Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2020 Smáauglýsingar Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Raðauglýsingar Félagsstarf eldri borgara Árskógar Opinn handavinnuhópur kl. 12-16.. Sögustund af hljóðbók kl. 10.30. Hugarþjálfun, leikir og spjall kl. 13.30. Velkomin. S. 411-2600. Boðinn Gönguhópur kl. 10.30. Bingó kl. 13. Sundleikfimi kl. 14.30. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Við hringborðið kl. 8.50. Hádegismatur kl. 11.30-12.30. Handavinnuhorn kl. 13. Síðdegiskaffi kl. 14.30. Við vinnum eftir Samfélagssáttmálanum, og þannig tryggj- um góðan árangur áfram. Nánari upplýsingar í síma 411-2790. Garðabær Jónshúsi/ félags- og íþróttastarf, s. 512-1501. Opið í Jóns- húsi og heitt á könnunni alla virka daga frá kl. 8.30-16. Hægt er að panta hádegismat með dags fyrirvara. Meðlæti með síðdegiskaffinu er selt frá kl. 13.45-15.15. Félag eldri borgara í Garðabæ, s. 565-6627, skrifstofa opin miðvikudaga kl. 13.30-15.30. Gönguhópur fer frá Jóns- húsi kl. 10. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11. Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá kl. 8.30-10.30. Útvarps- leikfimi kl. 9.45. Minningahópur kl. 10.30. Stólaleikfimi kl. 13.30. Kaffi- sala frá kl. 14.30-15.30. Korpúlfar Ganga kl. 10 frá Borgum og Grafarvogskirkju. Petan með Ráðhildi og Magnúsi kl. 13 við Gufunesbæ. Hádegisverður og kaffi- tímar á sínum stað. Minnum á skráningu í Korpúlfaferðir í sumar, þátttökulistar liggja frammi í Borgum. Seltjarnarnes Gler og leir kl. 9 og 13. Búið að opna fyrir alla sem skráðir eru. Billjard Selinu kl. 10. Krossgátur og kaffi í króknum kl. 10.30. Jóga með Öldu í salnum á Skólabraut kl. 11. Handavinna með leiðbeinanda á Skólabraut kl. 13. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Virðum samfélagssáttmálann. Höldum áfram að þvo hendur og spritta og virðum fjarlægðarmörk. með morgun- nu Nú u þú það sem þú eia að á FINNA.is IÐNAÐARMENN VERSLANIR VEITINGAR VERKSTÆÐI BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA ✝ Jón VilbergHarðarson (Brói) vörubílstjóri fæddist í Litla- Dunhaga í Hörg- árdal 22. nóvember 1952. Hann lést af slysförum 20. maí 2020. Foreldrar Jóns eru Sóley Halldórs- dóttir fisk- vinnslukona, f. 17. júlí 1929 og Ottó Hörður Ós- valdsson sjómaður, f. 9. nóv- ember 1927, d. 10. apríl 1963. Alsystkini Jóns eru Margrét Halldóra Harðardóttir, f. 26. ágúst 1947, d. 18. ágúst 1986 og Rannveig Harðardóttir, f. 29. júlí 1962. Hálfsystir Jóns er Ingibjörg Valdís Harðardóttir, f. 29. september 1949. Jón eignaðist dóttur, Vil- borgu Díönu Jónsdóttir, f. 16. desember 2004 og stjúpdóttur, Önnu Anchali Jónsdóttir, f. 8. nóvember 1993 með fyrrverandi eiginkonu sinni, Angkhana Sribang, f. 14. nóvember 1964. Jón átti fóst- urson og fóstur- dóttur. Fóstur- sonur hans er Stefán Gunnar Benjamínsson, f. 14. nóvember 1972, maki Oddný Sigríður Kristjáns- dóttir, f. 16. september 1978. Börn þeirra eru Bergþóra Anna Stefánsdóttir, f. 5. ágúst 1999 og Benjamín Jón Stefánsson, f. 18. júlí 2003. Fósturdóttir hans er Rósa Dagný Benjamínsdóttir. Móðir þeirra systkina var Anna Árdís Rósantsdóttir, fyrri sam- býliskona Jóns, f. 10. mars 1951, d. 13. október 2015. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 8. júní 2020 kl. 13:30. Elsku Brói, eins ósanngjarnt og sárt og það er að skrifa um þig minningaorð þá finn ég um leið fyrir þakklæti. Þakklæti fyr- ir allar stundirnar í gegnum árin og sérstaklega er ég þakklát fyr- ir að eytt með þér öllum deg- inum þann 19. maí síðastliðinn. Dagurinn byrjaði nefnilega svo vel, við vorum í ýmsum útrétt- ingum þennan dag. Þú keyptir þér nýjan síma sem þú varst svo ánægður með. Við skruppum síðan í Byko og þar hittum við Auðun vin þinn og þið spjölluðuð heillengi saman. Eftir daginn fórum við heim til þín þar sem þú settist inn í stofu með ritzkex og salat, brosandi og kvöldfréttir rétt