Morgunblaðið - 08.06.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 08.06.2020, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2020 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir „SPÍTALINN OKKAR” AÐA L F U N D U R Aðalfundur landssamtakanna Spítalinn okkar verður haldinn á Nauthóli, Nauthólsvík þriðjudaginn 9. júní 2020, kl. 16.00. DAGSKRÁ Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. Að loknum aðalfundarstörfum verða áhugaverð erindi: Skyggnist inn í nýjan meðferðarkjarna Landspítala: Ögmundur Skarphéðinsson, arkitekt Hlutverk meðferðarkjarna á tímum farsótta: Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma Landspítala Lokaorð flytur María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Tækninýjungar og framtíðarsýn í heilbrigðismálum. Allir velkomnir Stjórn „Spítalans okkar“ Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is „Á föstudaginn fyrir rúmri viku gerðist það að við fórum að sjá bók- anir sem ekki hafa sést frá því fyrir þetta ástand sem verið hefur. Þetta var ekki bara einhver einn dagur, heldur hefur verið góð stígandi í þessu sem hefur haldið áfram. Það er því kominn ferðahugur í fólk þó það sé kannski ofsagt að hann sé kominn í alla heimsbyggðina,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs hjá Icelandair. Icelandair hyggst hefja flug til sjö áfangastaða 15. júní auk þeirra þriggja sem flogið hefur verið til að undanförnu með hjálp ríkisstyrks, sem félagið mun að sögn Birnu njóta út júní. Oftast verður flogið til Kaup- mannahafnar til að byrja með eða níu sinnum í viku. Hins vegar verður flogið til Parísar, Amsterdam, Zü- rich, Berlínar, München, Frankfurt, Lundúna, Stokkhólms og Boston þrisvar til fjórum sinnum í viku. „Eftirspurnin eftir flugi til Kaup- mannahafnar gæti jafnvel gefið til- efni til þess að bæta við ferðum þangað,“ segir Birna. Eins segir hún mikið spurt um flug til Billund og sé það ekki síst vegna þess að ferða- mönnum er óheimilt að gista í Kaup- mannahöfn í sex daga eftir komu til Danmerkur. Flug þangað er þó ekki á áætlun sem stendur. „Við vorum að fá þá tilkynningu að Þjóðverjar heimila flug til Ís- lands. Okkar von er sú að bókanir muni taka svipaðan kipp eins og var með Kaupmannahafnarflugið núna á næstunni,“ segir Birna. Nokkuð hafi verið um afbókanir í kjölfar þess skimunargjalds sem yfirvöld kynntu fyrir helgi. „Þetta var óþægilega mikið. Sér- staklega í ljósi þess að þetta var bara tilkynnt um miðjan dag á föstu- daginn,“ segir Birna. Hún segir að viðræður séu í gangi við ferðaskrif- stofur sem sjá um þessa hópa og reynt sé eftir fremsta megni að telja þeim hughvarf sem vilja hætta við komu til landsins. Lufthansa bætist við Fram kom í tilkynningu frá Isavia fyrir helgi að sex flugfélög væru með áætlanir um að fljúga til Íslands. Um helgina bættist svo við þýska flugfélagið Lufthansa, samkvæmt upplýsingum frá Guðjóni Helgasyni, upplýsingafulltrúa Isavia. „Við fund- um fyrir auknum áhuga hjá flug- félögum eftir að heilbrigðisyfirvöld tilkynntu að til stæði að hefja skim- un,“ segir Guðjón. Hann segir að þau flugfélög sem áður hafi flogið til landsins hafi verið upplýst um stöðu mála og að þau fylgist vel með stöðu mála hérlendis. Kominn ferðahugur í fólk  Vel hefur gengið að selja í flug til Kaupmannahafnar  Þýskaland að opnast  „Óþægilega miklar“ afbókanir vegna skimunargjalds  Flugfélög áhugasöm Guðjón Helgason Birna Ósk Einarsdóttir Morgunblaðið/Eggert Af stað Icelandair áætlar að hefja áætlunarflug til sjö áfangastaða sem ekki hefur verið flogið til í langan tíma. Bókanir hafa farið vel af stað. