Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2020  Íslenski miðjumaðurinn Aron Elís Þrándarson skoraði sitt fyrsta mark í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar lið hans OB vann 3:1-sigur á Esbjerg í lokaumferðinni fyrir úr- slitakeppnina í gær. Aron spilaði allan leikinn í liði OB sem fékk hann frá Aalesund í Noregi um síðustu áramót.  Knattspyrnudeild HK og Jón Arnar Barðdal hafa komist að samkomulagi og mun leikmaðurinn spila með Kópa- vogsfélaginu í sumar. Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, staðfesti tíð- indin við Fótbolta.net í gær.  Margrét Íris Einarsdóttir hefur framlengt samning sinn við knatt- spyrnudeild ÍBV en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Samningurinn er til næstu tveggja ára og gildir því til haustsins 2022.  Knattspyrnumaðurinn Alfreð Finn- bogason lék sinn fyrsta leik síðan 15. febrúar er hann kom inn á sem vara- maður á 76. mínútu í 1:1-jafntefli Augsburg og Köln í þýsku 1. deildinni í gær. Alfreð missti af fyrstu leikjum Augsburg eftir kórónuveirupásuna vegna meiðsla, en er að komast af stað á ný. Augsburg er í 13. sæti með 32 stig þegar fjórar umferðir eru eftir.  Ríkjandi heimsmeistari í 400 metra hlaupi kvenna Salwa Eid Naser hefur verið sett í tímabundið bann vegna brots á lyfjareglum. Naser vann gullið á heimsmeistaramótinu í Doha á síð- asta ári er hún hljóp á 48,14 sek- úndum, sem er þriðji hraðasti tími sögunnar og sá hraðasti síðan 1985. Er Eid Naser sökuð um að hafa skróp- að í lyfjaprófi í þrígang og á hún yfir höfði sér eins til tveggja ára bann.  Körfuknattleiksdeild Fjölnis hefur gengið frá samningi við bandaríska bakvörðinn CJ Carr og kemur hann til með að leika með liðinu á næstu leik- tíð. Fjölnir leikur í 1. deild næsta vetur eftir fall úr deild þeirra bestu á síðustu leiktíð.  Ítalski knattspyrnumaðurinn Mario Balotelli er við það að vera rekinn frá ítalska knattspyrnuliðinu Brescia, en þar er Balotelli á mála ásamt íslenska landsliðsmanninum Birki Bjarnasyni. Balotelli hefur misst af fjölmörgum æfingum og tók ekki þátt í fjarfundum liðsins í kórónuveirupásunni. Balotelli hefur ítrekað misst af æfingum liðsins frá því í byrjun maí.  Knattspyrnumaðurinn Brynjar Ás- geir Guðmundsson mun ekki leika með FH í sumar vegna meiðsla. Brynjar sleit hásin á dögunum og þarf að fara í aðgerð. Staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net að hann yrði frá í sex til átta mánuði. Eitt ogannað FYLKIR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Árbæingurinn Daði Ólafsson lagði upp flest mörk allra í úrvaldeildinni í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, á síðustu leiktíð en alls gaf vinstri bak- vörðurinn níu stoðsendingar sum- arið 2019. Daði, sem er 26 ára gamall, er uppalinn í Árbænum en Fylkismenn skiptu um þjálfara eftir síðustu leik- tíð þegar Helgi Sigurðsson kvaddi og við tóku þeir Atli Sveinn Þór- arinsson og Ólafur Stígsson með Ólaf Inga Skúlason sér til aðstoðar. Fylkismenn hafa verið í miklu miðjumoði undanfarin ár en Daði ítrekar að horft sé til framtíðar í Ár- bænum og að það sé mikið hungur í árangur þar á bæ. „Menn eru mjög vel gíraðir í Ár- bænum,“ sagði Daði í samtali við Morgunblaðið. „Við erum búnir að æfa mjög vel og hlaupa mikið á með- an samkomubannið stóð yfir. Hlaupatölur liðsins sýna að við erum í hörkustandi og eftir að við gátum byrjað að æfa saman allt liðið höfum við einfaldlega verið að „drilla“ tak- tík daginn út og daginn inn ef svo má segja. Við höfum lagt ákveðna áherslu á varnarleikinn á æfingum og að laga hann enda algjört lykil- atriði fyrir okkur að hann sé í lagi. Varnarlínan okkar er auðvitað með breyttu sniði eftir brotthvarf Ara [Leifssonar] en Orri [Sveinn Stefánsson] kemur inn í þetta á nýj- an leik. Hann og Ásgeir voru mið- verðir liðsins þegar við unnum 1. deildina 2017 og við fáum ekki á okk- ur nema einhver nítján mörk það sumarið. Þeir verða því að reyna að halda uppi sama standard í sumar og ég hef fulla trú á því að þeir haldi áfram þar sem frá var horfið enda lítið annað í boði.