Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2020 Ástkær móðir mín, tengdamóðir, systir og amma, VALDÍS VALGEIRSDÓTTIR, Laugarnesvegi, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 19. maí. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sérstakar ástarþakkir fær starfsfólk líknardeildar fyrir einstaka hlýju og fagmennsku. Aðstandendur þakka fyrir veittan stuðning og hlýhug. Herdís Ósk Unnarsdóttir Örvar Þór Kristjánsson Ingi Valgeirsson Birgir Geir Valgeirsson Jóna Kristín Jónsdóttir Guðlaugur Sveinsson og barnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, RAGNAR INGI HARALDSSON bifreiðarstjóri, Grundarfirði, lést 31. mars síðastliðinn. Minningarathöfn og jarðsetning fer fram í Grundarfjarðarkirkju laugardaginn 13. júní kl. 14. Streymt verður frá athöfninni, hægt er að fá slóðina hjá aðstandendum. Jóna Björk Ragnarsdóttir Guðmundur Smári Guðmunds. Auður Hanna Ragnarsdóttir Reynir Ragnarsson Ásgeir Ragnarsson Þórey Jónsdóttir Sveinn Ingi Ragnarsson Tinna Torfadóttir  Fleiri minningargreinar um Ástu Arnórsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Vilborg Ein-arsdóttir fædd- ist 1. september 1932 á Geithellum í Álftafirði. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Skjólgarði, Horna- firði, 1. júní 2020. Foreldrar Vil- borgar voru hjónin Einar Jóhannsson, f. 28. apríl 1906, d. 24. maí 1975, bóndi á Geithellum, og Laufey Karls- dóttir, f. 24. mars 1912, d. 4. júní 1994, húsfreyja. Systkini Vil- borgar: Helga, f. 14.6. 1931, lát- in. Hennar maður var Guð- mundur Vilmar Magnússon, látinn; Þormóður, f. 26.9. 1934, látinn. Hans kona var Erla Ein- arsdóttir, látin; Ólafur, f. 18.11. 1935. Kona hans var Sunneva Jónsdóttir, látin; Jóhann, f. 30.7. 1937. Sambýliskona hans er Ást- ríður Baldursdóttir; Þorkell, f. 15.5. 1939, látinn; Kristín, f. 10.8. 1942, hennar maður var Sigjón Bjarnason, látinn; Hjörtur f. 17.7. 1953; Leifur, f. 22.12. 1955, látinn. Vilborg giftist 8. september 1957 Helga Hálfdanarsyni, vél- virkja á Höfn, f. 30. janúar 1928, d. 13. maí 2018. Dætur Vilborgar og Helga eru: 1) Laufey, f. 8. júní 1958, gift Sigurbirni Jóhanni Karlssyni, f. 29. júlí.1957. Börn þeirra eru Birna Þrúður , Jó- hanna Sigurborg, Helgi Berg, Heiða Vilborg og Lúcía Jóna. Barna- börnin eru orðin 10 talsins. 2) Guðný, f. 16. febrúar 1961, maður hennar er Hákon Gunn- arsson, f. 21. jan- úar 1958. Börn þeirra eru Gunnar Bjarni og Sig- urbjörg Karen. Barnabörnin eru orðin tvö talsins. 3) Þorbjörg, f. 19. apríl 1963, maður hennar er Vignir Júlíusson, f. 24. nóvember 1963. Börn þeirra eru Páll Sig- urður, Margrét og Þorkell Ósk- ar. Barnabörnin eru orðin þrjú talsins. Vilborg ólst upp á Geithellum í Álftafirði en flutti árið 1957 til Hafnar í Hornafirði. Hún gekk í barnaskóla sveitarinnar, var í Húsmæðraskólanum á Hallorms- stað 1951-52 og nam ljósmóð- urfræði við Ljósmæðraskóla Ís- lands 1953-54. Hún var ljósmóðir í Álftafjarðar-, Búlands- og Beruneshreppum frá 1954-57 er hún flutti til Hafnar. Þá varð hún ljósmóðir á Mýrum, Nesjum, Lóni og á Höfn frá 1966. Suð- ursveit bættist við 1971 og frá 1974-2001 starfaði hún á heilsu- gæslustöðinni á Höfn og sinnti þá allri Austur-Skaftafellssýslu. Útför Vilborgar verður gerð frá Hafnarkirkju í dag, 8. júní 2020, klukkan 11. Elsku amma, nú