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Verð á norskri möl sem flutt er sjó- leiðis til landsins og notuð í slitlag hefur hækkað nokkuð í verði vegna gengismunar. Það hefur m.a. haft þau áhrif að malbiksverð hefur hækkað um 3,5-5% á skömmum tíma. Norska mölin hefur verið keypt til landsins síðustu 5-6 ár eftir að grjótnámu í Mosfellsbæ var lok- að, að sögn framkvæmdastjóra Mal- bikunarstöðvarinnar. „Við erum með frekar blöðrótt efni í okkar námum eins og staðan er. Fyrir vikið er efnið veikara í þeim námum sem við höfum á suð- vesturhorninu,“ segir fram- kvæmdastjórinn Ásberg K. Ingólfs- son. Hann segir að eins og sakir standi sé einungis innflutt þessi eina malar- tegund sem hentar í slitlag. Í síðustu sendingu voru flutt 6.700 tonn til landsins. „Malbikunarstöðin var að vinna efni úr Seljadal sem tilheyrir Mosfellsbæ. Það var stuðlaberg sem reyndist vel í slitlagið en þeirri námu var lokað fyrir 5-6 árum. Þá jukust kaupin frá Noregi mikið,“ segir Ás- berg. Hann segir að norska mölin hafi það einnig umfram þá íslensku að áferðin á henni er ljós. Fyrir vikið sjá ökumenn hana betur þegar tekur að rökkva. „Við fáum það ekki svo glatt í íslensku efni. Það er að vísu til náma nærri Höfn með ljósu stein- efni. Ég veit ekki hvort það hefur verið skoðað að flytja það hingað á höfuðborgarsvæðið.“ Innflutt möl fyrir slitlag hefur hækkað mikið í verði  Flytja inn möl frá Noregi sjóleiðis  Mölin hér of blöðrótt Tryggt verður að skimanir fyrir brjóstakrabbameini falli ekki niður og að ekkert rof verði á þjónust- unni þrátt fyrir mögulegar tafir á tækni- og tækjabúnaði sem nauð- synlegur er til að sinna þjónust- unni. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Kemur tilkynningin í kjölfar ályktunar Krabbameinsfélags Ís- lands sem samþykkt var á ársþingi félagsins í fyrradag, 6. júní. Unnið er nú að breytingum á fyrir- komulagi skimunar fyrir legháls- og brjóstakrabbameini fyrir árslok 2020. Landspítalinn hefur óskað eftir því að flutningi brjóstaskim- unar til Landspítala verði frestað til 1. maí árið 2021 vegna framan- greindra tafa. Í tilkynningunni kemur fram að tryggt verði að í millitíðinni muni skimanir hvorki falla niður né rof verða á þeim. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Landspítali Flytja á brjóstaskimanir til Landspítalans nú um næstu áramót. Tryggt að skimanir fyrir brjóstakrabba- meini falli ekki niður Lítið var um hátíðarhöld á sjó- mannadaginn í gær. Þannig var engin skipulögð dagskrá í Reykja- vík í fyrsta sinn í 82 ár. Viðburðir voru þó haldnir sums staðar á land- inu, til að mynda í Vestmannaeyjum þar sem hátíðardagskrá var haldin í Stakkagerðistúni. Eins og sjá má var hann á róleg- um nótum á Þórshöfn líkt og ann- ars staðar. Sveitarfélagið Langa- nesbyggð bauð íbúum í mat á veitingastaðnum Bárunni við höfn- ina, þar sem hægt var að gæða sér á svartfuglseggjum og gúllassúpu. Björgunarsveitin Hafliði lagði sitt af mörkum og bauð upp á stutta siglingu út fyrir höfnina. Morgnblaðið/Líney Sigurðardóttir Óvenju fábrotinn sjómannadagur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.