“ Ábyrgðin dreifðari Daði hefur mikla trú á nýja þjálf- arateyminu í Árbænum og viður- kennir að Ólafur Ingi Skúlason njóti mikillar virðingar innan leikmanna- hóps liðsins. „Það mætti alveg segja að miklar áherslubreytingar hafi átt sér stað en samt ekki með þjálfaraskipt- unum. Þjálfarateymið skiptir vel með sér verkum sem er mjög já- kvætt og ábyrgðin er mun dreifðari kannski en áður. Óli Skúla sér um allar leikgreiningar og aukaæfingar. Atli og Óli sjá svo bara um ákveðna hluti og saman sjá þeir svo um það að kynna liðinu hlutina. Það er mikið um fundarhöld hjá þeim og ég veit hreinlega ekki hvað þeir eru að gera þarna inni enda stanslausir fundar oft á tíðum. Óli hefur alltaf verið ákveðinn leiðtogi í liðinu og þess vegna var hann fenginn inn í þjálfarateymið til að byrja með. Hann er frábær kar- akter og honum hefur tekist að finna þennan gullna meðalveg í því að vera léttur og alvarlegur inn á milli. Hann gerði það líka sem leikmaður og maður hlustaði alltaf. Annað væri held ég bara óeðlilegt miðað við fer- ilinn hans sem er náttúrlega frábær og á allt öðrum stað en okkar flestra sem spilum með liðinu.“ Horft til framtíðar Fylkismenn enduðu í áttunda sæti úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og er liðinu spáð svipuðu hlutskipti hjá fjölmiðlum í sumar. „Auðvitað viljum við meira en þetta miðjumoð sem hefur einkennt liðið. Hvort það komi í ár eða á næstu árum þarf að koma í ljós. Við stefnum að því í framtíðinni að vera í alvöru Evrópubaráttu og svo er ætl- unin að byggja ofan á það eftir því sem fram líða stundir. Við finnum fyrir bæði hungri og ákveðinni pressu hjá stuðnings- mönnum liðsins líka sem er bara já- kvætt. Við setjum ákveðna pressu á okkur sjálfir og það er ekkert gaman að vera endalaust í miðjumoði. Við fengum nasaþefinn af því hvernig það er að vinna titla þegar við fórum með sigur af hólmi í 1. deildinni sumarið 2017. Við vitum hvað það er gaman og að vinna marga leiki í röð og þetta er eitthvað sem við viljum að sjálfsögðu leika eftir.“ Það kom bakverðinum mikið á óvart að hafa verið stoðsend- ingahæsti leikmaður úrvaldeild- arinnar á síðustu leiktíð en hann hafði betur gegn leikmönnum á borð við Íslandsmeistarann Óskar Örn Hauksson, KR, og Hallgrím Mar Steingrímsson, KA, sem lögðu upp átta mörk. „Það kom mér klárlega á óvart að vera stoðsendingahæstur en að sama skapi var það hrikalega gam- an. Ég geri mér samt grein fyrir því að ég mun þurfa að fórna sóknar- leiknum að einhverju leyti í sumar þar sem við munum leggja ákveðna áherslu á varnarleikinn. Liðið er mikilvægara en einhver stoðsend- ingatitill og ef við ætlum að vera þéttir til baka gengur ekki að annar bakvörður liðsins sé alltaf fremstur á vellinum. Það að leggja upp mörk í sumar er því langt í frá að vera í einhverjum sérstökum forgangi hjá mér. Ef það gerist þá gerist það bara og það verður að sjálfsögðu gaman en það er alls ekki eitthvert markmið hjá mér og ég fer ekki inn í sumarið með það að leiðarljósi að leika eftir afrek síðasta sumars.“ Fer ekki fet Fjölskylda Daða er mikið Fylkis- fólk en hann á að baki 60 leiki fyrir Fylki í efstu deild þar sem hann hef- ur skorað fjögur mörk. „Fótboltinn hefur alltaf verið númer eitt tvö og þrjú hjá mér. Vissulega æfði maður fleiri íþróttir þegar maður var yngri en fótboltinn var alltaf í fyrsta sæti og það kom aldrei neitt annað til greina en að æfa með Fylki. Fylkir er mitt félag og ég fer ekki frá félaginu nema mér verði hent öfugum út þar. Fjölskyldan mín er mikið Fylkis- fólk en að sama skapi hafa þau alla tíð staðið mjög þétt við bakið á mér. Það kom tímabil hjá mér í þriðja og öðrum flokki þar sem hlutirnir voru ekki alveg að ganga upp og ég var allt í einu kominn í B-liðið. Þá íhug- aði ég það alveg að hætta og því var sýndur fullur skilningur á heimilinu þannig að stuðningurinn er svo sannarlega til staðar.