferðast um all- an heim sem predikari um heims- frið, en á maður ekki að byrja heima hjá sér og laga það sem laga þarf? Þau bjuggu til orðtakið „The Am- erican Dream“ eða „Ameríski draumurinn“, sem enginn í Banda- ríkjunum sjálfum veit nákvæmlega hvað þýðir. Það má segja að kynþáttahatrið hafi náð að teygja anga sína alls staðar um bandarískt samfélag. Það er líka einfaldlega staðreynd að Bandaríkjamenn eru í afneitun á raunveruleikanum. Þar af leiðandi hefur ekkert breyst í þessum kyn- þáttahatursmálum frá upphafi og mun aldrei breytast. Þjóðarsálin fer aldrei í sjálfsrannsókn hvað þetta mál og önnur varðar og menn loka augum og eyrum og halda áfram með lífið eins og ekkert sé. Kynþátt- ur hefur alltaf skipt máli í Banda- ríkjunum en menn vilja bara ekki viðurkenna það. Ofbeldið gagnvart svörtu fólki mun því halda áfram. „I can’t breathe“, ég get ekki andað Eftir Akeem Cujo Oppong »Kynþáttur hefur allt-af skipt máli í Bandaríkjunum en menn vilja bara ekki viðurkenna það. Akeem Cujo Oppong Höfundur er framkvæmdastjóri Ís- land Panorama Centre. VG hafnaði framkvæmd- um á Suðurnesjum og þar með hundruðum starfa sem hefðu fylgt þeim. Ekki hefði veitt af þessu störfum í því mikla at- vinnuleysi sem nú er á Suðurnesjum. Forseti Al- þingis hafnaði sem sam- gönguráðherra á níunda áratug síðustu aldar að NATO byggði alþjóða- flugvöll á Norðurlandi. Skammsýni vinstrimanna eru lítil takmörk sett. Sigurður Guðjón Haraldsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Skamm- sýni Vinstri græn lögðust gegn því að ráðist yrði í stórfelldar framkvæmdir á vegum Atl- antshafsbandalagsins á Suðurnesjum. Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.