Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.06.2020, Blaðsíða 10
Morgunblaðið/Eggert Fluttur í Kringluna Jón G. Sandholt og Jörmundur í Kringlubazaar, þar sem markaður Jörmundar er nú. „Þetta gengur alveg glimrandi,“ segir Jörmundur Ingi Hansen, fyrrverandi allsherjargoði og eig- andi Fatamarkaðar Jörmundar, en markaðurinn, sem áður var til húsa á Laugavegi 25, hefur fært sig um set og er nú í Kringlubazaar í Kringlunni. Jörmundur heldur þar úti fimm básum, þar sem hann sel- ur herraföt úr sínu gríðarstóra fatasafni. „Þetta voru allt föt sem ég keypti handa sjálfum mér. Ég hef aldrei keypt neitt sem ég hef ekki viljað sjálfur. Þannig að þetta er allt saman fyrsta klassa vara,“ seg- ir Jörmundur í samtali við Morg- unblaðið. Hann kveður viðskiptin ganga vel í Kringlunni og að ekki seljist minna þar heldur en á Laugaveg- inum. „Það er þó allavega fólk í Kringlunni. Það er ekkert fólk niðri á Laugavegi,“ bætir hann við. Réttu fram hjálparhönd Jón G. Sandholt, einn stofnenda og eigenda Kringlubazaars, segir fyrirtækið hafa ákveðið að styðja Jörmund þegar hann missti hús- næðið á Laugaveginum. „Hann er með ótrúlega mikið af fötum. Það hefði verið sárt að horfa upp á það ef hann hefði þurft að henda þessu eða gefa,“ segir Jón, en hann aðstoðaði einnig Jörmund við að útvega sér lager fyrir fata- safnið mikla. Jón segir Kringlubazaar sækja innblástur frá sambærilegum mörk- uðum í Svíþjóð, þar sem leigðir eru sölubásar til einstaklinga sem vilja selja hluti. Kringlubazaar er að finna á bíóganginum í Kringlunni. Jörmundur í Kringluna  Fatamarkaðurinn færir sig um set  Mikið safn af fötum 10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 8. JÚNÍ 2020 Ferðaskrifstofa eldri borgara gengst í samstarfi við Spánarheimili fyrir vikulegum ferðum til Costa Blanca frá 2. október til 14. nóvember. Flogið verður í beinu flugi til Alicante og dvalið í glæsilegum 3ja herbergja íbúðum á Torreviejasvæðinu sem staðsettar eru mjög miðsvæðis eða við hlið Zenia Boulevard verslunarmiðstöðvarinnar í La Zenia hverfinu.* Hægt verður að bóka 1 viku eða fleiri og allt að 4 geta deilt íbúð saman. Boðið er uppá skoðunarferð til Cartagena í samstarfi við Íslendingafélagið á Costa Blanca og er ein ferð á mann innifalin í verðinu. Gísli Jafetsson verður staðarumsjónarmaður ferðanna og tekur á móti hópum á flugvellinum og verður ferðalöngum innan handar meðan á dvölinni stendur. Þá verður Setrið, samkomustaður Íslendingafélagsins opið ferðalöngum til afþreyingar. Þeir sem vilja fara í golf geta valið úr fjölda valla sem allir eru í nálægð við gististaðinn og aldrei lengur en í 10 mín. akstursfjarlægð. Hægt er að ferðast með golfsett gegn aukagjaldi en einnig er hægt að leigja sér sett á hagstæðu verði. *Allar brottfarir eru háðar núerandi flugáætlun sem kann að breytast. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Ferðaskrifstofu eldri borgara í símum 783-9300 og 783-9301, einnig með tölvupósti í gegnum netfangið hotel@hotelbokanir.is og á www.hotelbokanir.is Niko ehf | Pósthólf 72 | 802 Selfoss | kt. 590110-1750 Costa Blanca Vikulegar ferðirfrá 2. okt. til 14. nóv. 2020 Verð frá 125.000 Ferðir fyrir eldri borgara Aron Þórður Albertsson aronthordur@mbl.is „Þetta hefur farið gríðarlega vel af stað og í raun mun betur en við átt- um von á. Straumurinn hefur verið stöðugur,“ segir Viktor Örn Andr- ésson, annar eigandi Sælkerabúð- arinnar. Búðin hefur nú verið opin í rétt um þrjár vikur og hafa viðtök- urnar ekki látið á sér standa. „Það er alltaf einhver inni í búðinni. Fyrst þegar við opnuðum voru alltaf 15-20 manns inni í búðinni en núna er straumurinn að verða stöðugur,“ segir Viktor. Búðin sérhæfir sig í hágæða kjöti og meðlæti en auk þess er boðið upp á tilbúna matarpakka, osta og úrval sérvöru. Viktor fór af stað með verkefnið ásamt Hinriki Inga Lár- ussyni, en báðir eru þeir menntaðir kokkar. Saman hafa þeir rekið veisluþjónustuna Lux veitingar, en ákváðu fyrir nokkrum mánuðum að útvíkka starfsemina. „Þetta er í sama húsnæði og er því eins konar framlenging á Lux veit- ingum,“ segir Viktor og bætir við að búðin bjóði upp á heildstæðar lausn- ir gæðamatvara. Þá skarti búðin gríðarlega veglegu kjötborði. „Við erum að selja ýmiss konar sælkera- vörur. Þetta er ekki einungis kjöt- búð heldur erum við að afgreiða margt annað. Við erum auk þess að reyna að vera með öðruvísi kjötborð og bjóðum upp á mjög mikið úrval þar,“ segir Viktor. Sælkerabúðin er til húsa á Bitru- hálsi og er því í nokkurri fjarlægð frá miðbænum. Aðspurður segir Viktor að staðsetningin sé mikill kostur. „Það er kostur að vera fyrir utan og í fjarlægð frá miðbænum. Það er gríðarlegur fjöldi fólks í grenndinni, hvort heldur sem er vegna vinnu eða vegna þess að það býr hér. Að auki er nóg af bílastæð- um,“ segir Viktor sem kveðst ekki eiga von á því að opna annað útibú verslunarinnar á næstunni. Spurður hvort finna megi vörur í Sælkerabúðinni sem ekki fást ann- ars staðar, kveður Viktor já við. „Við erum til dæmis með trufflusalt sem við bjuggum til sjálfir, sem hef- ur verið gríðarlega vinsælt. Svo höf- um við verið með ýmislegt annað.“ Viðtökurnar vonum framar  Sælkerabúðin var opnuð á dögunum Morgunblaðið/Íris Eigendur Viðtökurnar hafa verið vonum framar, að sögn Viktors.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.