“ Mikið fjölskyldufélag Daði og Ragnar Bragi Sveinsson, sem var gerður að fyrirliða Fylkis fyrir tímabilið, eru æskuvinir og bakvörðurinn segir það forréttindi að deila velli með sínum besta vini. „Það er algjörlega geggjað að spila með besta vini sínum og ég fagnaði því manna mest að fá hann aftur í Árbæinn eftir stutt stopp í Víkinni. Þótt maður hafi kallað hann Júdas og öðrum illum nöfnum þegar hann fór frá okkur þá var geðveikt að fá hann aftur og það eru sann- kölluð forréttindi að fá að spila með besta vini sínum. Hjá Fylki snýst allt um að búa til öfluga félagsmenn og gott Fylkis- fólk. Báðir þjálfararnir búa sem dæmi í Árbænum og þetta er mikið fjölskyldufélag. Auðvitað viljum við ná árangri en Fylkir hefur alla tíð snúist um þetta og við megum alls ekki gleyma því þótt hungrið í að vinna titla og annað sé alltaf til stað- ar.“ Ferskar minningar Fylkismenn hafa aldrei orðið Ís- landsmeistar þótt þeir hafi komist nálægt því nokkrum sinnum. Liðið varð hins vegar bikarmeistari 2001 og 2002 og man Daði vel eftir fagn- aðarlátunum í Árbænum á þeim tíma. „Ég man mjög vel eftir því þegar liðið kom keyrandi á vörubílnum í gegnum hverfið með bikarinn á sín- um tíma og allt hverfið stóð og fagn- aði. Þetta er eitthvað sem maður hefur alla tíð viljað upplifa sjálfur þótt maður muni kannski ekki beint eftir leikjunum sjálfum og hversu gott liðið var í raun og veru á þess- um tímum. Auðvitað er þessi árangur eitt- hvað sem maður myndi vilja leika eftir en það að vera með gott lið í efstu deild kostar líka peninga. Fylkir er ekki ríkasta félag á landinu og þess vegna þurfum við að byggja upp á heimamönnum og vera klókir á markaðnum. Mér finnst það hafa tekist ágætlega fyrir þetta tímabil en það er auðvitað eitthvað sem þarf svo bara að koma betur í ljós,“ bætti Daði við í samtali við Morgunblaðið. Stanslaus fundarhöld þjálfaranna í Árbænum  Daði Ólafsson er á leið inn í sitt áttunda tímabil með uppeldisfélagi sínu Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skalli Daði Ólafsson í baráttunni við Brynjólf Andersen Willumsson í leik Breiðabliks og Fylkis á Kópavogsvelli í úrvalsdeildinni síðasta sumar. Martin Hermannsson, landsliðs- maður í körfuknattleik, sneri aftur á völlinn í gær þegar lið hans Alba Berlín vann 81:72-sigur á Frankfurt í fyrsta leik liðsins í úrslitakeppni þýsku deildarinnar. Martin spilaði í 25 mínútur, skoraði átta stig, tók tvö fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Þetta var fyrsti leikur Alba af fimm á tólf dögum en ef liðið fer alla leið í úrslit verða tíu leikir á tuttugu og tveimur dögum. Tíu liðum er skipt í tvo riðla. Þar spilar Alba fjóra leiki og fara fjögur lið úr hvorum riðli í 8- liða útsláttarkeppni. Martin sterkur í endurkomunni Ljósmynd/Euroleague Endurkoma Martin Hermannsson er mættur aftur á völlinn. Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan leikinn í 5:1 sigri Wolfsburg á Frankfurt í efstu deild þýsku knattspyrnunnar á laugardag og lið hennar nálgast þýska meistaratitilinn. Wolfsburg hefur 52 stig í toppsæti deild- arinnar, átta stigum meira en Bay- ern München, þegar fjórar umferð- ir eru eftir. Wolfsburg þarf því aðeins tvo sigra til viðbótar til að tryggja fjórða meistaratitilinn í röð. Þá er liðið sömuleiðis komið í undanúrslit bikarsins, en liðið er bikarmeistari síðustu fimm ára. Sara nálgast enn einn titilinn Ljósmynd/Wolfsburg Þýskaland Sara Björk Gunn- arsdóttir er í vænlegri stöðu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.