ertu komin til afa. Það er margs að minnast og margt að þakka. Þú varst alltaf tilbúin í að gera allt fyrir mann og gott betur en það. Sérstakar þakkir fyrir að leyfa mér að búa hjá ykkur á meðan ég var í Heppuskóla, fá heitan mat í hádeginu og á kvöldin er ómet- anlegt. Þú varst einstök, að fá að hafa þig með í sumarfrí með mér og krökkunum sumarið 2018 var ævintýralegt. Þú bjargaðir kvöldmatnum öll kvöld þegar þú reyndir eftir bestu getu að kenna mér á kolag- rill og held ég að ég muni aldrei koma nálægt kolagrilli aftur, ég hafði ekki þolinmæðina í að það myndi hitna. Ég hlæ enn að því þegar ég spurði þig hvort við ættum að kíkja á nokkra staði og þú sagðir með suma staði: „Nei, við þurfum ekki að fara þangað, það var ekk- ert að sjá þarna fyrir 30 árum“ og það var ekki farið. Ég get hlegið að mörgu sem gekk á í fríinu okkar en hló ekki þá en hlæ núna. Ætli það sé ekki Vilborgar-nafnið sem ber þrjósk- una sem við erfðum. En ánægð er ég að við höfum farið í 10 daga frí og börnin mín fengið að kynnast þér enn betur. Einnig eru ekki margir sem eiga ömmur sem voru heims- meistarar í super mario. Sendir mann upp í rúm klukkan 22 og birtist svo á rúmstokknum klukkan 23 til að spila nokkur borð. Maður vildi helst ekki biðja þig um aðstoð í super mario því það var óvíst hvort maður fengi stýr- ispinnann aftur næsta klukku- tímann. Þú kenndir mér mörg spilin og var gaman að spila við þig. Skemmtilegast var að spila við þig gömlu jómfrú sem barn og reyna að vinna því það voru einu skiptin sem þú leyfðir okkur að sjá þig taka tennurnar úr þér og gretta þig svo við myndum springa úr hlátri. Eitt skiptið af mörgum mætt- um við Sigurbjörg og Margrét í hádegismat hjá þér og maturinn og drykkurinn kominn á borðið og urðum við frekar skrítnar á svipinn 15 ára gamlar, þar sem þú hafðir keypt pilsner handa okkur en hélst að þú hefðir keypt gos. En sagðir okkur að við mættum alveg smakka þetta þar sem þetta væri ekki áfengt og minnist ég að við höfum nú allar smakkað þennan drykk. Bryndísi fannst alltaf gaman að koma til þín þar sem hún vissi að í flestum tilvikum fengi hún pönnukökur og þér fannst gaman að horfa á hvað hún var dugleg að borða þær þar sem hún sat oft við borðið þangað til diskurinn var tómur. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt og hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. x Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku amma, ég veit að þið afi fylgist með okkur að ofan, nú kveð ég þig í hinsta sinn, ég geymi mínar fallegu minningar um þig og afa í hjarta mér og segi börnunum mínum og öðrum frá þeim. Heiða Vilborg. Elsku amma okkar. Við kveðjum þig með söknuð í hjarta en einlægu þakklæti fyrir þær minningar sem við eigum um þig sem munu fylgja okkur alla okkar ævi. Þú varst listakona mikil og það voru einstaklega fallegar og vandaðar flíkur sem komu af prjónunum þínum sem fóru með þér hvert sem er, enda voru vett- lingar og sokkar fljótir að birtast þegar kaldar hendur bönkuðu upp á hjá þér. En það var ekki einungis handavinnan sem þú lagðir svo mikinn metnað í, því að hengja upp jólaskrautið ár hvert var margra manna verk, enda þurfti einhver að horfa á ljósin hengd upp bæði inni og úti til að allt yrði fullkomið, því þér fannst Vilborg Einarsdóttir ✝ Ásta Arnórs-dóttir fæddist í Hafnarfirði 17. apr- íl 1928. Hún lést á Hrafnistu Hafnar- firði 2. júní 2020. Foreldrar henn- ar voru Sólveig Sig- urðardóttir, f. 1905, d. 1988, og Arnór Þorvarðarson, f. 1897, d. 1976. Ásta var fimmta í röðinni af átta systkinum, sem öll eru látin nema Sólveig, f. 1947. Þann 2. desember 1951 giftist Ásta Þorsteini Skúla Bjarnasyni, f. 19. júní 1927, en hann lést 17. febrúar 2018. Foreldrar hans voru Árný Ólöf Skúladóttir, f. 1891, d. 1953, og Bjarni Anton Sigurðsson, f. 1901, d. 1935. Börn Ástu og Skúla eru: 1) Árný, f. 14.10. 1951, gift Friðriki Guðlaugssyni, börn þeirra eru Ásta, Ólöf og Friðrik Árni. 2) Sólveig Arnþrúður, f. 2.10. 1957, synir hennar og Sveins Magn- ússonar eru Magnús Leifur og Þorsteinn Skúli. 3) Arnór, f. 21.11. 1959, kvæntur Margrjéti Þórðardóttur, börn þeirra eru Óskar, Signý og Rúnar. 4) Skúli, f. 21.12. 1964, kvæntur Katrínu Guðbjartsdóttur, dætur þeirra eru Auður Björt og Ásta Steina. Barna- barnabörnin eru 13 og það 14. á leið- inni. Ásta bjó alla sína tíð í Hafnarfirði og lengst af á Jófríð- arstaðavegi 5 og Hlíðarbraut 9, en síðustu árin bjuggu þau Skúli á Hraunvangi 1. Síðustu sex mánuði dvaldi Ásta á Hrafnistu í Hafnarfirði í góðu yfirlæti. Ásta varð gagnfræðingur frá Flensborgarskólanum og vet- urinn 1949 til 1950 var hún í Hús- mæðraskólanum Ósk á Ísafirði. Hún vann fyrstu árin eftir skóla á skrifstofu Rafha í Hafnarfirði en síðan lærði hún til sauma hjá Önnu móðursystur sinni. Ásta var heimavinnandi húsmóðir eft- ir að börnin fæddust en 1971 hóf hún störf hjá saumastofu Magna. Frá 1985 vann hún í eldhúsi leik- skólans Kató. Útför Ástu fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 8. júní 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku mamma mín, nú hefur þú kvatt þennan heim og hefur pabbi tekið fagnandi á móti þér. Þær eru margar minningar sem kom upp í huga mér eftir þau rúmlega 62 ár sem ég hef fengið að fylgja þér. Þú varst frekar hógvær kona og fyr- irmyndarhúsmóðir hvort sem var að elda mat, baka kökur, sauma, prjóna og eða gera hannyrðir. Alltaf varstu tilbúin að passa barnabörnin og á ég þér miklar þakkir hve strákarnir mínir hafa fengið að njóta þess. Aldrei kom maður á Hlíðarbrautina þar sem þið áttuð heima frá 1956 til 2013 nema til væru kökur með kaffinu. Alltaf var sunnudagskaffi þar sem allir mættu sem gátu komið og var þá alltaf til nóg með kaffinu handa öllum hópnum. Pönnukökur þínar þær bestu sem maður smakkaði og held ég að núna verði ég að fara æfa mig að baka þær eins og þú hafðir hvatt mig til og sagðir að það væri ekkert mál. Við vorum mjög nánar og voru þær ófáar bæjarferðirnar sem við fórum saman í til að kaupa á þig föt sem þú hafðir mjög gaman af því alltaf vildir þú eiga fallega föt. Oftast fórum við á kaffihús og seinni árin sagðir þú alltaf að þú værir búin að taka til kaffi handa pabba því þú hugsaðir einstaklega vel um hann. Þú hafðir mjög gaman að því ferðast bæði innan- og utan- lands með pabba og voru þær ófá- ar ferðirnar sem þið fóruð. Þegar pabbi fór í sína tuttugustu ferð til Austurríkis á skíði sagði hann, nú fer ég ekki meira án þín. Þú ákvaðst að fara með og var ég með í þeirri ferð og man ég hvað þú naust þess að hafa farið með þó svo þú værir ekki á skíðum. Ferð- irnar þínar