Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 8. J Ú N Í 2 0 2 0 Stofnað 1913  133. tölublað  108. árgangur  FIMM BÁSAR AF FÖTUM JÖRMUNDAR FYLLTU GÖTURNAR KR OG SELFOSS SIGRUÐU UM HELGINA MÓTMÆLI GEGN LÖGREGLUOFBELDI 13 MEISTARAR 26FLUTTUR Í KRINGLUNA 10 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Icelandair hyggst hefja flug til tíu áfangastaða 15. júní næstkomandi. Áfangastaðirnir sem um er að ræða eru Kaupmannahöfn, Berlín, Münch- en, Amsterdam, Zürich, Frankfurt, París, Lundúnir, Stokkhólmur og Boston. Að undanförnu hefur einung- is verið flogið til Stokkhólms, Lund- úna og Boston, með stuðningi frá rík- inu til þess að halda uppi flugsamgöngum til og frá landinu. Því er um að ræða sjö áfangastaði sem hægt verður að fljúga til í fyrsta sinn eftir að flug féll niður vegna kórónu- veirufaraldursins. „Salan til og frá Kaupmannahöfn tók kipp um síðustu helgi. Fyrstu dagarnir eru vel bókaðir,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs hjá Icelandair. Að sögn Birnu er einungis horft til tveggja vikna í einu í áætlanagerð. Þannig muni þessir áfangastaðir verða í boði í tvær vikur að lágmarki en þó gæti komið upp sú staða að ekki yrði farið í öll flug ef bókunarstaða er slök. Vinna stendur yfir við að skipuleggja flug frá 1.-15. júlí að sögn Birnu. „Við reynum að vera mjög dýnamísk og sveigjanleg til þess að geta tekið ákvarðanir með stuttum fyrirvara.“ Að hennar sögn hefur 15 þúsund króna skimunargjald sem kynnt var fyrir helgi haft áhrif á bókanir. „Því miður hefur verið svolítið um að Dan- ir hafi afbókað sig og svo hafa komið afbókanir frá stórum þýskum hópum sem áttu eldri bókanir hingað. Þetta virðist trufla. Upphæðin er há,“ segir Birna. Icelandair vinnur náið með al- mannavörnum og grímuskylda verð- ur um borð í vélunum fyrstu vikurnar. Með þeim hætti má koma í veg fyrir að fleiri en einn verði sendir í sóttkví komi upp smit um borð. „Venjulega er reglan sú að við eig- um að láta vita um fólkið sem situr í röðinni fyrir framan og aftan viðkom- andi. En við vorum á fundi með al- mannavörnum fyrir helgi og það lítur út fyrir að það sé minni þörf á því að senda aðra en þann sem er smitaður í sóttkví ef fólk ber grímur um borð,“ segir Birna. Sjö flugfélög munu fljúga til og frá landinu á næstunni að lágmarki en um helgina bættist Lufthansa í hóp- inn. „Við fundum fyrir auknum áhuga hjá flugfélögum eftir að heilbrigðisyf- irvöld tilkynntu að til stæði að hefja skimun,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Hyggja á flug til tíu áfangastaða frá 15. júní  Hátt skimunargjald „virðist trufla“  Áhugi flugfélaga hefur aukist M Kominn ferðahugur í fólk »4 Flug til og frá Íslandi » Icelandair hyggst hefja áætlunarflug til sjö áfanga- staða þar sem flugleggir hafa alfarið legið niðri frá upphafi kórónuveirufaraldursins. » Í heild verður flogið til 10 staða frá 15.-30. júní. » Nokkuð hefur verið um afbókanir frá því að yfirvöld kynntu áform um skimun. Það var góð stemning í nýbyggðum hjóla- brettagarði á Miðbakka Reykjavíkurhafnar um helgina, enda veður með besta móti í höfuðborg- inni eins og víðar á landinu. Hjólabrettagarðurinn var tekinn í notkun fyr- ir helgi og nóg var um að vera þegar ljósmynd- ara Morgunblaðsins bar að garði í gær. Þótt þessi fyrsta vika júnímánaðar hafi verið nokkuð sólrík er talsverðri rigningu spáð á næstu dögum. Landsmenn vonast eflaust margir eftir sólríku sumri, ekki síst svo hægt verði að rúlla sér áfram á hjólabrettum og hlaupahjólum. Sólrík helgi fyrir hjólabrettagarpa Morgunblaðið/Íris Nutu sín í sólinni í nýja hjólabrettagarðinum Í kjölfar kórónu- veirufaraldursins hafa mörg banda- rísk tæknifyrir- tæki gefið starfs- fólki sínu aukið svigrúm til að vinna þaðan sem því sýnist. Sumir gætu viljað vinna frá Íslandi og væri það hvalreki fyrir íslenska tæknigeirann og rík- issjóð, enda fólk með mikla reynslu, góð sambönd og háar tekjur. Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, stofnandi og ritstjóri tæknivefmið- ilsins Northstack, segir þetta upp- lagt tækifæri til að laða hæfi- leikaríkt fólk til Íslands. Fyrst myndi þurfa að auðvelda þessum hópi að fá öll tilskilin leyfi til að búa, starfa og greiða sína skatta hér á landi. »12 Gætum opn- að landið fyr- ir snillingum Kristinn Árni Lár Hróbjartsson  Kæmu með fjar- vinnustörfin með sér Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is Upplýsingagjöf var ábótavant hjá Reykjavíkurborg þegar forstjóri flugfélagsins Ernis var ekki upp- lýstur um breytt áform borgarinnar er vörðuðu flugskýli fyrirtækisins hjá Reykjavíkurflugvelli. Þetta segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, for- maður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pí- rata, í samtali við Morgunblaðið. Eins og áður hefur komið fram var flugfélaginu tilkynnt á fundi með fulltrúum Reykjavíkurborgar 30. apríl sl. að rífa yrði flugskýli þess, bótalaust, vegna nýs skipulags. Átti að leggja veg í gegnum svæðið þar sem flugskýlið stendur. Í kjölfar fundarins voru áformin tekin af dagskrá, en þrátt fyrir það var forstjóri Ernis, Hörður Guð- mundsson, ekki upplýstur um það. Lýsir hann framgöngu Reykjavík- urborgar sem „yfirgengilegu of- beldi“. Að sögn Sigurborgar er ljóst að tryggja þurfi betri samskipti. Þá verði hlutaðeigandi aðilar að setjast niður og ræða málin. „Við verðum að setjast niður og tala saman. Við vilj- um ekki að fólk upplifi stöðuna þannig að það bíði upp á von og óvon með sína starfsemi.“ Borgin gerði mistök  Flugskýli Ernis mun standa áfram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.