að byrja. Ég ætlaði bara rétt að skreppa heim og koma svo til þín aftur eftir kvöldfrétt- ir. Við ætluðum að fara í bíltúr fram í fjörð eins og við gerðum svo oft áður. Ég var nýkomin heim og búin að vera þar í stutta stund. Ég stóð úti og var að tala við dóttur mína þegar ég heyrði þessi skerandi hljóð, hávært sír- enuvæl. Ég greip í dóttur mína og sagði henni að koma og ég keyrði af stað án þess að hugsa. Ég veit ekki hvað það var sem rak mig áfram því þetta var mjög ólíkt mér. En þetta varð til þess að við gátum látið vita að þú værir inni í húsinu sem varð alelda á einu augnabliki. Elsku Brói, ég er svo fegin að hafa keyrt af stað því það varð til þess að við fengum örlítinn tíma til að kveðja þig og fyrir það er ég óendanlega þakklát, þrátt fyrir að þessi dagur hafi endað á hræðilegan hátt. Ég er svo þakklát fyrir allt sem við gerðum saman, það leið varla sá dagur að við hittumst ekki eða heyrðumst í síma. Allir bíltúrarnir okkar, spjallið um allt og ekkert og sumar- bústaðaferðin síðasta sumar var sérstaklega yndislegur tími. Við vorum mjög náin og lítið sem við vissum ekki hvort um annað. Elsku Brói, við gátum alltaf treyst hvort á annað, þú varst alltaf mín stoð og stytta, eins og þegar ég fæddist þá kom það í þinn hlut að passa litlu systur. Þú varst með eindæmum hjálp- samur maður og ef þú gast rétt fram hjálparhönd þá gerðir þú það, alveg sama hver það var sem vantaði aðstoð. Minningar okkar eru svo margar og ég mun varðveita þær í hjarta mínu alla tíð. Frá- fall þitt er svo mikill missir fyrir svo marga, mér finnst skelfilegt til þess að hugsa að annað barn mömmu og annað systkini mitt kveðji þessa jarðvist á þennan hátt. Þetta er svo óskiljanlegt og á ekki að vera hægt að lenda í svona hræðilegum atburði tvisv- ar á ævinni en því miður þá ræð- ur enginn för. Ég mun fylgjast með dóttur þinni Vilborgu Díönu og aðstoða hana eins og ég get. Hún var eitt af ljósunum í lífi þínu, hún var þér svo mikilvæg og þú vildir allt fyrir hana gera. Ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér í sumarland- inu enda eigum við svo marga fallega engla sem munu umvefja þig með ást og kærleik. Ég vil senda öllum aðstand- endum mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Elsku bróðir, ég kveð þig með þessari bæn: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Þín elskandi systir, Rannveig Harðardóttir. Að þurfa að kveðja svona góð- an vin eins og þig er alls ekki auðvelt, margar hugsanir og spurningar fara um huga manns en lítið um svör. Ég var svo heppin að fá að kynnast þér, við byrjuðum bæði að vinna hjá GV Gröfum árið 2002, þú í mars og ég í maí. Ég mætti með enga reynslu í vörubílaakstri, það skipti þig engu máli, tókst mér ótrúlega vel og fljótlega varstu orðinn eins og pabbi minn í vinnunni og ég Sigga þín. Ef ég lenti í einhverju óhappi þá pass- aðir þú upp á að ég gæfist ekki upp, hvattir mig bara áfram. Það er svo ótrúlega margt í okk- ar starfi sem þú átt heiðurinn af að hafa kennt mér, sem ég er og verð alltaf mjög þakklát fyrir. Þú varst mér mikið meira en bara vinnufélagi, þú lést mig al- veg vita hvað þér þótti vænt um mig, börnin mín, manninn minn og foreldra mína og spurðir um þau í flestum okkar símtölum. Þú kvaddir alltaf svo vel þannig að á vissan hátt finnst mér eins og ég hafi náð að kveðja þig, þó ég vildi óska að okkar síðasta símtal hefði ekki verið það síð- asta. Það er ekki sjálfgefið að eignast svona góðan vinnufélaga eins og þig, þú sýndir mér mikið traust, þolinmæði og góðvild þessi 17 ár sem við unnum sam- an og 18 ár sem við þekktumst. Ég mun geyma vel allar góðu minningarnar um þig í hjarta mínu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Valdimar Briem) Ég votta fjölskyldu þinni og vinum innilega samúð. Megir þú hvíla í friði, elsku Nonni (pabbi). Sigga þín, Sigrún Björk Bjarkadóttir Jón Vilberg Harðarson ✝ Helga