urðu fjórar með hon- um á skíði og var ég með ykkur í þeim öllum og er það mér dýrmæt minning. Elsku mamma, ég kveð þig með söknuði og en jafnframt ynd- islegum minningum. Eins og pabbi sagði alltaf þegar við vorum að fara eitthvað, góða ferð, elsku mamma, og jafnframt góða heim- komu á nýjum stað í faðmi pabba. Þín elskulega dóttir, Sólveig. Elsku amma Ásta. Nú hefur þú lokið dagsverkum þínum til 92 ára og kveð ég þig með nokkrum orðum. Þó ég segi sjálfur frá held ég að fáir toppi þig í hlutverki og starfi hinna sönnu íslensku húsmæðra enda húsmóð- urskólagengin frá Ísafirði. Hvort sem það var að elda mat, baka fyr- ir veislur eða prjóna heilu peys- urnar á alla í jólagjöf þá var mikill metnaður lagður í þau störf. Ég naut þeirra forréttinda á mennta- skóla árum mínum í Flensborg að hlaupa heim til ykkar afa á Hlíð- arbrautinni í heitan mat og voru margir sem öfunduðu mig af því. Alltaf var hægt að treysta á það að brúnkaka væri til frammi í búri enda fannst þér alveg ómögulegt að eiga ekkert með kaffinu. Frá því ég man eftir mér fórstu alltaf í lagningu á föstudögum til þess að láta laga á þér hárið og það gat komið fyrir að þú færir á öðrum dögum ef svo bara undir, t.d. ef helgidag bar upp á föstudag. Þetta gerðir þú fram á síðasta dag og var þetta mjög mikilvægt hjá þér að komast og láta laga á þér hárið. Síðustu tvö ár hafa verið þér pínuerfið eftir að afi dó í febr- úar 2018 eftir nærri 70 ára hjóna- band, gerir aðrir betur. Þegar eitt líf hverfur úr þessum heimi verð- ur til annað nýtt og á það svo sannarlega við í mínu tilfelli þar sem lítil stúlka er á leiðinni í heim- inn hjá okkur Lilju í september nk. Í miðjum COVID-faraldrinum fórum við í 12 vikna sónar og varst þú sú fyrsta sem ég hringdi í og lét vita að barn væri á leiðinni enda mátti ég ekki koma til þín heim- sókn á Hrafnistu. Þú varst mjög ánægð og enn þá ánægðari þegar mamma tilkynnti þér að stúlka væri á leiðinni. Ég var að vonast til að geta komið í heimsókn til þín með hana þegar hún væri fædd en í stað þess mun ég minnast þín og vera duglegur að heimsækja ykk- ur afa í kirkjugarðinn þegar göngutúrar verða farnir með dömuna í vagninum. Nú kveð ég þig með söknuði og sakna allra þeirra frábæru ára sem við áttum saman. Góða ferð en jafnframt góða heimkomu til afa Skúla. Hvíldu í friði og sofðu rótt elsku amma. Þinn dóttursonur, Þorsteinn Skúli. Amma Ásta, staðalímynd ís- lenskrar húsmóður sem setti vel- ferð húsbóndans og gestanna fram yfir sína eigin. Flest allar minningar okkar systkinanna snúa einmitt að þessum persónu- einkennum, þ.e. matargerð og hannyrðir. Hlutirnir brögðuðust einhvern veginn betur hjá ömmu, t.d. brúna kakan með kókosmjöl- inu, skyrið yfirsykrað eins og börn kunna að meta það og svo hvernig henni tókst að gera besta spag- hettíið, án þess þó að hafa mjög gaman af því að borða það sjálf. En það var einmitt þannig, sjá um aðra og gefa sér sjaldan tíma til að njóta eða hvílast sjálf. Öll áttum við prjónasokka og peysur sem komu úr framleiðsludeild ömmu. Nú hverfur þú á braut, södd lífsdaga, kannski til að halda áfram að sjá um afa, en við minn- umst ómetanlegra stunda á H9 og kveðjum þig með söknuði og þakklæti, með tvær góukúlur í hönd. Óskar, Signý og Rúnar. Í dag kveðjum við ömmu Ástu með hlýju og