Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2020 Mjólkurbikar karla 1. umferð: Vængir Júpíters – KH ............................. 3:1 Haukar – Elliði ......................................... 3:1 Hvíti riddarinn – KFS.............................. 2:1 KV – Kári .................................................. 0:3 Þróttur V. – Ægir ..................................... 2:1 Hörður – Vestri ........................................ 1:4 Skallagrímur – Ýmir ................................ 0:2 Dalvík/Reynir – KF ................................. 1:2 Kría – Hamar............................................ 2:3 Höttur/Huginn – Sindri ...................(frl.) 2:1 Álftanes – Fram........................................ 0:4 Mídas – KM............................................... 4:1 Vatnaliljur – Afturelding ....................... 0:12 KFG – KB ................................................. 7:1 Þróttur R. – Álafoss ................................. 1:0 Ísbjörninn – Björninn ......................(frl.) 4:5 SR – Uppsveitir ........................................ 2:0 KFR – GG ................................................. 0:2 KF Bessastaðir – Víðir ............................ 1:5 Samherjar – Nökkvi................................. 3:0 Tindastóll – Kormákur/Hvöt................... 2:1 Stokkseyri – Afríka .................................. 3:1 Árborg – Augnablik......................... (0:0) 8:7 Léttir – Reynir S ...................................... 1:9 Mjólkurbikar kvenna 1. umferð: ÍR – Álftanes.....................................(frl.) 2:1 Hamar – ÍA ............................................... 0:8 Fjarð/Hött/Leiknir – Hamrarnir ... (1:1) 4:2 Danmörk Nordsjælland – Midtjylland ................... 0:1  Mikael Anderson lék síðustu 14 mínút- urnar með Midtjylland. FC Köbenhavn – Randers....................... 2:1  Ragnar Sigurðsson var ekki í leikmanna- hópi FC Köbenhavn. Horsens – Bröndby.................................. 3:2  Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn með Bröndby. SönderjyskE – Silkeborg........................ 2:2  Eggert Gunnþór Jónsson lék fyrstu 78 mínúturnar með SönderjyskE en Ísak Óli Ólafsson var ekki í leikmannahópnum. AaB – AGF................................................ 2:3  Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 61 mínútuna með AGF og lagði upp mark. OB – Esbjerg ............................................ 3:1  Aron Elís Þrándarson lék allan leikinn með OB og skoraði þriðja markið. Hobro – Lyngby....................................... 2:2  Frederik Schram er varamarkvörður Lyngby. Staðan: Midtjylland 26 21 2 3 42:14 65 København 26 18 2 6 47:29 56 AGF 26 14 5 7 42:28 47 Brøndby 26 13 3 10 47:37 42 Nordsjælland 26 12 5 9 48:35 41 AaB 26 11 5 10 44:33 38 Randers 26 10 5 11 39:35 35 Horsens 26 10 4 12 25:44 34 OB 26 9 6 11 34:30 33 Lyngby 26 9 5 12 31:45 32 SønderjyskE 26 6 9 11 31:44 27 Hobro 26 3 14 9 25:35 23 Esbjerg 26 4 6 16 22:44 18 Silkeborg 26 3 7 16 31:55 16  Sex efstu liðin halda nú áfram og spila tvöfalda umferð í viðbót um titilinn, taka stigin með sér. Hin átta liðin fara í umspil. Þýskaland Augsburg – Köln...................................... 1:1  Alfreð Finnbogason lék síðustu 14 mín- úturnar með Augsburg. RB Leipzig – Paderborn......................... 1:1  Samúel Kári Friðjónsson lék ekki með Paderborn vegna meiðsla. Leverkusen – Bayern München ............. 2:4 Eintracht Frankfurt – Mainz.................. 0:2 Fortuna Düsseldorf – Hoffenheim ......... 2:2 Dortmund – Hertha Berlín ..................... 1:0 Werder Bremen – Wolfsburg ................. 0:1 Union Berlín – Schalke ............................ 