Morgunblaðið - 15.06.2020, Side 8

Morgunblaðið - 15.06.2020, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. JÚNÍ 2020 sláttuvélar Rafhlöðu- ÞÓR FH Akureyri: Baldursnes 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Herferð borgaryfirvalda gegnmiðbænum tekur á sig ýms- ar myndir og hefur margvíslegar afleiðingar. Ein þeirra kom fram fyrir skömmu þegar bókabúð og kaffihúsi Máls og menningar var lokað um óákveðinn tíma.    Annar eigandifyrir- tækisins, Arndís Björg Sig- urgeirsdóttir, tjáði sig við mbl.is um ástæð- ur þessarar ráðstöfunar og nefndi að kórónuveirufaraldurinn hefði haft slæm áhrif. En vandinn er mun djúpstæðari: „Ég held hreinlega að það sé búið að venja fólk af því að koma í bæinn. Við sem erum með verslanir við Laugaveg og í nágrenninu, sér- staklega á neðri hluta Skóla- vörðustígs, höfum látið yfir okk- ur ganga mjög erfitt viðskiptalegt umhverfi und- anfarin ár. Það eru stöðugar götulokanir og stöðugar fram- kvæmdir í miðbænum sem hafa dregið verulega úr okkur þrótt,“ sagði Arndís.    Og hún bætti við: „Okkar sölu-tölur fara gjörsamlega eftir því hvort göturnar eru lokaðar eða opnar, það er bara þannig. Það þýðir ekki að bera okkur saman við einhverjar nágranna- borgir þar sem er ágætisveður sex mánuði á ári.“    Þetta er augljóst en vefst mjögfyrir meirihlutanum í borg- arstjórn, sem lætur sér ekki nægja að loka götum og snúa við umferð til að fæla fólk enn frekar frá. Hann gengur jafnvel svo langt að reyna að fá lögum breytt til að geta læst enn kirfilegar og tryggt að enginn sem þarf að fara ferða sinna í bíl vogi sér í miðbæinn. Arndís Björg Sigurgeirsdóttir Augljós sannindi STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Reykvíkingar eru hvattir til að halda upp á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, með því að skreyta heimili sín og garða með fánum og öðru í fánalit- unum og gleðjast með vinum og fjöl- skyldu. Af hálfu Reykjavíkurborgar eru hátíðahöld með breyttu sniði vegna kórónuveirunnar. Hefðbundin morgunathöfn á Austurvelli verður í beinni útsend- ingu í sjónvarpi RÚV þar sem Katr- ín Jakobsdóttir forsætisráðherra heldur ávarp og fjallkonan frum- flytur ljóð. Að venju sjá nýstúdentar um að leggja blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar og Ingibjargar Ein- arsdóttur í Hólavallakirkjugarði. Sýningin Næsta stopp um borgar- línuna og uppbyggingu hennar er í Ráðhúsinu. Þá er fólk hvatt til að þátt í leiknum Teljum fána. Leik- urinn er innblásin af vinsælustu af- þreyingu ársins. Á þjóðhátíðardegi teljum við fána í stað bangsa. Veg- farendur geta svo reynt að koma auga á fána í gluggum, görðum, á girðingum eða annars staðar í hverf- inu. Tvö heppin hljóta glæsileg og menningarleg verðlaun fyrir fjölda fána. Fyrir þá sem ætla að bregða sér niður í bæ verður létt stemning í miðborginni frá kl. 13 til 18; með tónlistarflutningi, sirkussprelli, leik- list og fleiru skemmtilegu þar sem kappkostað er að skapa óvæntar upplifanir. sbs@mbl.is Breyttur bragur á þjóðhátíðardeginum  Reykvíkingar gleðjist og skreyti heima  Sprellað í miðborginni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þjóðhátíð Forseti Íslands og for- sætisráðherra á hátíðarstundu. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Fólk hér á svæðinu tengir sig við Erró. Frá gamalli tíð eru á fjölmörg- um heimilum í sveit til myndir sem listamaðurinn málaði á æskudögum sínum hér,“ segir Eva Björk Harð- ardóttir, oddviti Skaftáhrepps. Hún er meðal þeirra sem skipuð hafa ver- ið í starfshóp á vegum Lilju Alfreðs- dóttur menntamálaráðherra um starfsemi og uppbyggingu Erró- seturs á Kirkjubæjarklaustri. Gerð- ar hafa verið teikningar að listasetri sem tileinkað yrði Erró og á Klaustri sér fólk þetta sem viðbót við aðra menningarstarfsemi þar. Skissur, myndir og minnisblöð Auk Evu eiga sæti í starfs- hópnum, skipaðir af mennta- málaráðuneytinu, Eiríkur Þorláks- son sem er formaður og Rúnar Leifsson. Þetta fólk er nú að viða að sér ýmsum upplýsingum, skissum, myndum og minnisblöðum og öðru slíku um Errósetur sem tiltækt er. Erró, Guðmundur Guðmundsson, fæddist árið 1932. Frá þriðja aldurs- ári og fram undir tvítugt bjó hann á Kirkjubæjarklaustri hjá móður sinni og fósturföður. Eystra komst hann meðal annars í kynni við Jóhannes Kjarval sem átti rætur sínar á þess- Tenging við Erró  Stefnt að listsetri á Kirkjubæjar- klaustri  Heimafólk lumar á myndum Eva Björk Harðardóttir Erró – Guðmundur Guðmundsson um slóðum. Lýsir Erró í ævisögu sinni að þau kynni hafi mótað sig mjög. Eftir myndlistarnám í Reykjavík hélt listamaðurinn svo ut- an til náms og starfa og hefur í ára- tugi búið í París og verið leiðandi maður í listinni. Á Kirkjubæjarklaustri eru nú hafnar framkvæmdir við gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs, sem verður sunnan við Skaftá. Til stendur að tengja gestastofuna við þorpið með göngubrú yfir ána og þar eru skissur frá Kjarval hafðar í huga. „Að skapa tengingu frá gestastofu með Kjarvalsbrú að Errósetri er áhugaverð hugmynd. Nú þegar Erró nálgast nírætt finnst okkur mikilvægt að af framkvæmdum geti orðið sem fyrst og þeim lokið meðan meistarans nýtur enn við,“ segir Eva Björk.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.