söknuði. Amma Ásta, eins og hún var alltaf kölluð, tók loforð af okkur að skrifa ekki einhverja langa minningargrein í blöðin þegar hún myndi falla frá. Endalaus upptalning um hjúskap, störf og uppeldi var ekki að henn- ar skapi. Hlutirnir áttu að vera einfaldir, ræður stuttar og það átti að koma sér beint að efninu. Amma Ásta var glæsileg, sett- leg og staðföst kona. Það var stæll yfir henni og henni þótti gaman að eignast ný og falleg föt. Skemmti- legast fannst henni að máta og sýna okkur það sem hún hafði keypt sér þegar hún var upp á sitt besta. Lagning var partur að hennar vikulegri rútínu en hún lagði mikið upp úr því að hafa hár- ið í lagi. Henni þótti einfaldlega gaman að punta sig, gera sig fína og hafði sterkar skoðanir á því í hverju hún ætti að klæðast allt fram á sitt síðasta. Amma var mikil prjónakona og átti auðvelt með að framleiða hinar ýmsu út- færslur af peysum, sokkum og vettlingum. Því miður getum við systkinin ekki státað okkur af þessum hæfileikum en nutum svo sannarlega góðs af hennar getu þegar við vorum yngri. Amma var líka ákveðin kona og gat stundum verðið ótrúlega þrjósk. Við reynd- um eitt árið að sannfæra hana um að kristalsrauðvínsglösin hennar væru allt of lítil og hún þyrfti ein- faldlega að fá sér ný. Hún hélt nú ekki og ný glös kæmu ekki inn á hennar heimili. Við fengum því þessa frábæru hugmynd að gefa henni ný rauðvínsglös í jólagjöf og þar með yrði málið leyst. Þeim glösum var einfaldlega skilað um leið og búðir opnuðu eftir jólin. Amma hafði gaman af því að fá fólkið sitt til sín og hennar nánasta fjölskylda var líka einstaklega dugleg að kíkja í heimsókn til hennar. Ef það hefði verið haldin keppni um fjölda heimsókna til vistmanna á Hrafnistu þá hefði amma pottþétt unnið þá keppni, jafnvel sett heimsmet ef út í það væri farið. Okkur eru minnisstæð- ar margar gleðistundirnar á Hlíð- arbrautinni hjá ömmu og afa en á sunnudögum mættu allir sem gátu til að gæða sér á pönnukök- um, vöfflum eða kleinum sem amma bakaði af mikilli list. Ef við kíktum við eftir vinnu á föstudög- um þá var amma einnig með einn ískaldan fyrir okkur sem var mjög vinsælt eftir að við urðum eldri og höfðum aldur til. Amma lagði nefnilega mikið upp úr því að fjöl- skyldan kæmi saman og byggi til minningar, eitthvað sem við Reynibergsfjölskyldan höfum tekið til fyrirmyndar og munum viðhalda með okkar nánustu. Við systkinin eigum dýrmætar og góðar minningar um yndislega manneskju. Manneskju sem kenndi okkur svo mikið, var okkur góð fyrirmynd og hafði virkilegan áhuga á öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur. Elsku amma okkar, við þökk- um þér fyrir allt það sem þú kenndir okkur og fyrir allar þær góðu samverustundirnar sem við áttum saman. Við kveðjum þig með söknuði og biðjum þig um að skila góðri kveðju til afa Skúla. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Hvíldu í friði, elsku amma. Ásta, Ólöf og Friðrik Árni Friðriksbörn. Ásta Arnórsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku amma Ásta. Takk fyrir alla þá ást og hlýju sem þú gafst okkur og fyrir allt súkkulaðið. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Þínar langömmustelpur, Árný Friðrikka, Elísabet Tanja, Valgerður Ásta og Andrea Röfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.