1:1 Staða efstu liða: Bayern M. 30 22 4 4 90:30 70 Dortmund 30 19 6 5 81:35 63 RB Leipzig 30 16 11 3 75:32 59 Mönchengladb. 30 17 5 8 57:36 56 Leverkusen 30 17 5 8 56:40 56 Wolfsburg – Frankfurt ........................... 5:1  Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leik- inn með Wolfsburg.  Efstu lið: Wolfsburg 52, Bayern M. 44, Hoffenheim 40, Frankfurt 30, Essen 28, B-deild: Jahn Regensburg – Darmstadt.............. 3:0  Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik- inn með Darmstadt. Grikkland Larissa – Asteras Tripolis ..................... 1:2  Ögmundur Kristinsson lék allan leikinn með Larissa. Úkraína Zorya Luhansk – Kolos Kovalivka ........ 1:0  Árni Vilhjálmsson lék fyrstu 69 mínút- urnar með Kolos Kovalivka. KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Mjólkurbikar kvenna, 1. umferð: Vivaldi-völlur: Grótta – Víkingur R .... 19.15 Fagverksvöllur: Afturelding – HK..... 19.15 Extra-völlur: Fjölnir – Augnablik ...... 19.15 Framvöllur: Fram – Grindavík ................ 20 Mjólkurbikar karla, 1. umferð: Skessan: ÍH – Berserkir........................... 20 Í KVÖLD! Á HLÍÐARENDA Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Selfoss vann sinn annan bikar á tíu mánuðum þegar liðið mætti Íslands- meisturum Vals á Origo-vellinum á Hlíðarenda í Meistarakeppni kvenna í knattspyrnu á laugardag- inn. Elín Metta Jensen kom Vals- konum yfir á 37. mínútu en Tiffany McCarthy jafnaði metin fyrir Sel- foss í upphafi síðari hálfleiks. Það var svo Anna María Friðgeirsdóttir sem skoraði sigurmark leiksins á 80. mínútu með skoti af 30 metra færi. Leikurinn var afar kaflaskiptur og voru Valskonur sterkari í fyrri hálfleik en Selfyssingar stjórnuðu ferðinni í þeim síðari. Þrátt fyrir að Valsliðið hafi skapað sér betri mark- tækifæri í leiknum var sigur Sel- fossliðsins sanngjarn, enda lagði lið- ið meira á sig í leiknum en Íslandsmeistararnir. Þrátt fyrir að Selfoss sé að mörgu leyti með nýtt lið frá því síðasta sumar virkuðu bikarmeistararnir af- ar samstilltir á köflum. Landsliðs- konurnar Anna Björk Kristjáns- dóttir og Dagný Brynjarsdóttir gera afar mikið fyrir liðið og komu með mikla ró og reynslu sem smit- aði út frá sér til yngri leikmanna liðsins sem spiluðu oft á tíðum eins og þær væru allar með 200 leiki á bakinu í efstu deild. Eins og uppspil Valsliðsins var gott í fyrri hálfleik, undir ósam- stilltri pressu Selfyssinga, var það jafn dapurt í síðari hálfleik eftir að Selfoss hafði skerpt á hápressu sinni. Miðjumenn liðsins voru í stök- ustu vandræðum með að losa bolt- ann og þá gaf markvörður Vals og íslenska landsliðsins tvö mörk á silf- urfati. Selfossliðið er til alls líklegt í sumar en brotthvarf Margrétar Láru Viðarsdóttur virðist hafa haft mun meiri áhrif á Íslandsmeist- arana en maður hefði haldið. Selfyssingar með yfirlýsingu  Valskonur virka leiðtogalausar Morgunblaðið/Sigurður Fyrirliði Anna María Friðgeirsdóttir tilbúin að hefja bikarinn á loft. allan tímann og vann að lokum öruggan sigur. Lék Aron hringina þrjá á samtals sex höggum undir pari, fjórum höggum betur en at- vinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús og hinn efnilegi Dagbjartur Sigurbrandsson. Ólaf- ur Björn Loftsson var fjórði á einu höggi undir pari. Axel Bóasson, sem vann fyrsta mót ársins á móta- röðinni, varð að sætta sig við 5.-8. sæti en hann lék á samtals tveimur höggum yfir pari. Þá hafnaði Ís- landsmeistarinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson í 17.-18. sæti á átta höggum yfir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Ís- landsmeistari í golfi, vann sinn annan sigur á árinu er hún stóð uppi sem sigurvegari á Golfbúð- armótinu sem fram fór á Hólms- velli í Leiru um helgina. Þetta var annað mótið af fimm á mótaröð Golfsambands Íslands á árinu 2020. Guðrún Brá stóð einnig uppi sem sigurvegari á ÍSAM-mótinu á heimslistamótaröðinni í maí. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var með eins höggs forystu á Guðrúnu fyrir lokahringinn í gær, en Ólafía náði sér ekki á strik á lokahringnum og Guðrún færði sér það í nyt. Lék Guðrún samtals á níu höggum yfir pari og var tveimur höggum á undan Sögu Traustadóttur sem varð önnur. Ragnhildur Krist- insdóttir og Ólafía Þórunn komu þar á eftir á þrettán höggum yfir pari. Stóð Ólafía uppi sem sig- urvegari á fyrsta móti Golf- sambandsins á Akranesi og hafa Guðrún og Ólafía því unnið sitt mótið hvor á mótaröðinni. Aron Snær Júlíusson vann sitt fyrsta mót á árinu er hann lék best allra í karlaflokki. Aron, sem varð í 21. sæti á EM áhugakylfinga fyrir tveimur árum, var með forystuna Annar sigur Íslandsmeistarans Ljósmynd/seth@golf.is Gull Guðrún Brá Björgvinsdóttir bar sigur úr býtum á Leirunni. Í VESTURBÆNUM Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Formlegur upphafsleikur Íslands- móts karla í knattspyrnu fór fram á Meistaravöllum í Vesturbænum í gærkvöldi, þar sem KR hafði betur gegn Víkingi Reykjavík, 1:0, í Meist- arakeppni KSÍ. Um er að ræða ár- legan leik milli Íslands- og bikar- meistara en KR vann Íslandsmótið í 27. sinn í fyrra, nokkuð óvænt og með miklum yfirburðum. Víkingar urðu bikarmeistarar í annað sinn með því að leggja FH í úrslita- leiknum. Íslandsmótið er nokkuð seint á ferðinni í ár eftir óvenjulega tíma en undanfarin ár hefur þessi opnunar- leikur farið fram í apríl. Þó nú sé júní var engu að síður vorbragur á spila- mennskunni í Frostaskjóli í gær. Bæði lið voru nokkuð lengi í gang og var nokkur bið eftir fyrstu tækifær- um áhorfenda til að rísa úr sætum með öndina í hálsinum. Sjóaðir í að vinna titla Það var ekki að sjá á leiknum að hér hefði ríkt samkomubann nýlega. Tæplega þúsund manns lögðu leið sína að Meistaravöllum til að berja sín lið augum, þyrstir knattspyrnu- áhugamenn sem hafa þurft að bíða allt of lengi. Þó upphafið á leiknum hafi valdið vissum vonbrigðum lifnaði nokkuð yfir gangi mála eftir því sem leið á kvöldið. Daninn Kennie Chop- art skoraði sigumarkið eftir liðlega hálftíma leik með því að vippa bolt- anum í autt net eftir óþarfa skóg- arferð Ingvars Jónssonar í marki Víkinga. Því næst byrjaði að kólna og rigna og þá fyrst færðist hiti í leik- inn. Pétur Guðmundsson dómari þurfti að lyfta gula spjaldinu sjö sinnum, þar af fimm sinnum í síðari hálfleik er menn fóru að takast hressilega á. Leikurinn var ekki ódrengilega leik- inn, þó eitthvað hafi verið um stimp- ingar manna á milli. Sennilega var það bara langþráð að komast á blautt grasið og láta aðeins finna fyrir sér. Víkingar reyndu að kreista fram jöfnunarmark eftir því sem á leið, en þeim tókst illa að opna iðna og gríð- arlega öfluga vörn KR-inga. Það býr ótrúleg reynsla í liði KR og foringjar á borð við Pálma Rafn Pálmason og Óskar Örn Hauksson kunna svo sannarlega að spila leikinn. Vestur- bæingar vita einfaldlega hvað til þarf til að vinna fótboltaleiki og titla. Þeir eru eitt best æfða lið landsins og maður veltir því fyrir sér hvort hægt sé að brjóta þá á bak aftur, svo lengi sem leikmenn þeirra eru samvisku- samir og vinna vinnuna sína. Víkingar, aftur á móti, vilja vera þar sem KR er. Þeir fengu að bragða á árangri í fyrra með bikarsigri, en það vantar enn upp á kænskuna, ætli þeir sér alla leið í sumar. Enn einn bikarinn í safn KR  KR hreppti fyrsta hnoss sumarsins  Víkingar þurfa að vera klókari Morgunblaðið/Íris Meistarar Óskar Örn Hauksson lyftir bikarnum í Frostaskjóli í gærkvöldi. KR-ingar eru meistarar meistaranna eftir sigurinn á Víkingum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.