Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2020 Sími 555 2992 og 698 7999 Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra Gott fyrir: • Maga- og þarmastarfsemi • Hjarta og æðar • Ónæmiskerfið • Kolesterol • Liðina Læknar mæla með selaolíunni Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð Óblönduð – meiri virkni Selaolía Égheyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni bætta líðan og heilsu. Guðfinna Sigurgeirsdóttir. „Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“ Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Tugþúsundir manna streymdu út á götur Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna, á laugardaginn til þess að mótmæla kynþáttamisrétti og ofbeldi lögreglunnar gegn minni- hlutahópum. Var þetta níundi dag- urinn í röð sem mótmælt var í höfuð- borg Bandaríkjanna, en tvær vikur eru liðnar í dag frá því að George Floyd lést í höndum lögreglunnar í Minneapolis. Mótmælendur voru áberandi víðs- vegar um borgina, en þeir komu einkum saman á tveimur stöðum, annars vegar við minnismerkið um Lincoln Bandaríkjaforseta og hins vegar á götunni Black Lives Matter Plaza, en hún liggur að Lafayette- garðinum, þar sem táragasi var beitt á mánudaginn fyrir viku til þess að dreifa friðsömum mótmæl- endum. Muriel Bowser, borgarstjóri Washington-borgar, lét endurnefna götuna, en hún og Donald Trump Bandaríkjaforseti hafa deilt um fjölda alríkislögreglumanna og þjóð- varðliða í höfuðborginni. Forsetinn tók svo þá ákvörðun í gær að kalla þjóðvarðliðið til baka frá borginni. Þá var hið nýja heiti götunnar málað stórum stöfum á hana, þannig að skýrt sést á loftmyndum af borg- inni, og vísa stafirnir nánast beint að framhlið Hvíta hússins, embættisbú- staðar forsetans. Bowser ávarpaði mannfjöldann við Black Lives Matter Plaza og bauð hann velkominn við mikinn fögnuð. Vék hún að deilum sínum við Trump í ræðu sinni og hvatti áheyr- endur til þess að kjósa hann ekki. „Í dag segjum við nei, og í nóvember segjum við „næsti!““ Trump lét sér hins vegar fátt um finnast, og sagði á Twitter-síðu sinni að mannfjöldinn hefði verið mun minni en spáð hafði verið. Mótmælin voru að mestu friðsöm að þessu sinni, en Mark Esper varn- armálaráðherra fyrirskipaði að allir þjóðvarðliðar sem kæmu að sýni- legri öryggisgæslu yrðu að skilja bæði byssur og skotfæri eftir. Þá voru 900 hermenn úr Bandaríkja- her, sem skipað hafði verið að halda sig í nágrenni borgarinnar, sendir aftur til bækistöðva sinna. Hermt er að stirt sé á milli Espers og Trumps Bandaríkjaforseta, eftir að sá fyrr- nefndi lagðist gegn því að uppreisn- arlögum frá 1807 yrði beitt til þess að Bandaríkjaher myndi kveða nið- ur óeirðirnar, líkt og Trump hótaði á mánudagskvöldið fyrir viku. Sú hótun hefur einnig valdið nokkrum kurr meðal repúblikana, og greindi New York Times frá því um helgina, að hvorki George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjafor- seti, né Mitt Romney, forsetafram- bjóðandi 2012 og öldungadeildar- þingmaður, hygðust styðja að Trump yrði endurkjörinn. Þá vilji sumir fyrrverandi þungavigtarmenn flokksins, líkt og Paul Ryan og John Boehner, ekki segja hvort þeir styðji forsetann í haust. Mótmælt var í fleiri borgum Bandaríkjanna á laugardaginn og urðu nokkrir pústrar milli mótmæl- enda og lögreglumanna í Seattle. Var hermt að lítill hluti mótmælenda hefði reynt að hleypa mótmælunum upp í óeirðir, og sagði í tilkynningu lögreglunnar að einhverjir hefðu reynt að kasta molotoff-kokteilum. Mótmæli gengu hins vegar greið- lega í New York-borg og í Philadelp- hiu, og fjölmennar mótmælagöngur voru haldnar í Los Angeles og San Francisco í Kaliforníuríki. Lögreglukona flutt á sjúkrahús Mótmæli helgarinnar teygðu einnig anga sína út fyrir Bandaríkin, og voru samstöðumótmæli víða um Evrópu, sem og í Ástralíu. Einna fjölmennustu mótmælin voru í Lundúnum, höfuðborg Bretlands, en þar kom til nokkurra átaka milli lítils hluta mótmælenda og lögregl- unnar. Cressida Dick, yfirmaður Lund- únalögreglunnar, gagnrýndi harð- lega aðfarir ofbeldisseggjanna, en fjórtán lögreglumenn eru sagðir slasaðir vegna mótmælanna, en aðr- ir þrettán höfðu slasast í mótmæla- aðgerðum vikunnar. Fjórtán voru handteknir vegna mótmælanna. Á meðal þeirra slösuðu var lög- reglukona sem féll illa af hesti sínum eftir að mótmælandi kastaði reið- hjóli á hestinn. Lögreglukonan var flutt á sjúkrahús en hún er ekki talin í lífshættu. Fylltu götur Washington  Tugþúsundir manna mótmæltu í Washington-borg  Kallaði þjóðvarðliðið til baka úr borginni  14 lögreglumenn slasaðir eftir mótmæli í Lundúnaborg  Bush og Romney ætla ekki að kjósa Trump AFP Mótmæli Fjölmenn mótmæli voru í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna, á laugardaginn og komu mótmælendur m.a. saman við Lincoln-minnismerkið. AFP Lundúnir Átakasenur voru í Lundúnaborg í laugardagsmótmælunum og slösuðust 14 lögreglumenn í þeim. Fjórtán manns voru handteknir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.