FríðaHauksdóttir fæddist á Rán- argötu 1 í Reykja- vík 14. nóvember 1952. Hún lést á lungnadeild Land- spítalans 29. maí 2020. Foreldrar henn- ar voru Haukur Arnars Bogason bifreiðaeftirlits- maður, f. 21. nóvember 1919 á Akureyri, d. 11. febrúar 2012 í Reykjavík, og Þuríður Helga- dóttir, f. 30. júní 1915 á Þóru- Hauksson, Haukur Hauksson og Ingi Hauksson. Helga Fríða ólst upp á Rán- argötu 1 í Reykjavík í húsi ömmu sinnar og afa. Hún gekk í Mið- bæjarbarnaskóla og lauk gagn- fræðaprófi frá Lindargötuskól- anum í Reykjavík. Hún fór í tungumálanám til Englands og Frakklands. Síðustu árin átti hún heimili á Fálkagötu. Helga Fríða hóf sinn vinnufer- il við skrifstofustörf og fór síðan yfir á vettvang ferðaþjónustu þar sem hún vann m.a. mörg ár á Hótel Sögu. Hún starfaði einnig á Kleppi og hjá Íslandspósti. Áhugamál Helgu Fríðu voru m.a. dýr, sérstaklega hestar og kettir, einnig prjónaskapur og margt fleira. Útför Helgu Fríðu fer fram frá Fossvogskirkju 8. júní 2020 klukkan 11. stöðum, Önguls- staðahreppi, Eyjafirði, d. 14. apr- íl 1979 í Reykjavík. Systkini Helgu Fríðu voru Reynir Hauksson, f. 12. júlí 1945, d. 4. október 2014, og Gerður Hauksdóttir, f. 10. maí 1949, d. 17. júlí 2015. Helga Fríða var ógift og barnlaus. Hálfsystir Helgu Fríðu var Erla Hauksdóttir, d. 2004. Hálf- bræður Helgu Fríðu eru Smári Með þessum orðum langar mig að kveðja Helgu móðursystur mína. Sú stund þegar kveðja þarf ástvin er alltaf erfið en allar þær fjölmörgu góðu minningar sem ég á í hjarta mér koma sér vel á kveðjustundu. Hugurinn reikar ósjálfrátt til baka og margar góð- ar minningar streyma fram. Fyrstu minningarnar eru frá Ránargötunni, þar var margt brallað á æskuheimilinu, eftir að ég flutti norður var alltaf gott að koma í heimsókn á Ránargötuna bæði til nöfnu minnar og Helgu frænku. Á unglingsárunum var vinsælt að gista hjá Helgu frænku þar sem heimili hennar var heppi- lega stutt frá miðbænum, það var líka lítið mál þó að vinkonur fylgdu með í gistinguna. Í einni heimsókninni þegar Helga kíkti inn í stofu til að athuga hvort við hefðum ekki skilað okkur heim þá sá hún spaugilega sjón, þar sváf- um við vinkonurnar vært sitjandi í sófanum með fætur uppi á stól og með úlpurnar sem sængur, þá hafði legið svo mikið á að kíkja á menningarlífið í 101 að við gleymdum að sækja dýnur og svefnpoka á Öldugötuna eins og við áttum að gera. Helga kom líka til okkar norð- ur, í sveitinni okkar fékk hún að geyma hestana sína, Helgu-Blesi var skemmtilega spes týpa en við áttum mjög gott samband og hann kenndi mér hversu mikilvægt það er að tala við dýrin. Helga frænka var mikil dellukerling, hún fékk t.d. hestadellu, veiðidellu, kattar- dellu og margar fleiri og sinnti þeim vel meðan á þeim stóð. Samband þeirra systkina mömmu, Helgu og Reynis, var fal- legt og gott og vildi ég óska þess að heilsa þeirra allra hefði verið betri, en það var afar dýrmæt stund sem þau systkinin áttu sam- an á Öldugötunni 2012 en það var þeirra síðasta stund saman en nú eru þau sameinuð á ný. Síðustu ár þegar ég eða við mæðgur komum í bæinn var fast- ur punktur að koma við á Fálka- götunni og kíkja til Helgu, oft fór- um við líka á kaffihús eða í ísferðir á meðan heilsa hennar leyfði eða pöntuðum pizzu heim, það var allt- af vinsælt. Við heyrðumst oft í síma og þá var rætt um heima og geima, Helga var dugleg að fylgj- ast með því hvað við mæðgur brölluðum í leik og í starfi. Daginn áður en Helga kvaddi sat ég hjá henni á Landspítalan- um og það var afar dýrmæt stund. Að lokum vil ég þakka þér, elsku Helga mín, allar stundirnar sem við áttum saman, alla þá ást, tryggð og vináttu sem þú gafst okkur mæðgum. Ég veit að engl- arnir okkar taka á móti þér, ég kveð þig eins og þú kvaddir mig alltaf og segi: bless, gullið mitt, við sjáumst síðar. Þín, Sigurlaug Dóra (Lulla). Helga Fríða Hauksdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.