Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2020 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga www.innlifun.is Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Árneshreppur er víðfeðmur og gönguleiðirnar þar margar og spennandi. Í bæklingnum nú bein- um við sjónum okkar að Hval- ársvæðinu og gönguleiðunum þar sem eru einstakar á marga vegu vegna þess hve náttúran er sér- stæð og svæðið stórbrotið. Nátt- úra og umhverfi á þessum slóðum lætur engan ósnortinn,“ segir Snæbjörn Guðmundsson jarð- fræðingur. Drynjandi og Drangaskörð Út eru komin í einum pakka kort og bæklingur sem ber heitið: Árneshreppur: Norðurstrandir og gönguleiðir við Hvalá. Oliver Ke- nyon við Leedsháskóla og Land- mælingar Íslands leggja til grunngögn kortsins, sem Snæ- björn hefur fært í búning gömlu herforingjaráðskortanna. Einnig bætt inn ýmsum áhugaverðum gönguleiðum, svo sem að foss- inum Drynjanda upp af Ófeigs- firði, þar sem Hvalá fellur fram til sjávar. Fossinn hefur oft og víða verið til frásagnar á síðustu miss- erum vegna áforma um virkjun Hvalár, sem nú hefur verið slegið á frest. Einnig eru á kortinu til- greindar gönguleiðir sem liggja norður á bóginn, um Eyvindar- fjörð og í Drangavík, þar sem hin tilkomumiklu Drangaskörð eru. Um þessar slóðir er torleiði; vaða þarf ár og sæta verður sjávar- föllum til að komast á fjöru undir Drangaskörðum, þaðan sem ganga má norður á Hornstandir rétt eins og margir gera á sumri hverju. Liggur á norðurhjara „Árneshreppur liggur á norðurhjara,“ segir í bæklingnum en höfundar texta hans eru Snæ- björn, Páll Ásgeir Ásgeirsson, Sif Konráðsdóttir og Viðar Hreins- son. Veturnir eru langir og dimm- ir, og sumrin stutt en björt. Landslagið er sorfið og mótað af jöklum ísalda, jarðmyndanir stór- brotnar og rekaviður í sendnum fjörum. Þá er lífríki svæðisins af- ar fjölbreytt. Þarna á refurinn griðarsvæði, fuglar og smádýr trítla um mela og móa, selur synd- ir í fjörum og úandi æðarkollur eru í flæðarmálinu. „Öll þessi ólíku landslagssvæði ramma inn órjúfanlega heildarmynd víðerna Árneshrepps, sem eiga fáa líka á jarðríki,“ segir í bæklingnum. Í öllu sínu veldi „Náttúran í öllu sínu veldi, fuglalífið, landslagið, gróð- urfarið, kyrrðin og andrúmsloftið eru það sem mér finnst svo heillandi í Árneshreppi,“ segir Snæbjörn um sveitina sem svo margir hafa fjallað um. Bókin Þar sem vegurinn endar eftir Hrafn Jökulsson er til dæmis prýðilegur vitnisburður um svæðið og mætti fleiri rit góð þá tiltaka. „Ég get annars ekki lýst til- finningunni svo vel sé. Eina leiðin til að skilja töfra svæðisins er að mæta á svæðið. Ég kom tvisvar í þessa einstöku og afskekktu sveit með foreldrum mínum í æsku og þá strax þótti mér þetta magn- aður staður.“ Snæbjörn minnist þess úr æskuferðum sínum í Árneshrepp hve spennandi honum fannst Krossneslaug, sundstaðurinn í flæðarmálinu. Einnig Djúpavík og Eyri við Ingólfs- fjörð, þar sem eru gamlar síld- arverksmiðjur sem vitna um for- gengileika mannanna verka. Voru starfræktar í til þess að gera fá ár því svipull er sjávarafli. „Þetta eru mannvirki sem orkuðu sterkt á barnshugann. Síðar hafa margir aðrir staðir á svæðinu svo snert mig sterkt; til að mynda Hvalárósar og Hval- árfoss og svæðið þar upp af. Ég hef óvíða upplifað víðerni jafn- sterkt og þar. Fólk sem enn á eftir að koma á þær slóðir í fyrsta skipti er öfundsvert.“ Á síðasta ári, meðan enn var unnið að undirbúningi virkjunar Hvalár með þeirri víðtæku röskun sem því átti að fylgja, lét Snæ- björn til sín heyra og bendi á hve dýrmætt þetta svæði væri ósnort- ið. Segir þetta einn af gullmolum íslenskrar náttúru. „Þarna er flest sem yfirhöfuð finnst á Ís- landi fyrir utan sjálfa eldvirknina. Í syðri hluta Árneshrepps er landslagið tignarlegt og í nyrðri hlutanum taka við víðáttumiklar heiðar og jökullendi,“ segir Snæ- björn og enn fremur: Landslagið og lífríkið „Mögnuðustu gullmolarnir á Hvalársvæðinu eru fossaraðirnar í stóru ánum, Hvalá, Rjúkanda og Eyvindafjarðará. Þarna er líka aragrúi trjáhola, sem eru stein- gervingar trjábola sem varðveist hafa í 10-12 milljón ára gömlum hraunlagastafla svæðisins. Líf- ríkið er ekki síður umvefjandi, og það finna allir fyrir því sem heim- sækja svæðið, einkum yfir bjartan sumartímann. Þetta er allt sem undraheimur og þarna ætla ég í sumarfríinu með fjölskyldunni. Drekka í mig svæðið allt, bæði landslagið og lífríkið og nýta alla þjónustuna sem er í boði.“ Gefur út gönguleiðakort og fróðlegan bækling um leiðir í Árneshreppi á Ströndum Morgunblaðið/Árni Sæberg Landkönnuður Ég kom í þessa einstöku sveit í æsku og þótti hún strax magnaður staður, segir Snæbjörn. Umhverfi sem lætur engan ósnortinn  Snæbjörn Guðmundsson, sem er fæddur 1984, er jarð- fræðingur að mennt og starfar hjá Náttúruminjasafni Íslands.  Hefur mikið sinnt kennslu og fræðslu barna og unglinga og stundað rannsóknir.  Höfundur bókarinnar Veg- vísir um jarðfræði Íslands, sem kom út 2015. Hver er hann? Morgunblaðið/RAX Drynjandi Nafnið segir allt um kraftinn og hljóð sem berast. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Drangaskörð Blóðrautt sólarlag. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kort Víða liggja leiðir og vits er þörf þeim sem víða ratar. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Þúsunddalastapi Stór og sterkur og Reykjaneshyrna í bakgrunni. Sumarstörfum verður fjölgað um 30 hjá Orku- veitu Reykjavík- ur og dóttur- félögum til að koma til móts við erfitt atvinnu- ástand í landinu vegna kórónu- veirufaraldurs- ins. Störfin bæt- ast við þau ríflega 100 sumarstörf sem þegar hafa verið auglýst og ráðið hefur verið í. Störfin sem um ræðir eru af ýms- um toga. Í tilkynningu frá OR segir að þau séu ekki öll ætluð til að koma til móts við atvinnuleysi skólafólks heldur gefist öllum færi á að sækja um hluta þeirra. Ráðningartíminn er tveir mánuðir. Að sögn Sólrúnar Kristjánsdóttur, mannauðsstjóra hjá OR, er umsóknarfrestur til og með 14. júní nk. Hún segir að vegna ástandsins hafi verið ákveðið að fjölga sumarstörfum frá því sem áð- ur var ákveðið. OR bætir við 30 sumarstörfum Sólrún Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.